Thinker eða Doer?

Neibb! Það verður seint sagt um mig að ég sé svartsýn eða neikvæð og finnst sumum jafnvel að bjartsýni mín fari fram úr mjög góðu hófi oft á tíðum. En hvað með það? Væri ég það sem ég er í dag ef ég hefði efast? Hver veit...  Ég veit hins vegar að það er svo miklu auðveldara að lifa lífinu glaður og kátur, jákvæður og bjartsýnn með trú á sjálfan sig! Bölsýnisfólki leiðist ábyggilega mjög í kringum mig því ég hef þá tilhneigingu að verða "devils advocate" þegar það byrjar að kyrja vonleysi sitt. Það fer mér illa að vera meðvirk, hef reynsluna af því, svo ég reyni frekar að hvetja fólk með jákvæðri gagnrýni og hrósum. Ég er viss um að ég hef náð til margra þannig og mitt helsta markmið í uppeldinu er einmitt að höfða til hæfileikana og jákvæðra viðhorfa. Uppeldið er þó eilífðarverkefni sem aldrei líkur en með tíð og tíma mun ég sjá árangurinn.

Í dag er ég ákveðin!! Ég er framkvæmdarmanneskja en hugsa samt alltof mikið. Ég ætla að taka þátt. Í morgun tók ég fyrstu formlegu undirbúningsæfinguna fyrir Þrekmeistarann og hún var býsna erfið því ég keyrði mjög á hraðann og þar með þolið, bæði vöðvaþol og lungnaþol. Ég veit að ég mun ná árangri ef ég held mig við efnið svo það ætti ekkert að geta stöðvað mig svo lengi sem dæturnar eru sæmilega frískar. Ef eitthvað klikkar þá bara klikkar það en þegar ég set mér markmið - þá næ ég þeim! Jahh, nema kannski þetta með strákinn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyrðu frábært hjá þér kona góð!!!

Ég myndi svo glöð vilja taka þátt í þessu líka en hef ekki enn náð þeim áfanga að ég keppi við nokkurn mann um neitt á sviði íþrótta á næstunni. Vildi óska að ég gæti endurheimt úthald og styrkleika og svo ég tali ekki um líkamlegt form á einni viku sem ég var í fyrir þónokkrum árum... já allt of mörgum...  Þá myndi ég skrá mig strax. Þú sérð ekki eftir þessu Edda þú getur þetta vel og gleymdu því ekki að HUGURINN BER MANN HÁLFA LEIÐ! Þannig að þú ert nú komin ágætan spöl Ég er ekkert smá stolt af þér að standa í þessu og þakka þér fyrir eldmóðinn... því þú ert smitandi

Áfram stelpa þú getur þetta!!! Ásta pásta

Ásta K. Svavarsd. (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 18:29

2 Smámynd: Edda Sveinsdóttir

Takk elsku Ástan mín!

Það er frábært að fá hvatningu en hvað stendur í vegi þínum? Eitt til fjögur börn? Frábær barnapössun í Sporthúsinu, svo ég tali nú ekki um félagsskapinn
Annars hef ég varla gefið eftir í brennslu síðan ég kom af æfingunni í morgun. Ætli einhver hafi reiknað út hvað maður brennir miklu við að ryksuga og skúra rúma 200fm. Eða djúphreinsa tvö barnaherbergi þannig að út fara tveir svartir ruslapokar og annað eins af fatnaði! Væri fróðlegt að sjá þær tölur.

Ætli ég verði ekki að skjótast inn á bað og spúla hópinn upp úr baðinu, koma þeim í háttinn og halda svo áfram!

Edda Sveinsdóttir, 16.1.2008 kl. 19:41

3 identicon

Hæ kjútust :o)

Til hamingju með ákvörðunina! Ef ég reyni að fylgja þér eftir í hálfa leið, þrisvar í viku... þá ætti ég hugsanlega að missa nokkur kíló í leiðinni - hehe. Vonandi kemst ég að fylgjast með þér keppa - það væri geðveikt fjör... enda þarf ég að æfa mig fyrir klappliðið sem er ákveðið markmið!  Ég styð þig 100% og hlakka til næstu vikna.  Kv. Hildurin

Hildur "gufubað wannago" (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 20:42

4 identicon

Hehe er búin að vera í leikfimi í 2mán á 2 eftir á sömu stöð aldrei að vita nema maður breyti þá til og fari í Sporthúsið. Það virðist hafa gríðarleg áhrif! Haltu áfram á sömu braut;)

Ásta

Ásta K. Svavarsd. (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Edda Sveinsdóttir

Höfundur

Edda Sveinsdóttir
Edda Sveinsdóttir

Ég er eiginkona og móðir fjögurra stelpna. Ég er líka hjúkka, kokkur, þvottakona, hreingerningarkona, barnapía, baðari og klæðari og síðast en ekki síst einkabílstjóri!

Hef leynda ástríðu af skák og stefni á glæsta framtíð þar sem og í líkamsræktinni

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • DSC01825
  • DSC01751
  • DSC01829
  • DSC01808
  • DSC01703

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband