15.11.2007 | 22:07
Hildur Berglind sigraði Geir H. Haarde í hraðskák í dag!
Í dag hittist hópurinn í Faxafeninu og voru allir býsna kátir og spenntir fyrir ferðinni. Fjölmargir blaðamenn mættu á staðinn og var fljótt ljóst hver var stjarna dagsins. Eftir hópmyndatökuna settist Hildur Berglind pollróleg við taflborðið (að sjálfsögðu við hvítu mennina) og beið eftir andstæðingnum. Geri H. Haarde settist gegnt henni og tókust þau í hendur. Það er skemmst frá því að segja að bæði tefldu með nokkru öryggi en Hildur "lagði fyrir hann gildruna sína" og "hann hefði getað fært biskupinn en hann bara gerði það ekki!" Þar með var hún búin að vinna forsætisráðherra Íslands á aðeins örfáum mínútum. Ljósmyndararnir tóku mikið af myndum og voru viðtöl tekin við báðar systurnar, Hildi og Jóhönnu. Geir sat þó áfram við skákborðið og tefldi af miklum móð við flesta hina krakkana og héld ég að ég hafi séð til hans og Lilju tefla í lokin. Hjörvar og Hallgerður unnu bæði eftir harða baráttu en því miður veit ég ekki hvernig gekk hjá hinum.
Guðfríður Lilja og Óttar tóku svo sannarlega vel á móti hópnum með skemmtilegum ræðum og veitingarnar voru ljúffengar. Við þökkum kærlega vel fyrir okkur nú að kvöldi næst síðasta dags fyrir brottför :o)
Kveðja,
Edda
Um bloggið
Edda Sveinsdóttir
Tenglar
Skáktenglar
- Skákfréttir
- Skáksamband Íslands Heimasíða Skáksambands Íslands
- Taflfélagið Hellir Heimasíða Taflfélagsins Hellis
- Salaskólaskák Heimasíða Salaskóla
- Taflfélag Garðabæjar Heimasíða Taflfélags Garðabæjar
- Skákdeild Fjölnis Heimasíða Skákdeildar Fjölnis
- Skákskóli Íslands Heimasíða Skákskóla Íslands
- FIDE Heimasíða Alþjóðaskáksambandsins
- The week in chess
- Heimasíða heimsmeistaramótsins
Líkamsræktin
- Crossfitþjálfun crossfit.com
- CrossFit í Sporthúsinu CrossFit
- Þjálfun.is Þjálfun.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kær kveðja til ykkar allra og gangi ykkur vel!!!
Sigurlaug Regína
Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 21:58
Takk fyrir þessa síðu Edda og gangi ykkur öllum rosalega vel. Þetta er svo flottur hópur krakka að sama hvernig fer þá eru þau sigurvegarar... eins og sást svo vel í gær! Það var óborganlegt að sjá Hildi Berglindi leggja forsætisráðherra og verður lengi í minnum haft.
Baráttukveðjur - og bestu óskir um góða ferð,
Lilja
Guðfríður Lilja (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 22:03
Það verður gaman að fylgjast með ykkur á þessari síðu! Sannarlega efnilegur hópur.
kv. Ásta
Ásta Kristín Svavarsdóttir (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 10:29
Góðdan daginn,
Jæja hefst þá mótið í dag og vil ég óska ykkur öllum góðs gengi,
sit hér heima en hefði gjarnan vilja vera þarna með mínu barni.
Svo ég fagna þessari síðu til að geta fylgst með heiman frá.
Gangi ykkur vel og eigi þið góðar stundir í Tyrklandi.
Kveðja Margrét og Sóley Lind
Margrét Huld (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 10:49
Skelfing er að heyra, því miður ekkert nýtt. Vona að jafn miklu rými verði eytt í eitthvað annað



Sævar Bjarnason
Sævar Bjarnason, 19.11.2007 kl. 19:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.