Með stóran marblett á lærinu

Já nú er það svart! Ég fékk þá frábæru hugmynd fyrir langa langa löngu að ég þyrfti að vera jafnkvik og Bruce Lee, jafn liðug og Van Damme, jafn lagin og Jackie Chan eða bara svarta beltismeistari í Ju Jitsu. Í kvöld tók ég fyrsta skrefið.....

Eftir að hafa byrjað daginn í Sporthúsinu í 1,5 tíma brennslu og magaæfingum tók við húsmóðurhlutverkið, einkabílstjóraverkefnin, móðurhlutverkið og kokkaverkefnin og því ljóst að ég yrði að enda daginn á einhverju öðru en þvottinum yfir Amazing Race svo ég skellti mér í gallann og rölti niður í Gerplu þar sem ég lá á gluggunum þar til ég rak augun í tvo gaura sem voru að berjast! Eitthvað hefur það virkað að skella sér í bleikan hlýrabol og setja á sig maskara því þeir komu fljótlega auga á mig og buðu mér inn. Eftir smá tíma komst ég að því að annar heitir Jorge og kemur alla leið frá Spáni en hinn heitir Birgir og er fæddur og uppalinn í Kópavogi. Báðir eru þeir bara nokkuð góðir í Ju Jitsu enda vafðir saman (þó hvor um sig) með svörtum beltum sem þeir hafa án efa unnið sér inn fyrir með því að leika þessar listir sínar fyrir framan grimma dómara. Þeir léku listir sínar fyrir mig um stund og buðu mér að taka þátt og þurfti nú ekki að segja mér það tvisvar, vippaði mér úr skóm og sokkum og hoppaði út á gólfið. Við hófum þessa allra fyrstu æfingu á grunnatriðum sjálfsvarnarlistar Ju Jitsu og mikið djö... var þetta gaman! Ég komst að því að ég á framtíð fyrir mér í þessu og get án efa fengið útrás á gólfinu í Gerpluhúsinu í hverri viku eftir erfiðar skákir (eða eitthvað annað). Fyrir einhver smá mistök fékk ég einn fót í lærið sem mun án efa orsaka risastóran marblett þar á morgun (sem er allt í lagi ef ég get gengið) en hvað sættir maður sig ekki við fyrir endorfínlosun! Það má líka vera að það læðist með einn og einn blár blettur á framhandlegg hægri handar en það skiptir heldur engu máli því ég mun læra að verjast 150kg hlunkum ef þeir á annað borð þora að áreita mig nokkurn tímann!!!

Þegar ég svo kom heim um tíuleytið var ég gripin af myndarlegum manni sem ég ákvað að berjast ekki við og dregin inn í bílskúr. Hefði kannski betur varist því eftir koss á kinnina var mér réttur klútur og sagt (reyndar beðin en það hljómar betur sem skipun) að þurrka bónið af nýju felgunum á fjölskyldubílinn. Hvað getur maður sagt annað en ekkert mál!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja, kannski að bardagalist eigi betur við þig en taflmennska.

kær kv.

Die alte

Anna (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Edda Sveinsdóttir

Höfundur

Edda Sveinsdóttir
Edda Sveinsdóttir

Ég er eiginkona og móðir fjögurra stelpna. Ég er líka hjúkka, kokkur, þvottakona, hreingerningarkona, barnapía, baðari og klæðari og síðast en ekki síst einkabílstjóri!

Hef leynda ástríðu af skák og stefni á glæsta framtíð þar sem og í líkamsræktinni

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • DSC01825
  • DSC01751
  • DSC01829
  • DSC01808
  • DSC01703

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband