Mánudagur til mæðu...

Mikið geta mánudagar verið ógeð erfiðir! Ég skreið inn í Sporthúsið rétt fyrir tíu í morgun, kom örverpinu fyrir hjá henni Freyju og fór á hlaupabrettið samkvæmt æfingaplaninu. Er byrjuð að hækka hallann smám saman en mikið sem lífið var erfitt þessar 10 mínútur! Næst var það 1km róður sem hafðist á nokkuð góðum tíma svo við Hildur viðskiptafræðimenntaði þjálfarinn minn vorum sáttar. Við tóku lóðin, svo sem bekkpressan og fleira. Gekk það allt ágætlega en einhver þreyta í frúnni. Sjálfsagt vegna þess að fröken Elín Edda taldi sig sjá fullt fullt af pöddum í rúminu sínu um fjögurleitið í nótt og var með þónokkuð vesen sem raskaði nætursvefni örverpisins líka Blush en kannski þarf ég líka að borða meiri morgunmat en ég er vön að gera núna þegar ég er að keyra á vöðvaþolið. AB mjólk með músli eða próteinshake er venjulegur morgunmatur hjá mér en svo líður alltaf um klukkustund þar til ég er komin á æfinguna. Verð greinilega að skoða þetta nánar. Annars er prógramið það langt að ég næ ekki alltaf að klára allar 10-11 æfingarnar á þeim rúma klukkutíma sem ég hef í salnum. Ég neyðist víst til þess að sækja barnið í barnagæsluna!! Verð þó trúlega að fara að fórna sturtutímanum og vera lengur í salnum ef ég á að ná þessu öllu saman fyrir miðjan apríl. Meira að segja armbeygjurnar 30 voru teknar með tveimur stuttum pásum í dag og uppseturnar töluvert erfiðari en fyrir helgina. En svona getur lífið verið!

Ég er ekki bara að byggja upp vöðvaþol þessa dagana heldur líka draslþol þar sem heilu skáparnir, frystikistan og ýmis útvistarfatnaður skreytir borðstofuna hjá mér þessa viku. Verið er að taka bílskúrinn í gegn, leggja í gólfið til að leiðrétta hallann og svo á að leggja epoxisteinsalla yfir allt bílskúrsgólfið svo maður geti spókaði sig um þar inni í sparifötunum! Ég hef líka verið að stinga upp á því við eiginmanninn að kannski væri sniðugt að koma upp smá æfingaraðstöðu þarna inni en áhuginn er akkurat engin enda er bílskúrinn heilagt athvarf eiginmanna - eða svo er mér sagt! Ég er viss um að margar konur þekkja það að þegar von er á gestum þá hafa eiginmennirnir gjarnan þá tilhneigingu að laga til í bílskúrnum Crying. Ég skil þetta vonandi þegar ég verð eldri...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ skvís - ég veit að ég hef sagt þetta við þig persónulega en það er alveg ágætt að auglýsa þetta líka aðeins "INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ STELPURNAR ÞÍNAR Í SKÁKINNI"... hehe

Meðan litlu skvísurnar eru í heilaleikfimi þá er ágætt að mamman sé í þeirri physical... Spurning að skella bara eggi og beikoni á pönnuna með pönnukökum og sírópi til að fullnægja mallakútnum áður en haldið er af stað í leikfimina... hehe ... og smá kampavín og appelsínusafa til að verða léttur á því aftur!?!?!  Hummmmm hugdetta. Annars er bara að fara að horfa á Rocky I, II, III, IV og ... (eru þær fleiri?) aftur og koma sér upp almennilegu æfingaprógrammi!

Hildur "trainer" (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 22:16

2 identicon

Hæ Súpermamma! Dáist að dugnaði þínum og drifkrafti. Annars skil ég þetta ekki heldur með bílskúrinn... maður þarf að vera ansi lunkinn til að fá að geyma eins og eina snjóþotu og nokkur box af jólaskrauti... því svona hlutir eiga alls ekki heima í bílskúr eða svo er mér sagt! En þessi bílskúr var byggður vegna þess eins að ég samþykkti það með því skilyrði að ég fengi athvarf fyrir eitt stykki frystiskáp ekki kistu og skyldi staðsettur við dyrnar út í garðinn og hvergi annars staðar... en hann er ekki kominn enn og kemur líklega ekki fyrr en ég sjálf kaupi hann og set hann þar sem hann Á að vera!  Haltu áfram að vera dugleg í leikfimini vonandi hefurðu fengið nætursvefn;)

knús Ásta

Ásta (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Edda Sveinsdóttir

Höfundur

Edda Sveinsdóttir
Edda Sveinsdóttir

Ég er eiginkona og móðir fjögurra stelpna. Ég er líka hjúkka, kokkur, þvottakona, hreingerningarkona, barnapía, baðari og klæðari og síðast en ekki síst einkabílstjóri!

Hef leynda ástríðu af skák og stefni á glæsta framtíð þar sem og í líkamsræktinni

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • DSC01825
  • DSC01751
  • DSC01829
  • DSC01808
  • DSC01703

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband