Fimmtu umferð lokið

Nú er fimmtu umferðinni lokið og voru það Hjörvar, Dagur og Sverrir unnu sínar skákir. Jóhanna Björg og Elsa gerðu jafntefli og Hildur Berglind vann Skottuna frá Brasilíu en Hallgerður, Svanberg og Hrund töpuðu. Nú eru allir á fullu að undirbúa næstu umferð og eru þjálfarnarnir með hópinn hver í sínu herbergi að leggja nýja hernaðaráætlun. Pörunin verður trúlega ekki birt fyrr en rétt fyrir umferðina.

Það vekur óneitanlega athygli okkar hér í þessari ferð hvað ákveðinn hornverji að nafni Torfi Stefánsson er óvæginn og dónalegur í niðrandi í tali sínu um börn sem ekki geta varið sig. Að fullorðinn maður sem telur sig klerk og hefur stöðu sem lífsleiknikennari skóla geti leyft sér að svívirða átta ára gömul börn á opnum vef sem flestir skákmenn fylgjast með er sorgleg staðreynd og vil ég hvetja til þess að umræddur aðili verði gerður brottrækur af horninu meðan á mótinu stendur. Þessi dapurlegi maður fylgist grant með pistlunum okkar hér á þessari síðu og kastar því fram sem einhverju skítkasti í máli sínu. Hann fer oft með rangt mál og er með umræðu sem ekki á rétt á sér enda virðist skorta verulega upp á upplýsingarnar sem hann hefur. Hornið er til þess að ræða um skák en ekki til þess að lítilsvirða börn né aðra. Ég vil vekja athygli þeirra sem skrifa á hornið að hópurinn hér í Antalya les umræðurnar og því mikilvægt að sína kurteisi í skrifum jafnvel þótt sigrar séu ekki í hverjum leik. Við viljum að sjálfssögðu þakka þeim góðu mönnum sem sýnt hafa áhuga og virðingu og hvatt Torfa frá þessum skrifum sínum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Torfi er x prestur...Það er best fyrir þig að benda hópnum á að lesa ekki Skákhornið í svona ferð á meðan Torfi leikur lausum hala á Horninu..það er eitthvað búið að setja hann í bann öðru hvoru en hann rís jafnan upp aftur jafn erfiður og áður...Hann hefur verið nokkur hógvær undanfarið svo ég á ekki von á því að hann verði settur aftur í bann en þú ættir að kvarta beint við stjórnanda Hornsins um það sem þú segir hér í færslunni. Hann er fínn og lætur menn ekki komast upp með neitt múður að öllu jöfnu.

Kári Elíson (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 22:16

2 Smámynd: Sævar  Bjarnason

Æ, þarna hleypur Kári vinur minn aðeins yfir strikið. Edda fær nógar uppýsingar um Torfa frá Helga, Palla og Braga. Hins vegar finnst mér að Edda í einhverju svekkelsi, hella sér yfir Torfa. Ef Torfi væri aðalsökudólgurinn í íslensku skáklífi væri málið einfalt. Svo er einfaldlega ekki þó Torfi sé þó nokkuð  óbilgjarn

Sævar Bjarnason, 22.11.2007 kl. 23:55

3 identicon

´Eg veit það ekki hvort ég hafi hlaupið yfir nokkurt strik..það var verið einmitt í þessu að setja Torfa í bann á Horninu!..það sem ég var að benda á er að Edda ætti ekki að úthúða Torfa með svona færslu heldur kvarta beint til Sigurbjörns osfrv.

Kári Elíson (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 01:30

4 Smámynd: Karl Gauti Hjaltason

  Það gengur því miður ekki að banna krökkunum að lesa hornid, flestir krakkar sem eru komin upp úr leikskólanum eru klárari á tölvu en margir fullorðnir og ég finn það sjálfur á krökkum hér í Eyjum að þau vita nokk hvaða umræða er í gangi hverju sinni á skákhorninu.  Þess vegna verða menn að huga að því hvað þeir láta frá sér um börnin þegar þau eru að keppa fyrir Íslands hönd.  En nú verður 20 daga hlé á þessu.  Að lokum sendi ég mínar bestu kveðjur til ykkar á HM, vina minna sem annarra þarna og ég veit að þið gerið ykkar besta og er sannfærður um að einhverjir í hópnum munu koma á óvart. 

Karl Gauti Hjaltason, 23.11.2007 kl. 08:53

5 identicon

Sælir og takk Kári og Karl Gauti.

Ég vil alls ekki að þessi síða verði til einhverja rifrildrar og síst á hún að verða á því plani sem hornið dettur oft í. Hér erum við einfaldlega að segja frá því sem drífur á daga okkar hér í þessari ferð. Hér er ekki um svekkelsi að ræða Sævar minn heldur er það mitt hlutverk að verja heiður barna minna enda getur seint talist í lagi að níða börn á opinberum vettvangi. Við tökum vel á móti góðum og skemmtilegum kveðjum hér á þessa síðu eins og verið hefur frá upphafi og vonast ég til að allir sem einn virði þá ósk okkar.

Edda (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Edda Sveinsdóttir

Höfundur

Edda Sveinsdóttir
Edda Sveinsdóttir

Ég er eiginkona og móðir fjögurra stelpna. Ég er líka hjúkka, kokkur, þvottakona, hreingerningarkona, barnapía, baðari og klæðari og síðast en ekki síst einkabílstjóri!

Hef leynda ástríðu af skák og stefni á glæsta framtíð þar sem og í líkamsræktinni

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • DSC01825
  • DSC01751
  • DSC01829
  • DSC01808
  • DSC01703

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 783

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband