Þriðjudagur 20. nóvember

Best að nota tækifærið meðan ég er enn tengd. Hér hefur verið frekar erfitt að tengjast íslenskum síðum og þar af leiðandi erfitt að koma p istlum áleiðis. Bragi kom til Antalya í nótt og hefur því gripið inn í þjálfunina í dag. Þjálfararnir hafa vart litið upp frá skákborðunum enda stöðugt rennirí inn til þeirra en þeir reyna að gefa hverju barni amk klukkustund fyrir hverja umferð. Á kvöldin er farið yfir allar skákir svo lítill tími hefur gefist til þess að bíða eftir tengingu við Íslandssíður til þess að koma skýringum áleiðs. Ég hef séð að margir bíða óþreyjufullir eftir skrifum frá okkar mönnum en þið verðið að þrauka því okkar menn eru mjög uppteknir við undirbúning og þjálfun.

Það er gaman að fylgjast með Hildi því hún er farin að hugsa eins og eldri krakkarnir. Í gærkvöldi varpaði pabbi hennar því fram að hún skildi nota ítalska leikinn í dag og þá kom hennar svar: "En hvað ef hún beitir rússneskri vörn?" En engu að síður er búið að stúdera ítalska leikinn og vonum við allt hið besta!

Eftir morgunmatinn í morgun voru margir af okkar hóp sem skelltu sér í ræktina og tóku aðeins á því. Hrund hljóp eins og hún væri með skrattann á hælum sér og gaf móður sinni ekkert eftir. Við hjónin tókum á lóðunum og Jóhanna Björg fékk að taka í með okkur. Eitthvað fréttist af Hjördísi sem amk sagðist ætla að prufa salinn.

Nú er 3. umferð hafin og hafa krakkarnir verið dugleg við undirbúninginn. Ég er ekki viss við hverja hver og einn er að tefla en Jóhanna er með hvítt á móti stelpu frá Georgiu með rúm nítjánhundruð stig og Hildur teflir ítalska leikinn við snót frá Tyrklandi. Við leggjum fyrst og fremst áherslu á að nýta tímann eins vel og í gær. Einbeita sér vel en jafnframt hafa gaman af. Ef það er haft í fyrirrúmi eru ávallt meiri líkur á árangri.

Nú fyrir þá sem eru ótrúlega klárir í að þefa upp skákupplýsingar þá held ég að það sé hægt að skoða allar skákirnar eftir hverja umferð í netinu. Annars er ég að gera mitt besta með að miðla niðurstöðum en það virðist langerfiðast að koma upplýsingum áleiðis seinna á daginn eða um það leyti þegar umferðirnar eru að klárast.

Biðjum að heilsa heim
Edda í Tyrklandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Edda Sveinsdóttir

Höfundur

Edda Sveinsdóttir
Edda Sveinsdóttir

Ég er eiginkona og móðir fjögurra stelpna. Ég er líka hjúkka, kokkur, þvottakona, hreingerningarkona, barnapía, baðari og klæðari og síðast en ekki síst einkabílstjóri!

Hef leynda ástríðu af skák og stefni á glæsta framtíð þar sem og í líkamsræktinni

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • DSC01825
  • DSC01751
  • DSC01829
  • DSC01808
  • DSC01703

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband