Sól og blíða

Þeir sem hafa fylgst með eru sjálfsagt búnir að fá lokafréttir gærdagsins. Hallgerður náði jafntefli og nú komin með 1,5 vinning. Sverrir tefldi franska vörn sem dugði ekki til en Dagur Andri tefldi örugglega mörg afbrygði því hann vann sína skák eftir 93 leiki og 4,5 klukkustundir og því kominn með 2 vinninga - húrra fyrir Degi og til hamingju Villa og Friðgeir á Íslandi því hann er nú efstur krakkanna!!

Við sitjum nú á tyrkneska Íslandstorginu og erum að fara yfir tapskákir Hildar og Hrundar. Hildur fékk erfiðari andstæðing en í gær. Hún notaði að vísu mun betur tímann í dag en það dugði ekki þar sem hún lenti í gildru sem hún réði ekki við. Hrund var með býsna góða stöðu en fékk á sig fórn sem stóðst ekki og náði ekki að verjast. Ungviðin okkar eru án efa að læra mikið af þessu og það getur allt gerst á næstu dögum því enn eru 7 umferðir eftir! Á morgun byrjar 5. umferð kl. 10 og 6. umferð kl. 16. Það verður því mjög strembinn dagur hjá krökkunum.

Hver hópur fær tvo aðgangspassa að skákstaðnum og hefur Helgi einn passa og svo skipast Bragi og Palli á með hinn. Við foreldrarnir getum líka fengið að nota passann og var Þorsteinn að koma á torgið eftir eina eftirlitsferð. Samkvæmt honum er allt í járnum hjá flestum og segir hann þetta vera akkúrat þann hálftíma sem foreldrar vilja ekki koma inn í salinn! Þó vill hann benda á að hann telur sig hafa hóflega þekkingu á stöðu mála enda spannar skáksaga hans ekki nein stórmót en hann þótti verulega góður í taflmannakeilu á sínum yngri árum.

Eitthvað er að síga í hópinn því veikindi eru að herja á liðið en hins vegar erum við með leynivopnið Ingólf barnalæknir á fjórðu hæðinni sem verður án efa hægt að kalla til ef einkenni veikra fara að versna. Nú er ekki um að ræða neinar alvarlegar farsóttir heldur kvef og almenn einkenni. Við vonum þó allti hið besta því við erum með eindæmum jákvæð og bjartsýn og í kvöld ætlum við að brjóta upp hjá okkur og snæða á ítalska veitingahúsinu hér á hótelinu.

Bæjó


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Baráttukveðjur! Mótið er rétt að byrja og úthaldið og leikgleðin það sem gildir! Takk fyrir skemmtilega pistla, við fylgjumst spennt með, góðar kveðjur til allra, Lilja

Guðfríður Lilja (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Edda Sveinsdóttir

Höfundur

Edda Sveinsdóttir
Edda Sveinsdóttir

Ég er eiginkona og móðir fjögurra stelpna. Ég er líka hjúkka, kokkur, þvottakona, hreingerningarkona, barnapía, baðari og klæðari og síðast en ekki síst einkabílstjóri!

Hef leynda ástríðu af skák og stefni á glæsta framtíð þar sem og í líkamsræktinni

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • DSC01825
  • DSC01751
  • DSC01829
  • DSC01808
  • DSC01703

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband