Hildur Berglind Íslandsmeistari barna u-10 ára 2008

Íslandsmót barna u-10 Stúlkur 1. - 4. sætiIMG_6288Þessi laugardagur var helgaður skák eins og svo margir aðrir hjá Skjólsalafjölskyldunni. Við byrjuðum morgunin í Skákskóla Íslands þar sem var að hefjast nám á vorönn og Hildur Berglind verður í framhaldsflokknum næstu 10 vikurnar. Eftir æfinguna var svo brunað heim og börnin fóðruð og gerð tilbúin fyrir mót dagsins. Íslandsmót barna undir 10 ára fór fram í húsnæði Skáksambandsins og TR milli 13-18. Nýta þurfti báða salina þar sem fjöldinn fór langt fram úr væntingum enda rúmlega 100 krakkar undir 10 ára aldri sem hófu þar keppni. Telfdar voru 8 umferðir og umhugsunartími 15 mínútur á mann. Litlu stubbarnir mínir tveir, Elín Edda og Þórdís Agla voru á staðnum fyrstu tvær umferðirnar en svo kom pabbinn og bjargaði þeim og fór með þær í heimsóknir til ömmu og afa! Hildur Berglind var eini keppandinn úr okkar fjölskyldu en ég og Jóhanna Björg komum skákstjórn til aðstoðar og skráðum niðurstöður og héldum um pörun enda nóg að gera fyrir þrjá skákstjóra á jafnfjölmennu barnamóti. Krakkarnir stóðu sig ótrúlega vel og má nefna að tveir leikskólastrákar fæddir 2002 tóku þátt í mótinu. Það kom líka skemmtilega á óvart hve margar stelpur tóku þátt.

Veitt voru verðlaun fyrir 1. - 3. sæti í heildina auk þess sem voru veitt sérstök stúlknaverðlaun (eins og hefur tíðkast í skákinni) fyrir 1. - 3. sæti. Einnig eru ávallt veitt verðlaun fyrir Íslandsmeistara í hverjum aldursflokki fyrir sig, þ.e. hvern árgang. Í fyrra vann Hildur sinn aldursflokk og í ár varð Hildur Íslandsmeistari stúlkna undir 10 ára með 5,5 vinning af 8 mögulegum. Þess má nú líka geta að annarri tapskákinni tefldi hún gegn Kristófer Gautasyni úr eyjum sem vann mótið! Hildur hefur annað tækifæri á Íslandsmeistaratitli stúlkna því sérstakt Íslandsmót stúlkna verður haldið 9. febrúar nk og mun sigurvegari í aldursflokknum 12 ára og yngri vinna sér inn rétt til þátttöku á norðurlandamóti stúlkna sem haldið verður í Osló sömu helgi og Þrekmeistarakeppnin verður haldin. Líklegt er að Jóhanna Björg muni fara til Osló en mikið væri nú gaman ef þær systurnar ættu báðar kost á að fara aftur saman í keppnisferð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjartanlegar hamingjuóskir með Íslandsmeistaratitilinn Hildur Berglind!!!

Áfram Hildur, við í Álfatúni erum rosalega stolt af henni og hinum stelpunum þínum Edda

Kveðja frá Ömmu Kóp.

Anna Björg (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 15:52

2 identicon

Bara snillingur Hildur Berglind! Til hamingju með þetta!

Ásta (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Edda Sveinsdóttir

Höfundur

Edda Sveinsdóttir
Edda Sveinsdóttir

Ég er eiginkona og móðir fjögurra stelpna. Ég er líka hjúkka, kokkur, þvottakona, hreingerningarkona, barnapía, baðari og klæðari og síðast en ekki síst einkabílstjóri!

Hef leynda ástríðu af skák og stefni á glæsta framtíð þar sem og í líkamsræktinni

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • DSC01825
  • DSC01751
  • DSC01829
  • DSC01808
  • DSC01703

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband