Home sweet home!

Jæja! Nú fer þessu senn að ljúka enda allar skákir búnar. Lokaumferðin var bara nokkuð góð og komu krakkarnir hvert á fætur öðru út af skákstað með bros á vör enda glöð yfir því að nú væri síðasta umferðin búin. Lokaumferðin var sú besta í allri ferðinni enda náðust inn 6 vinningar. Leikar fóru svo:

Sverrir 6 vinningar
Hjörvar Steinn 5,5 vinningar
Jóhanna Björg 5 vinningar
Svanberg 5 vinningar
Hallgerður 4,5 vinningar
Elsa María 4,5 vinningar
Dagur Andri 4,5 vinningar
Hrund 4,5 vinningar
Hildur Berglind 3 vinningar

Eftir að umferðinni var lokið tókum við strætó inn í Kemer. Það verður nú seint sagt um þann bæ að þar sé blómlegt líf. Kannski vegna árstíma en amk var ekkert sem hélt okkur í bænum. Við fengum okkur þó einhverskonar pizzu á ítalskri pizzeríu, kókið var bara mjög gott....Smile Kaffið sem átti að vera gott ítalskt kaffi reyndist vera instant Nescafe þó örlítið sterkara en á hótelinu. Við tókum því strætóinn fljótlega til baka og flestir byrjuðu að pakka niður. Einhverjir fóru á verðlaunaafhendinguna sem var býsna glæsileg en ekki nokkur leið að heyra það sem fram fór. Hver veit nema í framtíðinni verði einhverjir úr hópnum sem taka á móti verðlaunum á þessu móti! Hvað sem því líður erum við mjög ánægð með krakkana okkar enda hafa þau verið ótrúlega eljusöm og dugleg að stúdera og æfa sig meðan á mótinu stóð. Þetta er án efa frábært tækifæri, þá sérstaklega fyrir þau yngstu, og hvert mót sem þau taka þátt í gerir þau sterkari í framtíðinni. Mótsaðstaðan var alveg prýðileg en ég held að við getum öll tekið undir það að maturinn var orðinn afar leiðigjarn eftir 12 daga vistun á Limra hótelinu.

Við sitjum nú á flugvellinum í Istanbul þar sem við eigum eftir að bíða í þrjá tíma í viðbót. Meiri hluti hópsins lagði af stað frá hótelinu til Antalya kl. 1.30 í nótt og hefur því mjög lítið, ef eitthvað sofið. Þau lentu í Istanbul rétt rúmlega sex og hafa því beðið ansi lengi. Seinni hópurinn átti flug tveimur tímum síðar og höfum við nú sameinast hér á vellinum. Við eigum flug kl. 12.50 til London og þurfum að bíða þar í um fimm tíma eftir að komast heim með kvöldvélinni. Ef allt gengur upp og flug á áætlun langar okkur að reyna að taka taxa í Windsor og kíkja kannski í HogM eða bara fá okkur að borða! Það er býsna mikil þreyta í öllum eftir lítinn svefn og erfitt að sitja svona á flugvöllum lon og don. Krakkarnir eru samt ótrúlega hress og sitja í tölvunum, spila og viti menn... enn að tefla!

Það verður rosalega gott að koma heim í kvöld (trúlega vel eftir miðnætti) og skríða upp í sitt eigið rúm og knúsa litlu ungana sem heima eru.

Ég mun reyna að setja inn myndir frá ferðinni við fyrsta tækifæri.

Bless í bili....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þið eruð landi og þjóð til sóma!

:)

Ásta Kristín Svavarsdóttir (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Edda Sveinsdóttir

Höfundur

Edda Sveinsdóttir
Edda Sveinsdóttir

Ég er eiginkona og móðir fjögurra stelpna. Ég er líka hjúkka, kokkur, þvottakona, hreingerningarkona, barnapía, baðari og klæðari og síðast en ekki síst einkabílstjóri!

Hef leynda ástríðu af skák og stefni á glæsta framtíð þar sem og í líkamsræktinni

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • DSC01825
  • DSC01751
  • DSC01829
  • DSC01808
  • DSC01703

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 919

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband