Villa Sava Kivoza

  útsýnið frá svölunum okkar á þriðju hæðinni

Já nú er lífið hjá okkur hér í Herceg Novi allt að komast í eðlilegt horf. Nú erum við loksins búin að sjá bæinn í dagsbirtu sem einkennist af sól og svona 28°c hita. Einhvern vegin verður allt svo miklu skýrara  í þeirri birtu. Hér ríkir greinileg fátækt sem lýsir sér að miklu leyti í vanhirðu á umhverfinu. Húsin hér eru að miklu leyti að syngja sitt síðasta en hér er þó líka mikil uppbygging. Inni á milli eru fallegar byggingar sem eru ýmist nýjar eða uppgerðar. Gamlar blokkir og hótel í niðurníslu eru samt einkennandi fyrir bæinn. Bærinn er almennt afar óhreinn þrátt fyrir miklar rigningar sem að öllu jöfnu skola skít af húsum og slíku. Bílakosturinn er kapituli útaf fyrir sig enda flestir bílarnir af þeirri gerð Skoda sem ekki sjást lengur í vestur-evrópu auk Lödu Sport jeppum, alls kyns útgáfum af litlum og ljótum Fiat bílum og svo virðist algengasta farartækið vera WV-Golf bílar úr árgöngunum til og með 1990. Þó eru lögreglumennirnir vel búnir og keyra um á Land Rover Defender sem hafa örugglega einhverntímann verið nýir. Montenegro búar eða íbúar Svartfjallalands eru stoltir af þjóð sinni en landið er hluti af hinni gömlu Júgoslavíu og fékk viðurkennt sjálfstæði sitt fyrir aðeins tveimur árum síðan.

EM 2008 069Nýji húsakostur íslenska hópsins (sem við kjósum að kalla Villa Sava Kivoza í höfuðið á skákmótsskipuleggjandanum) er í einu orði sagt frábær enda ekki margir sem fengu VIP húsnæði undir sinn hóp! Já og það kostaði aðeins 600kr aukalega á nóttina. Fyrir þann pening fengum við hreinlegt hús þar sem allir hafa sitt herbergi með sínu baði. Stærsti kosturinn er tvímælalaust sá að við erum með stóra vel útbúna stofu þar sem við getum verið saman sem hópur og ýmist teflt, stúderað eða bara notið þess að spjalla og skemmta okkur. Krakkarnir eru dugleg að halda hópinn og finna sér alltaf eitthvað að gera sem ein eining og er ég viss um að hópeflið sé að skila sér núna.  Við erum eiginlega komin á þá skoðun að við höfum verið heppinn að lenda á þessu hryllingshóteli sem Hotel Igalo ER enda ef svo hefði ekki verið, værum við hvert á sínu herbergi og sameiginlegu stundirnar væru í ofhlöðnu, skítugu lobbýi annars hótels!

Hlutverk fararstjóra hefur óneitanlega verið sinnt í þessari ferð enda eins og ég sagði áður, þurfti að koma börnum yfir landanmæri, finna týnt veski með fullt af pening í sem fannst við húsleit í herbergi þar sem dót lá á víð og dreif (lá undir tösku eigandans), finna týndan farsíma sem fannst líka við húsleit í fyrstu athugun í vasa eigandans og svo önnur tilfallandi verkefni!

Undirbúningurinn er komin í gott horf og er hvor  þjálfari með 5 krakka sem stúdera sína andstæðinga að morgni. Hver fær 40 mínútur og er sá fyrsti settur kl. 9 og svo hitta þau þjálfarana í fyrirfram ákveðinni röð sem rúllar á hverjum degi. Þetta fyrirkomulag heldur góðri reglu og allir eru sáttir. Eftir hverja umferð er svo farið yfir skákirnar með þjálfurum og höfum við komið okkur upp aðstöðu fyrir utan skákhöllina þar sem við erum með taflsett og þar fara Helgi og Davíð yfir skákirnar með krökkunum þegar þau týnast út úr salnum. Þeir einir hafa leyfi til þess að ganga um skáksalinn meðan þau eru að tefla en aðrir geta fylgst með af áhorfendapöllunum.

Patrekur í byrjun 2. umferðarEM 2008 066Í dag fóru leikar þannig að Patrekur náði lengstri setu og yfirgaf skáksalinn eftir fimm og hálfa klukkustund og hafði þá sést yfi jafnteflisstöðu þegar hann gaf skákina. Jóhanna, Friðrik, Geirþrúður og Sverrir töpuðu líka en Hallgerður, Tinna og Dagur náðu jafntefli meðan Hjörvar og Daði unnu.

Maturinn á Hótel Plaza er alveg ágætur. Nokkuð gott úrval af kjötréttum, nóg af frönskum kartöflum og pasta fyrir krakkana. Svo það sem toppar allt saman er úrvalið af ís sem þau bókstaflega hreinsa upp úr döllunum og borða samhliða matnum enda þurfum við að borga fyrir drykki dýrum dómum og þá er alveg eins gott að skola matnum niður með ítölskum Stragiatella eða öðrum eðalís. Á móti hótelinu er svo dýrindis pizzastaður sem piltarnir eru að sjálfsögðu búnir að taka út.

Nú þegar allt er að komast í rútínu getur maður aðeins farið að kíkja í kringum sig en ég hef að mestu haldið mig á skákstað eða í Villunni okkar. Þorsteinn og Stefán hafa verið duglegir að ganga um bæinn og þá sérstaklega í kringum skákstaðinn og gefa okkur svo skýrslu um það hvað sé áhugavert að skoða. Þetta er í rauninni lítill strandbær með fallegum göngustíg meðfram allri ströndinni sem spannar sjálfsagt 8km. Upp frá ströndinni liggja svo margar litlar götur og segja þeir að þar séu líka einhverjar skemmtilegar verslanir.  Bærinn er á mjög fallegu landsvæði sem einkennist fyrst og fremst af fjalllendi og er því öll byggðin í miklum halla. Þess má geta að þegar við göngum inn á Plaza hótelið frá ströndinni þá förum við upp á aðra hæð til þess að borða en upp á þá áttundu þegar við ætlum í lobbýið og út á götu til þess að ná rútunni á skákstað. Villan okkar stendur fyrir ofan ströndina við sömu götu og gengið er inn á áttundu hæð Plaza hótelsins.  Allir hafa herbergi með svölum sem snúa niður að sjónum þannig að útsýnið okkar nær yfir alla víkina og út á Adríahafið. Hreint stórkostlegt! Við erum mjög ánægð og bjartsýn á gott gengi á þessum nýja stað.

EM 2008 067Á skákstað og kringum hótelin er löggæslan til fyrirmynda. Hér bæti ég inn mynd af vopnaða löggumanninum sem coverar skákhöllina en hann er afar afslappaður og oftast með kaffibollann í annarri og rettuna í hinni. Spurning hvað hann gerir ef upp koma vandamál og hann þurfi að grípa til vopna!

Ég skrifa pistlana að kvöldi hverrar umferðar og mun birta þá þegar ég kemst í netsamband á skákstað daginn eftir að þeir eru skrifaðir.

Svo þessu er ég að bæta við nú þegar við erum mætt á skákstað fyrir byrjun þriðju umferðar. Krakkarnir sitja úti í sólinni og eru vel stemmd og vel undirbúin fyrir umferðina. Ef ég kemst aftur í netsamband í dag mun ég birta niðurstöður. Davíð er svo að skrifa nánari skýringar inn á skak.is

 

Knús í kotin á Íslandi,
Edda og allir hinir í Villa Sava Kivoza við Brac‘e Grakalic‘a nr 20


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ótrúlega gott að heyra að allur aðbúnaður sé orðinn góður - ég var næstum því farinn að grenja þegar að ég fékk hringinguna frá þér á komudegi!

Skáksalurinn lítur glæsilega út og bærinn hljómar spennandi þótt skítugur sé! 

Það er afskaplega gaman að fá innsýn í daglegt líf keppenda í gegnum þessa bloggsíðu en svo pistil um skákirnar sjálfar frá Dabba Ól. Bláköld úrslitin segja ekki alla söguna!

Sendi baráttukveðjur til krakkanna,

ÁFRAM ÍSLAND

Björn Þorfinnsson (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 13:10

2 identicon

Takk enn og aftur fyrir þessa frábæru pistla, kæra Edda. Þeir eru mikils virði fyrir okkur sem heima sitjum - og bíðum og bíðum eftir fréttum af ykkur. Það er líka mikill léttir að vita af pizzustaðnum þarna á næstu grösum,  hann á áreiðanlega eftir að koma sér vel - ef ég þekki okkar fólk rétt.
Tek undir með Birni, ÁFRAM ÍSLAND.
Svanhildur (Sverris)

Svanhildur (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 13:48

3 identicon

Frábærir pistlar Edda og kærar þakkir fyrir þá!

Skilaboð til Patreks að kveikja á símanum sínum og hringja heim.  Búið að leggja inn á símann.

ps. PMM: enginn lax, en 60 bleikjur....

Magnús Kristinn (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Edda Sveinsdóttir

Höfundur

Edda Sveinsdóttir
Edda Sveinsdóttir

Ég er eiginkona og móðir fjögurra stelpna. Ég er líka hjúkka, kokkur, þvottakona, hreingerningarkona, barnapía, baðari og klæðari og síðast en ekki síst einkabílstjóri!

Hef leynda ástríðu af skák og stefni á glæsta framtíð þar sem og í líkamsræktinni

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • DSC01825
  • DSC01751
  • DSC01829
  • DSC01808
  • DSC01703

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband