4.1.2008 | 13:47
Tíu þrautir Þrekmeistarans!
Ég verð nú seint sökuð um þolinmæði og að hugsa áður en ég framkvæmi enda bæði fljót að hugsa og framkvæmdaglöð í óhófi! Eftir að hafa kynnt mér hverjar þessar 10 þrautir þrekmeistarans væru, komst ég strax að þeirri sorglegu niðurstöðu að ég mun ekki geta keppt sem einstaklingur. 9 þrautir eru mér fullfærar og get ég auðveldlega þjálfað mig upp í þeim sem ég er ekki sterk í nú þegar. Það er hins vegar þessi eina sem mun verða mín endanlega hindrun. Uppseturnar, með olnboga í hné! Ógerlegt fyrir konu sem hefur farið í fjóra keisaraskurði og eina kviðslitsaðgerð á sixpakkinu. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir er mér ekki kleift að gera svo mikið sem eina slíka æfingu og hvað þá 60 í tímatöku. Ég get líklega gert allar aðrar magaæfingar upp á 10 enda með mjög sterka magavöðva utan þennan eina vankannt á hæfni minni.
Það er þó alls ekki öll von úti enn því það er líka hægt að fara í gegnum þrautina í 5 manna/kvenna liði og hef ég nú þegar farið af stað með leit eftir meðkeppendum og einhverjar strax sýnt áhuga. Það er meiri áhugi fyrir þessu en óskum mínum eftir skákþjálfun, kannski vegna þess að ég er betri að líkamsstyrk en skákfærni. En væri nú ekki gaman að sjá fjögurra stelpna móðir taka þátt á Stelpumóti Olís/Hellis í september næst komandi? Og fá amk. einn vinning (ekki skottuna)!! Mér finnst þetta frábært markmið og ætla að taka eina skák í dag...... ef einhver nennir að tefla við mig.
Um bloggið
Edda Sveinsdóttir
Tenglar
Skáktenglar
- Skákfréttir
- Skáksamband Íslands Heimasíða Skáksambands Íslands
- Taflfélagið Hellir Heimasíða Taflfélagsins Hellis
- Salaskólaskák Heimasíða Salaskóla
- Taflfélag Garðabæjar Heimasíða Taflfélags Garðabæjar
- Skákdeild Fjölnis Heimasíða Skákdeildar Fjölnis
- Skákskóli Íslands Heimasíða Skákskóla Íslands
- FIDE Heimasíða Alþjóðaskáksambandsins
- The week in chess
- Heimasíða heimsmeistaramótsins
Líkamsræktin
- Crossfitþjálfun crossfit.com
- CrossFit í Sporthúsinu CrossFit
- Þjálfun.is Þjálfun.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fín markmið hjá þér Edda og gleðilegt ár.
Þú hlýtur að ná að safna í lið. Ég ætla samt ekki að bjóða mig fram.
Varðandi skákkennsluna er ekki bara ráðið að hijacka kennurum dætrana og fá þá til að kenna þér líka. Annars var Lilja með skákkenslu fyrir konur hér fyrir ekki svo mörgum árum síðan og tilvalið að fara í að endurvekja það líka. Spurning hvort Bragi nái að skipuleggja slíkt námskeið. Svo bara skella sér í eins og eina skák í Deíldó 29 feb til 1. mars næstkomandi og eftir það verður ekki viðsnúið. Vigfús verður ekki vandræðum með að finna eins og eitt borð fyrir þig.
Þar að auki er þrælsniðugt að fara inn tefla á ICC (chessclub.com) og/eða Playchess.com og miða við það fara upp í ca. 1100-1300 stig í amk. 5 mínútna skákum, (mæli með 15 mín) áður en þú tekur þátt í fyrsta alvöru mótinu.
Svo er líka tilvalið að mæta á atkvöld eða hraðkvöld hjá Helli eða Grand prix hjá TR eða æfingar hjá td. Haukunum á þriðjudagskvöldum. Aðalatriðið er að hoppa útí djúpu laugina.
Páll Sigurðsson (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 16:01
Þetta er málið!! Takk fyrir Palli. Einmitt þessi stuðningur sem ég þurfti.
Var einmitt að bölsótast yfir því í gærkvöldi að hafa ekki tekið þátt í atkvöldinu hjá Helli. Var bara aðeins og sein að átta mig á því að ég get að sjálfsögðu stokkið beint útí. Annars er ég einmitt að setja upp icc á tölvuna mína svo ég geti teflt þar í friði meðan engin sér. Soldið pirrandi að tefla við Hildi meðan hún hlær af móður sinni.... En ég væri alveg til í að taka þátt í Deildó ef það verður laust borð í A-sveitinni (er að reyna að secreta þetta - er algerlega til!). Jóhanna hefur líka boðið sig fram til að kenna mér, en ef ég tefli við hana þá getur verið erfitt að fá einhvern til að passa á meðan.....(glötuð afsökun)
Edda Sveinsdóttir, 8.1.2008 kl. 23:01
Sæl Edda. Gaman að lesa bloggið þitt. Þrennt sem mig langar að koma á framfæri. 1) Það er ekki lengur ætlast til að olnbogar fari í hné í uppsetum heldur ofan við mið læri (sem er miklu, miklu léttara). 2) Þetta er sú æfing sem fólk gerir hvað verst í Þrekmeistaranum og dómarar eru minnst strangir í, 3) Ég trúi því ekki fyrr en ég sé það að manneskja sem æfir jafn mikið og þú og getur gert aðrar magaæfingar geti ekki þessa æfingu.
Kíktu í Sporthúsið milli 8:15 og 8:45 á laugardagsmorgunn og athugum hvort þetta er nokkuð ALVEG ómögulegt.
LG
Leifur Geir (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 22:40
Það var lagið....
Læt ekki segja mér þetta tvisvar sinnum og mæti svo sannarlega í fyrramálið með stýrunar í augunum. Það er alveg bannað að gera grín af mér hvort sem ég hef verið að rugla og get þetta bara ljómandi vel eða ef ég get þetta alls ekki.
Svo er það hvort hægt sé að komast inn í tækjasalinn - hann er jú að fyllast af glænýjum og girnilegum brennslutækjum sem flestir hafa beðið eftir!
Og Leifur! Ég hef ekki bara trú á sjálfri mér heldur líka kraftaverkum! Sjáumst í fyrramálið.
Edda Sveinsdóttir, 11.1.2008 kl. 13:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.