14.1.2008 | 16:33
Í einstaklingskeppni eða liðakeppni?
Ég fór á blint stefnumót á laugardaginn við mikinn hjólagarp í Sporthúsinu. Hann vildi skera úr um hvort ég gæti gert uppseturnar góðu í Þrekmeistaranum eða alls ekki. Eftir að hafa elt Leif milli hinna ýmsu þrauta var komið að uppsetunum og JÁ ég neyðist til þess að viðurkenna það að ég hafði miklað þetta fyrir mér og hafði hreinar ranghugmyndir um þessa æfingu. Sumsé - tæknileg mistök!! Það vantar aðeins 5 cm upp á að ég geti gert þessa leiðindaræfingu rétta en það ætti að vera hægt að þjálfa upp! Minn veikleiki fyrir þetta mót er nú fyrst og fremst þolið. Uppseturnar er sú styrkæfing sem ég þarf að leggja mesta áherslu á og svo hlaup, róður og hjólið. Svo nú lítur út fyrir að ekkert standi í vegi mínum til að taka þátt!
Hér má svo sjá þessa alræmdu æfingar í Þrekmeistaranum:
http://www.fitness.is/gogn/trek/trekgreinar.pdf
Ég er samt með smá hnút í maganum því flestir eru að hræða mig á því hversu hrikalega erfitt þetta mót sé og ég þurfi að æfa miklu miklu meira! Hvar er hvatningin? Mig langar mjög mjög mikið að taka þátt og get vel hugsað mér að gera það með það markmið að leiðarljósi að komast í gegnum allar þrautirnar og ná að klára. Svo get ég bara tekið þetta á tímanum á næsta ári! Í morgun fórum við Kristján Jóns aðeins yfir þessar æfingar og ég held bara að hann hafi náð að sannfæra mig um eigin styrk. Nú er bara að taka sér þessa viku í mega púl og taka svo ákvörðun um næstu helgi eða hvað?
Um bloggið
Edda Sveinsdóttir
Tenglar
Skáktenglar
- Skákfréttir
- Skáksamband Íslands Heimasíða Skáksambands Íslands
- Taflfélagið Hellir Heimasíða Taflfélagsins Hellis
- Salaskólaskák Heimasíða Salaskóla
- Taflfélag Garðabæjar Heimasíða Taflfélags Garðabæjar
- Skákdeild Fjölnis Heimasíða Skákdeildar Fjölnis
- Skákskóli Íslands Heimasíða Skákskóla Íslands
- FIDE Heimasíða Alþjóðaskáksambandsins
- The week in chess
- Heimasíða heimsmeistaramótsins
Líkamsræktin
- Crossfitþjálfun crossfit.com
- CrossFit í Sporthúsinu CrossFit
- Þjálfun.is Þjálfun.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Auðvitað er þetta erfitt og auðvitað þarftu að æfa eins og skepna, til þess er leikurinn einmitt gerður! Það er það sem er skemmtilegt og gefandi. Við hvað ættirðu svo sem að vera hrædd? Það allraversta sem getur gerst er að þú kemst ekki í gegn þann 19. apríl, verður pínu spæld en í toppformi og ánægð með þig fyrir að hafa látið á þetta reyna. Það er miklu verra að reyna ekki og hafa alla ævina til að velta því fyrir sér hvað hefði nú gerst ef ég bara....
Leifur Geir (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 00:10
Ég verð ekki pínu spæld, ég verð ÓGEÐ spæld! Enda ætla ég að komast í gegn. Þið getið nú rétt ímyndað ykkur hvað ég verð flott í nýja bikiníinu í sumar þegar ég verð komin í þetta súper flotta toppform sem ég græði á öllum þessum hamagangi. Það sagði engin að lífið væri létt og svo get ég svo sannarlega verið skepna þegar mér hentar!!
Edda Sveinsdóttir, 16.1.2008 kl. 19:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.