Cabin crew prepair for landing!

Nú þegar komið er miðvikudagskvöld er maður bara orðin nokkuð sprækur og búin að bæta sér upp þetta mikla svefnlausa ferðalag. Hópurinn vakti meira eða minna í tvo sólarhringa þótt flestir hefðu nú náð að sofa eitthvað í hverri flugvél. Eftir þokkalegt fjögurra tíma flug frá Istanbul tók við fimm tíma bið á Heathrow í London. Þar held ég að allir hafi ráðist á pizzastaðinn sem seldi ljómandi fínar pizzur og víst er að enginn varð kátari en sjálfur Svanberg sem var með hvað mesta pizzafráhvarfið. Og ekki laust við að ég sjálf hafi verið alsæl með þessar pizzur enda kjúklingurinn orðin alveg meira en of mikill!

Kl. 20.30 á fimmtudagskvöldinu var svo tekið á loft frá London og tóm hamingja í hópnum enda síðasta flugið á langri leið og allir dauðþreyttir. Fljótlega eftir að sætisólaljósin slokknuðu var kallað upp: "Is there a medical doctor on board?" Fjölmargar bjöllur klingdu enda ávallt nóg af heilbrigðisstarfsfólki um borð í flugvélum (t.d. 3 í okkar hóp). Við fjölskyldan lokuðum augunum og reyndum að lúra smá en fljótlega gjall við í hátalarkerfinu: "Cabin crew prepair for landing". Við sofnuðum EKKI! Nei fjárinn sjálfur ég sofnaði ekki svona fast að við séum komin! Nei fólkið í kringum okkur var að opna matarbakkana. Og svo kom framhaldið: "Ágætu farþegar, við höfum núþegar snúið vélinni við og erum við það að neyðarlenda í Glasgow Frown, það er kona um borð sem hefur misst legvatnið og er of stutt gengin til þess að við getum tekið þá áhættu að hún fæði hér um borð." Svo birtist flugþjónninn svakalegi með ljósbláann risastórann ruslapoka og reif matarbakkana og allt sem þeim fylgdi af farþegum og sópaði ofan í pokann! Hallgerður, afmælisbarn dagsins, sat fyrir aftan mig og þurfti með trega að kveðja kvöldmatinn enda skiljanlega mjög svöng (langur tími liðinn frá pizzunni). Og lá við dynkjum þegar flugfreyjur og þjónar fleygðust í sæti og ólar um 2 sekúndum áður en vélin sleikti brautina. Hitt var svo málið að ekki náðist að tappa bensíni af vélinni fyrir lendingu þannig að hún lenti með yfirþunga sem þýddi frekari töf vegna útkalls flugvirkja og síðan átöppun á nýju bensíni og svo þurfti léttfættan skota til þess að koma á togaranum og ýta vélinni aftur frá stæði. Þetta gerðist á næstu einni og hálfri klukkustundinni eftir að umrædd ófrísk kona var flutt frá borði. Sumsé var aftur tekið af stað um miðnætti þegar Hallgerður var búin að ná því að eiga afmæli í 26 tíma samfellt og hefur því verið lengur 14 ára en margir aðrir einstaklingar.

Því næst var svöngum boðið upp á það sem eftir var af mat í vélinni og þeir sem voru saddir gátu aðeins lagt sig. Ein prinsessan úr hópnum svaf vært í fangi mínu alveg frá því að vélin fór í loftið í London og rumskaði ekki fyrr en á Leifsstöð og foreldrarnir vildu ólmir komast úr þessari löngu flugferð. Eftir gott hlaup í gegnum fríhöfnina fórum við rakleitt að færiböndunum með krosslagða fingur enda bjóst engin við því óvænta - að töskurnar, sem voru tékkaðar inn alla leið frá Antalya með tilheyrandi fyrirhöfn og tímavitleysu, myndu birtast á bandinu. En eins og Forrest Gump sagði svo eftirminnilega og á ekki við hér: "Shit happens!" því hver ein og einasta taska mætti samviskusamlega á færiband 1 í Leifstöð. Og haldið var heim á leið.

Kl. 3.30 vorum við komin undir sæng og 3.31 steinsofnuð!! Systurnar mættu vel þreytta og tefldu í Salaksóla á sveitamóti kl. 10 daginn eftir með fyrirtaksárangri enda vel tefldar.

Af fæðandi konu í vélinni okkar er það að frétta að hún fæddi barn við komuna í Glasgow. Drengur kom í heiminn 1.500gr og vegnaði þeim báðum ágætlega þegar af þeim fréttist seinni part föstudags. Miðað við fæðingarþyngd hefur konan því verið gengin ca 29-31 viku (af 40) og því um fyrirburafæðingu að ræða. Því má með sanni segja að ákvörðun flugstjóra, í samráði við lækni, hafi verið hárrétt enda sýndu allir farþegar vélarinnar þessu fullan skilning og þolinmæði! Þess má geta að mæðginin eru bresk.

Það er gott að vera komin heim í rythma lífsins aftur. Hitta og knúsa börnin sem eftir urðu. Sjá litla nýfædda barnið mitt ganga af öryggi og halda upp á fjögurra ára afmælið hennar Elínar Eddu sem á einmitt afmæli í dag.

Kæri ferðahópur, við þökkum innilega fyrir samveruna þessar tvær vikur í Tyrklandi og okkur er svo sannarlega farið að hlakka til næstu skákferðar í svona skemmtilegum félagsskap. Og einnig þökkum við fyrir frábæra þjálfun og hvatningu þjálfaranna sem hafa staðið vaktina frá morgni og langt fram á kvöld. Takk enn og aftur.

Edda og fjölskylda


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Edda Sveinsdóttir

Höfundur

Edda Sveinsdóttir
Edda Sveinsdóttir

Ég er eiginkona og móðir fjögurra stelpna. Ég er líka hjúkka, kokkur, þvottakona, hreingerningarkona, barnapía, baðari og klæðari og síðast en ekki síst einkabílstjóri!

Hef leynda ástríðu af skák og stefni á glæsta framtíð þar sem og í líkamsræktinni

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • DSC01825
  • DSC01751
  • DSC01829
  • DSC01808
  • DSC01703

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband