Veik börn

Var komin í æfingargallann og byrjuð að koma stelpunum á fætur þegar sú næst yngsta sýndi lítil viðbrögð og sagðist vera þreytt. Elín Edda þreytt eftir klukkan átta að morgni er mjög óvenjulegt enda er það hún sem bíður í rúminu sínu þar til hún heyrir í vekjaraklukku foreldranna og veit þá að það er komin dagur! Unginn var hitalaus og mamman þráaðist við að gera allt tilbúið og koma hinum út úr húsi. Klukkan hálf níu varð ég þó að játa mig sigraða og sætta mig við að vera heima með veikt barn - aftur! Veit reyndar ekkert hvað er að henni. Hún er hitalaus, þreytt, "sorgmædd" í maganum - ekki svona úrill í maganum eins og þegar maður þarf að gubba, heldur bara "sorgmædd" í maganum! Nú þegar klukkan er orðin hálf ellefu ákvað  ég að fara úr æfingargallanum og í sómasamleg föt enda frekar ólíklegt að ég nái æfingu í dag. Á sunnudaginn stefni ég á að hitta þrekmeistarahóp Sporthússins þar sem á að fara yfir greinarnar eða taka eina generalprufu. Er reyndar býsna kvíðinn fyrir þessu því þau hafa öll tekið þátt áður og hljóta því að vera hrikalega öflug. Í kvöld fer ég reyndar og ætla að hitta hópinn. Það verður spennandi enda veitir mér ekkert af að fá góð ráð og kannski svolítið pepp Cool

Við hjónin ílengdumst fyrir framan sjónvarpið í gærkvöldi og enduðum á því að horfa á heilan Opruh þátt. Það gerist sjaldan hjá okkur báðum! Í gær ræddi hún um The Secret. Mjög áhugavert! Ég er reyndar komin vel inn í miðja bók og búin að horfa á myndina. Það var samt gaman að hlusta á fólkið í þættinum því það var að benda á þætti sem maður kannski meðtekur ekki strax. Ég fór strax að heimfæra hugsunarháttinn á mínar hugsanir og gildi. Fann að ég er að gera rétt með því að taka ákvörðun um að stefna á Þrekmeistarann. Í fyrsta lagi er þátttakan  eitthvað sem mig langar til að gera og þá kemur að því sem er í öðru lagi og sennilega eina leiðin til þess að ná árangri og það er að framkvæma! Nú er ég að framkvæma og geri ekki ráð fyrir öðru en að ná árangri Wizard

Annars er framundan frábær helgi og ekki síður annasöm. Alþjóðlegt meistaramót Hellis hefst á morgun kl. 10 og eru væntanlegir 10 erlendir unglingar til landsins á næsta sólarhring. Jóhanna Björg mun taka þátt í mótinu sem verður án efa spennandi og skemmtilegt enda nokkuð álíka sterkur hópur að keppa. Af 29 keppendum er Jóhanna nr 20 í styrkleika en fjölmargir keppendur eru með um og yfir 2000 stig. Jóhanna stóð sig mjög vel á Skeljungsmótinu og hækkaði töluvert þar á stigum sem koma fram á næsta stigalista. Nú er bara um að gera að standa sig vel á þessu móti líka.  Á þessari slóð er svo hægt að fylgjast með úrslitum jafnóðum og þau birtast:

http://chess-results.com/tnr9799.aspx?tnr=9799&art=0&lan=1&flag=30&datatyp=2&mm=-1&m=-1

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Edda Sveinsdóttir

Höfundur

Edda Sveinsdóttir
Edda Sveinsdóttir

Ég er eiginkona og móðir fjögurra stelpna. Ég er líka hjúkka, kokkur, þvottakona, hreingerningarkona, barnapía, baðari og klæðari og síðast en ekki síst einkabílstjóri!

Hef leynda ástríðu af skák og stefni á glæsta framtíð þar sem og í líkamsræktinni

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • DSC01825
  • DSC01751
  • DSC01829
  • DSC01808
  • DSC01703

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband