10. umferð senn að ljúka

Nú þegar við sitjum hér á Íslandstorginu við barinn eru allir komnir af skákstað. Hildur var fyrst út en hún tapaði fyrir nokkuð sterkri stelpu frá Serbiu. Hrund vann í 25 leikjum í vel tefldri skák en hún nýtti tímann ótrúlega vel. Svanberg tefldi súper vel gegn gaur frá Kasistan. Sverrir vann örugglega gegn útlending. Jóhanna var í ströggli við sinn andstæðing en vann svo öruggan sigur. Hallgerður, Dagur og Hjörvar áttu slæman dag og enduðu með tapað. Elsa gerði jafntefli og er því komin með 4,5 vinninga. Streita virðist komin í mótshaldara því öllum öðrum en keppendum var vísað út af skákstað kl. 17.00 og er líklegt að þannig verði einnig á morgun eða tveim tímum eftir að skákin hefst.

Á morgun er síðasta umferðin og hún hefst kl. 10. Krakkarnir sem hafa teflt af miklu kappi eru orðin nokkuð þreytt en munu ekkert gefa eftir í síðustu umferðinni. Þó held ég að flestir séu mjög fegnir að þessu sé senn að ljúka og það sé heil helgi framundan þar sem verður hægt að slaka á eftir allt þetta sem á undan er gengið. Krakkarnir hafa verið rosalega dugleg að undirbúa sig fyrir hverja skák og má með sanni segja að allir þjálfararnir hafi verið í yfirvinnu allan tímann enda krakkarnir mjög áhugasamir um að nýta tímann vel til að stúdera. Meira að segja Hildur hefur verið mjög dugleg. Mætt fyrst í klukkutíma hjá Palla á morgnanna, síðan farið yfir planið með pabbanum og farið svo aftur til Palla rétt fyrir umferðina. Svo hittast þau aftur á kvöldin og fara yfir skákirnar. Milli tímanna hjá þjálfurunum liggja þau eldri yfir chessbasenum og stúdera fram eftur öllu. Jóhanna hefur verið nokkuð óheppin þar sem hún hefur nokkrum sinnum verið með unna stöðu en misst niður og endað í tapi. Hún er þó að tefla mjög vel og jafnvel betur en oft áður og líka farin að nota nýja byrjun. Flest hinna krakkanna er líka að tefla mjög vel en það verður líka að viðurkennast að mótið er býsna stíft og styrkurinn án efa að aukast. Það er líka mjög áberandi hve margir þátttakendur eru asískir og skiptir þá ekki máli hvort þeir komi frá Skotlandi, Kanada eða Kína. Hildur er hin ljóshærða stelpan í sínum flokki, ca 4 skolhærðar og restin er mun dekkri! Sama má segja um flokkinn hennar Hrundar enda spurði skákstjórinn hvort ég ætti þær báðar þar sem ég er þriðja ljóshærða konan í salnum!!

Á morgun ætlum við að skella okkur til Kemer eftir skákina og taka út þorpið í þeirri von að þar verði hægt að nærast á pizzu (krakkarnir þjást verulega af pizzufráhvarfi) og kannski hægt að eyða einhverjum peningum. Annars hefur foreldrum gengið vel að eyða aurunum hér á hótelinu þar sem mörg okkar hafa farið í tyrkneskt bað hjá Brad Pitt. Það er ekki slæmt að láta hann baða sig, skrúbba sig og froðubaða. Eftir það er svo boðið upp á balískt nudd í klukkutíma og ég get bara ekki lýst því í orðum....... Við hjónin keyptum okkur áskrift og ég segi ekki meir! Fleirri lúxusar hafa náð miklum vinsældum en það er rakarinn í kjallaranum. Karlarnir fara daglega í rakstur og sviðun og sumir koma jafnvel vel klipptir upp úr kjallaranum. Útlit herranna hefur því tekið stakkaskiptum á þessum 12 dögum sem við höfum verið hér. Hætt við að einhverjar eiginkonur munu ekki þekkja sína menn.

Í gær tefldi Hildur Berglind skákina sína fyrir Omar og gerði það með stæl. Eftir sigurinn tók hún upp símann og hringdi í Omar sem tók á móti henni með miklu hrósi. Hann hafði sent góðar hvatningarkveðjur kvöldinu áður og það kom henni í gír. Á morgun ætlar hún að tefla fyrir Adam Omarsson og erum við handviss um að endi með sigri. Enda er glasið okkar alltaf hálffullt þar til annað kemur í ljós. Hildi langar líka að senda sérstakar kveðjur til Ritanna í Salaskóla. Hún saknar ykkar rosalega mikið og hlakkar til að koma í skólann. Hún er búin að taka fullt af myndum sem hún ætlar að sýna ykkur þegar hún kemur heim.

Að lokum vil ég koma því á framfæri að tölvan mín hefur hafnað mér endanlega að ég held því hún hefur ekki leyft mér að ná sambandi við síðuna síðast liðna daga. Mér hefur jafnvel ekki tekist að villa á mér heimildir og þóst vera einhver önnur. Hún einfaldlega opnar ekki mbl eða neinar íslenskar síður nema ég hafi meira en tvo tíma í verkið. Ég reif því tölvuna af Hrefnu Hrundarmóður um leið og hún náði að tengjast og henti inn þessum pistli. Ég lofa því ekki að ég nái að senda inn mikið fleiri pistla meðan við erum hér enn en ég mun að sjálfsögðu halda áfram að reyna enda er ég ekki sú kona sem gefst upp þrátt fyrir höfnun dauðra hluta! Það geta sölumennirnir í götunni vitnað um jafnvel þótt þeir séu býsna líflegir. Jafnvel launalausa húsmóðirin verður ekki blönk eftir þessa ferð.

Stórt knús frá öllum krökkunum hér í Limrahöllinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæra Hildur

Ég sakna þín og ég held að þér hafi gengið vel. Ég hlakka  til þegar þú kemur heim.

Kveðja Karen Sif

Karen Sif Ársælsdóttir (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 18:52

2 identicon

Frábær lokaumferð hjá íslensku krökkunum og flott mót hjá þeim, efast ekki um að það hafi verið geysilega lærdómsríkt fyrir alla og vonandi skemmtilegt og hvetjandi. Góða ferð heim!

Guðfríður Lilja (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 04:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Edda Sveinsdóttir

Höfundur

Edda Sveinsdóttir
Edda Sveinsdóttir

Ég er eiginkona og móðir fjögurra stelpna. Ég er líka hjúkka, kokkur, þvottakona, hreingerningarkona, barnapía, baðari og klæðari og síðast en ekki síst einkabílstjóri!

Hef leynda ástríðu af skák og stefni á glæsta framtíð þar sem og í líkamsræktinni

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • DSC01825
  • DSC01751
  • DSC01829
  • DSC01808
  • DSC01703

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband