Undirbúningur fyrir Heimsmeistarmót barna og unglinga í Antalya 2007

Verið velkomin á heimasíðu barna og unglinga sem keppa á Heimsmeistarmóti barna og unglinga í Antalya í Tyrklandi dagana 17.-29. nóvember 2007. Ætlunin er að skrá á síðuna það sem drífur á daga hópsins á meðan á mótinu stendur. Í hópnum eru níu kappsamir krakkar en mörg þeirra hafa áður keppt á þessu móti undanfarin ár. Upplýsingar um mótið má finna á heimasíðu þess (sjá tengil) en ég reikna með að úrslit verði birt þar jafnóðum auk þess sem ég geri ráð fyrir að skrifa daglega um leiki dagsins. Veit þó ekki hvort ég verði sjálf með djúpar pælingar um hverja og eina skák en þjálfarar hópsins geta kannski komið þar sterkir inn!

Íslensku krakkarnir eru:

Hjörvar Steinn Grétarsson  U-14
Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir U-16
Jóhanna Björg Jóhannsdóttir U-14
Svanberg Pálsson U-14
Elsa María Kristínardóttir U-18
Sverrir Þorgeirsson U-16
Dagur Andri Friðgeirsson U-12
Hrund Hauksdóttir U-12
Hildur Berglind Jóhannsdóttir U-8 

Keppt er í stelpu og strákaflokkum en Hjörvar Steinn og Svanberg eru einu tveir sem lenda í sama aldursflokki. Hildur Berglind er jafnframt yngsti keppandi sem farið hefur á þetta skákmót fyrir Íslands hönd og verður því gaman að fylgjast með.

Krakkarnir hafa undanfarnar vikur verið í stífri þjálfun, flestir hjá kennurum Skákskóla Íslands. Helstu kennarar eru Helgi Ólafsson, Omar Salama, Lenka Ptacnikova, Davið Ólafsson, Snorri Bergsson ofl. og kunnum við þeim bestu þakkir.

Fararstjórn og þjálfun á sjálfu mótinu er í höndum Páls Sigurðssonar, Helga Ólafssonar og Braga Kristjánssonar.

Mótið er haldið í Antalya sem tilheyrir tyrknesku riverunni og hljómar það býsna vel í eyru þeirra sem tóku þátt á mótinu 2005 þegar það var haldið í Belfort í Frakklandi. Þar gistu börnin og foreldrar þeirra í afar dapurlegri gistingu en það sem var verst var sjálfur skákstaðurinn en teflt var í illa loftkældri skautahöll í allt að 40°hita. Í ár er mótið haldið á fimm stjörnu LIMRA hotel sem rúmar víst alla þátttakendur, aðstandendur og mótið sjálft. Mjög vel er látið af staðnum og því þó nokkur tilhlökkun í hópnum.

Ég hvet alla sem hafa áhuga að fylgjast með síðunni í nóvember og skrifa skilaboð og hvetja krakkana áfram.

Með kveðju,
Edda Sveinsdóttir


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Björnsson

Gangi ykkur vel!

Kveðja,
Gunnar

Gunnar Björnsson, 14.11.2007 kl. 11:08

2 Smámynd: Snorri Bergz

Sammála Gunzó.

Snorri Bergz, 18.11.2007 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Edda Sveinsdóttir

Höfundur

Edda Sveinsdóttir
Edda Sveinsdóttir

Ég er eiginkona og móðir fjögurra stelpna. Ég er líka hjúkka, kokkur, þvottakona, hreingerningarkona, barnapía, baðari og klæðari og síðast en ekki síst einkabílstjóri!

Hef leynda ástríðu af skák og stefni á glæsta framtíð þar sem og í líkamsræktinni

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • DSC01825
  • DSC01751
  • DSC01829
  • DSC01808
  • DSC01703

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband