Hið óvænta í lífinu

Jebb það kom á óvart að Villi væri aftur að taka við borginni og það með Ólafi. Mér finnst samt mjög skrýtið hve vinstri menn eru hissa á þessu öllu saman. Léku þeir ekki nákvæmlega sama leikinn fyrir nokkrum mánuðum? Baktjaldamakk hefur alltaf fylgt pólitíkinni um mun ávallt gera. Upp úr því koma óvæntar uppákomur og það getur líka verið skemmtilegt. Dag hef ég þekkt síðan ég var í stúdentapólitíkinni hér um árið og áttum við fín samskipti þar enda um skemmtilegan karakter að ræða. Gísla Martein þekki ég af sama vettvangi en var líka á sama tíma og hann í Verzló hér um árið. Mér fannst lætin í Ráðhúsinu í hádeginu í dag vera dónaleg og þessum ungu stuðningsmönnum vinstri manna ekki til framdráttar. En hvað sem því líður þarf ég ekki að velta mér upp úr vanda Reykjavíkurborgar þar sem ég er Kópavogsmær með öllu og verð örugglega bæjarstjóri Kópavogs fyrr en varir Tounge. En þangað til ætla ég að vera mamma, hjúkka og síðast en ekki síst þrekmeistari!!!

Það kom mér líka á óvart í gær þegar ég fór 100 uppstig á of háan kassann með 5kg lóð í hvorri hendi. Þetta var ógeð erfitt en eftir æfinguna réði ég mér viðskiptafræðing sem þjálfara og klappstýru númer 1. Ég er ekki viss um að ég hefði klárað ef Hildur hefði ekki verið með mér! Svo tóku við uppseturnar ógurlegu og fór ég 30 stykki alla leið án hlésWizard. Ekki bara óvænt heldur líka kraftaverk. Ég gerði 70 æfingar með 2 stuttum hléum svo ég næði andanum og af þessum 70 voru 40 alveg réttar. Mér finnst ég færast nær einstaklingskeppninni með hverjum deginum sem líður. Það er ljóst að Hildur verður að fylgja mér alla leið og hver veit nema á endanum keppi hún bara líka. Elsku Hildur þú gerir þér án efa grein fyrir mikilvægi þínu í þessari þjálfun og að þú færð aðallega greitt með ást minni og umhyggju en það er einmitt sá gjaldmiðill sem ég nota á dæturnar fyrir létt heimilisstörf. En við munum áreiðanlega skála apríl í ísköldu kampavíni.

Það eru hins vegar fleiri óvæntir þættir í lífinu og það eru óvissuþættirnir eins og veikindi barna en ég er heima í dag með tvö veik millistykki. Á morgun hef ég þó pössun ef veikindin vara enn svo ég verð hreinlega að púla tvöfallt á hverri æfingu - ekki satt?

Fleiri óvæntir hlutir hafa átt sér stað sl. daga. Jóhanna Björg kom sjálfri sér skemmtilega á óvart þegar hún vann Helga Brynjars í 8. umferð Skeljungsmótsins í gær. Jóhanna sem er alltaf með svart þegar hún teflir við Helga satt og stúderaði vel og lengi fyrir umferðina því nú skildi tapvítahringurinn með Helga vera brotinn upp! Æfingin skapar meistarann - það fer sko ekki á milli mála. Og svo má síðast nefna að eftir rúmlega 5 ára búsetu í núverandi húsnæði hafa hjónin tekið sig til og sett upp handklæðaslár, gengið frá hurðarhúnum/læsingum og þess háttar! Já lífið getur endalaust komið á óvart!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að vita að allt gengur vel. Frábært að Jóhanna Björg vann skákina í gær.

Kær kv.

Amma Kóp. 

Anna Björg (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 17:41

2 identicon

Gott að allt gengur vel Edda. Sé að það er hugur í þér! Fylgistu með okkur á blogcentral.is/workout? Það verður ÞM rennsli eftir rúma viku sem þú ættir alls ekki að missa af (taka stöðuna og fá feedback á styrkleika og veikleika) og hittingur heima hjá mér á fimmtudagskvöld, þú ert að sjálfsögðu velkomin ef þú kemst frá börnum og búi.

Leifur Geir (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Edda Sveinsdóttir

Höfundur

Edda Sveinsdóttir
Edda Sveinsdóttir

Ég er eiginkona og móðir fjögurra stelpna. Ég er líka hjúkka, kokkur, þvottakona, hreingerningarkona, barnapía, baðari og klæðari og síðast en ekki síst einkabílstjóri!

Hef leynda ástríðu af skák og stefni á glæsta framtíð þar sem og í líkamsræktinni

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • DSC01825
  • DSC01751
  • DSC01829
  • DSC01808
  • DSC01703

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband