Önnur umferð á HM

Í morgun, mánudaginn 19. Nóvember var loksins komin ágætis rútína á hópinn. Krakkarnir mættu hvert á fætur öðru hjá þjálfurunum frá morgni til rúmlega tvö en hópurinn náði þó að taka sér stund til snæðings. Skiptar skoðanir eru á matnum en þrátt fyrir að vera fjölbreyttur þá er spagettí , hrísgrjón og hvítt brauð vera megin uppistaða í fæðuvali margra. Þá á ég reyndar ekki við íslenska hópinn neitt sérstaklega en það hefur óneitanlega vakið athygli mína hve margir hér á mótinu virðast lifa á hvítu brauði sem skorið er í 10 cm þykkar sneiðar og fylla matardiska margra barna!

Ég get nú bara dáðst að krökkunum okkar hve dugleg þau eru að liggja yfir skákborðunum og tölvunum milli þess sem þau hitta þjálfarana og mæta á skákstað. Nokkur þeirra hafa bókstaflega stúderað frá því þau vöknuðu og fram að umferð. Ég dró mínar tvær í göngutúr eftir hádegismatinn svona rétt til þess að viðra þær og kom hótelgarðurinn skemmtilega á óvart. Þrátt fyrir að hér sé komið haust er virkilega fallegt umhverfi og nóg um að vera. Það er áreiðanlega mjög mikið stuð hér yfir sumartímann enda gríðalegt úrval sundlauga, vatnsrennibrauta ofl.  Á hótelinu er líka töluvert af eldri borgurum sem virðast njóta sín hér við að spila, dans og skemmta sér.  Í garðinum var líka boðið upp á magadanskennslu og ekki laust við að maður hafi verið farin að dilla sér í takt við músikina enda mjög grípandi.  Undir lok göngutúrsins var Jóhanna Björg orðin óþreyjufull og vildi ólm komast í tölvuna og undirbúa sig enda átti ekkert að gefa eftir í dag. Hildur Berglind og Hrund tóku líka góðar æfingar og mætu sprækar til leiks í dag. Það má segja að þrautseygja hafi verið í íslensku keppendunum en allir notuðu tímann sinn mjög vel í dag og var sú yngsta fyrst út eftir tæplega tveggja tíma törn en því miður með tapað. Einhver uppákoma varð milli hennar og þeirrar rússnesku sem varð til þess að Hildur varð að tefla lélegum leik sem olli lélegri stöðu hjá henni. Má segja að hún hafi verið frekar fúl en það var nú fljótt að ganga yfir og ætlar hún bara að standa sig enn betur á morgun! Um kl. 18 fóru þessi eldri að týnast út úr skáksalnum hvert á fætur öðru. Fóru leikar þannig að Jóhanna, Elsa og Sverrir unnu sínar skákir og Svanberg gerði jafntefli.  Í kvöld hefur svo verið farið yfir allar skákirnar og þegar pörunin kemur verður hópurinn tekin í smá undirbúning fyrir morgundaginn.  Þess má geta að pörun var ekki birt fyrr en snemma í morgun. Það olli smá óánægju meðal krakkana en þjálfararnir voru tilbúnir með allt þegar þau mættu í morgun svo það kom alls ekki að sök.

Í dag var líka lokað á foreldra og aðra en aðalþjálfara inn á skákstað, þar af leiðandi var mun meiri friður inni hjá krökkunum en stressaðir foreldrar og aðstoðarþjálfarar gengu um gangstéttirnar fyrir utan. Helgi sem var með VIP passann kom reglulega út og vorum við orðin býsna sterk í að lesa úr svip meistarans. Það ríkir mikil gleði meðal þáttakenda og góð stemmning í öllum hópnum. Eldri krakkarnir sýna þeim yngri virðingu og eru dugleg að tefla við þau og leyfa þeim að vera með. Þó er stutt í alvöruna og þau eru dugleg við að hvetja hvert annað og styðja vel við bakið hver á öðru. Það eru forréttindi að fá að taka þátt í þessum félagsskap og upplifa allt sem þessu fylgir.  Þrír vinningar í gær, þrír og hálfur í dag og á morgun gerum við enn betur!Með baráttukveðjum úr Limrahöllinni

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Edda Sveinsdóttir

Höfundur

Edda Sveinsdóttir
Edda Sveinsdóttir

Ég er eiginkona og móðir fjögurra stelpna. Ég er líka hjúkka, kokkur, þvottakona, hreingerningarkona, barnapía, baðari og klæðari og síðast en ekki síst einkabílstjóri!

Hef leynda ástríðu af skák og stefni á glæsta framtíð þar sem og í líkamsræktinni

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • DSC01825
  • DSC01751
  • DSC01829
  • DSC01808
  • DSC01703

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband