22.1.2008 | 13:35
Bekkpressan með bros á vör
Í morgun var tekið á því þótt fyrr hefði verið. Við Hildur mættum frekar seint í morgun og tókum mánudagsplanið sem samanstendur af hlaupum, róðri, hjóli og efri partsæfingum. Það má segja að salurinn hafi titrað svo mikill var hamagangurinn. Kannski hafði það smá áhrif að einnig var verið að smíða, bora, mála og hamra í Sporthúsinu enda er aðstaðan að verða betri og betri með hverjum deginum. Svo kom nú að bekkpressunni sem ég hef nú reyndar ekki gert lengi. Ekki er skynsamlegt að skella sér á bekkinn og kippa 20 kílóa stöng og sveifla henni upp og niður án þess að vita hvað maður er að gera. Þá var bara eitt að gera sem var að sjálfsögðu að grípa til daðurstækninnar . Að þessu sinni fólst hún í því að ganga um lyftingarsalinn og brosa blítt í kringum sig. Fljótlega kom ég auga á stórann, sterkann og stæðilegan mann sem talaði ágæta íslensku. Spurði fyrst hvað stöngin væri þung og þar sem ekki stóð á svarinu kom næsta spurning alveg óhindruð! Ertu nokkuð til í að aðstoða mig, æ bara svo ég sé viss um að ég sé að gera rétt??? Áður en ég vissi af var þessi ágæti maður orðin bekkpressuþjálfarinn minn nr. 1. Veit ekki lengur hvað ég gerði oft eða hve lengi en ég tók þungt og kláraði æfinguna og rúmlega það. Það sem meira er þá tók Hildur feykna vel á því líka enda þorðum við ekki annað en að segja já ok......
Þegar kom að armbeygjunum kom ungur maður til okkar og bauð fram aðstoð sína og hver segir nei við því? Ekki svo að skilja að við höfum verið eitthvað lúralegar við þetta. Hann vildi bara láta okkur vita að nú bjóði Sporthúsið upp á aðstoð í tækjasal á þriðjudags og miðvikudagsmorgnum. Kom sér líka svona vel því það var önnur æfing sem ég vildi gjarnan fá á hreint enda legg ég mikið upp úr því að gera allar æfingar réttar. Dead lift! Veit hvernig hún er en mikilvægt að gera rétt svo bakið verði ekki fyrir hnjaski. Ungi þjálfarinn fylltist áhuga þegar við drógum fram æfingarplanið og fannst án efa skemmtilegra að leiðbeina okkur skvísunum sem höfðu háleit markmið frekar en körlunum sem voru að dóla sér þarna á undan okkur! Við kvöddum þjálfarann sem tók af okkur loforð um að hittast aftur fljótlega og renna yfir fleiri æfingar með okkur mtt. hversu langt er hægt að gang t.d. í uppsetunum með að færa hnén á móti olnboganum!!! Sum sé tvöfallt óvænt deit í morgun. Ekki skal gleyma því að frú Edda endaði þessa þriðjudagsæfingu með 30 megaflottum armbeygjum. Það skal tekið fram að við taka nú skúringar og önnur heimilisþrif svo handleggjunum verður ekkert hlíft í dag. Ég þarf þó að eiga eitthvað eftir svo ég geti skipt um bleiu á Þórdísi án aðstoðar og síðast en ekki síst væri kostur ef ég gæti lyft pönnunni á eldavélina og eldað kvöldmat í kvöld!
Um bloggið
Edda Sveinsdóttir
Tenglar
Skáktenglar
- Skákfréttir
- Skáksamband Íslands Heimasíða Skáksambands Íslands
- Taflfélagið Hellir Heimasíða Taflfélagsins Hellis
- Salaskólaskák Heimasíða Salaskóla
- Taflfélag Garðabæjar Heimasíða Taflfélags Garðabæjar
- Skákdeild Fjölnis Heimasíða Skákdeildar Fjölnis
- Skákskóli Íslands Heimasíða Skákskóla Íslands
- FIDE Heimasíða Alþjóðaskáksambandsins
- The week in chess
- Heimasíða heimsmeistaramótsins
Líkamsræktin
- Crossfitþjálfun crossfit.com
- CrossFit í Sporthúsinu CrossFit
- Þjálfun.is Þjálfun.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér finnst geðveikt fyndið að hafa verið að púla í bekkpressu... og núna get ég varla lyft handleggjunum - og finn svoleiðis hvernig vöðvarnir eru að springa fram - svona HULK fílingur í þessu... það liggur við að ég stöðvi fólk á götu til að leyfa þeim að þreifa á upphandleggjunum mínum. Ég er kannski að breytast í svolítinn perra í þessu þreki með þér Edda mín ;o)
Hildur bekkpressa (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 14:15
Vá hvað það er gaman hjá ykkur:) Þið ættuð að athuga með % hjá Sporthúsinu þið eruð svo góð auglýsing.... sjáumst eftir 6 vikur!
Ásta (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 09:31
Eftir 6 vikur?? Því ekki fyrr?
Edda Sveinsdóttir, 24.1.2008 kl. 15:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.