Skákkverið

Á þriðjudagskvöldið setti ég upp hjá mér ICC og skráði mig inn. Eftir hvatningu frá Palla og leiðbeiningar frá Fúsa Hellisbúa var ég algjörlega til í slaginn þrátt fyrir langan dag og átök í Gerpluhúsinu. Skellti mér beint á bólakaf í djúpu laugina og ýtti á 15 mínútur. Strax kom inn áhugasamur skákmaður með 1687 ICC stig og til að gera stutta sögu mjög stutta þá var ég mát í 9 leikjum!!! Þegar ég var búin að jafna mig á því netta hláturskasti sem þessu fylgdi þá var ekki annað að gera en ýta á play again. Þetta er jú bara eins og að detta af hestbaki og skella sér á bak strax aftur. Í þetta sinn fékk ég andstæðing með tæp 1300 stig og lét hann hafa aðeins meira fyrir því að vinna mig. Nú þraukaði ég í 16 leiki áður en yfir lauk.

Í dag ákvað ég að halda áfram og tók á mig rögg því nú skildi ég þrauka lengur. Í þetta sinn var ég með svart á móti skákmanni með 1480 í 10 mínútna skák. Mér gekk alveg ágætlega gegn spænska leiknum en þegar ég var komin í smá vanda var ekki annað en að styðja sig við frumburðinn sem sat við sama borð að læra stærðfræði. Með smá leiðbeiningum tókst frúnni að vinna sínu fyrstu skák á netinu. Það er ljóst að börnin munu ekki aðstoða mig á mótinu svo ég verð bara að læra þetta sjálf og hef því dregið fram rykugt eintak af Skákkverinu og skákverkefnin sem Hildur Berglind fékk hjá Lenku og Omari í haust.

Miðað við komment frá eigin foreldrum þá sit ég nú og reyni að gera upp við mig hvort ég eigi að skella mér á aðra Ju Jitsu æfingu í kvöld eða takast á við skákþrautir. Þar sem þau hafa ekki trú á skákhæfileikum dótturinnar þá held ég að ég neyðist til þess að sanna mig á því sviði og reikna því frekar með að heilaleikfimin verði fyrir valinu. Nú rétt í þessu dettur mér í hug hvort hægt sé að vera með skáktölvu við þrekstigann í Sporthúsinu!!!

Jæja, kem börnunum í háttinn, tek úr þvottavélinni og tek svo ákvörðun um framhaldið....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Edda Sveinsdóttir

Höfundur

Edda Sveinsdóttir
Edda Sveinsdóttir

Ég er eiginkona og móðir fjögurra stelpna. Ég er líka hjúkka, kokkur, þvottakona, hreingerningarkona, barnapía, baðari og klæðari og síðast en ekki síst einkabílstjóri!

Hef leynda ástríðu af skák og stefni á glæsta framtíð þar sem og í líkamsræktinni

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • DSC01825
  • DSC01751
  • DSC01829
  • DSC01808
  • DSC01703

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband