4.2.2008 | 11:33
Að spýta blóði eða gefast upp?
Eftir að hafa sinnt veikum börnum í nokkra daga og setið yfir skákmót var komið að því að prufa rennslið í Þrekmeistaranum. Jebb! kl. 10 í gærmorgun skrölti ég inn í Sporthúsið, smá kvíðin en líka svolítið spennt. Hópurinn var saman komin í salnum og var þegar byrjaður tímatöku. Þar sem ég mætti nánast síðust þá mátti ég bíða um það bil klukkustund áður en kom að mér. Það var reyndar mjög gott þar sem ég gat fylgst með þessu vana fólki fara í gegnum þrautirnar og lært af því! Flestir í hópnum hafa keppt áður en þó er amk ein ásamt mér að fara í fyrsta skipti. Stelpurnar voru að keyra prógramið á 24 -29 mínútum sem mér finnst nokkuð gott. Það má reyndar taka það fram að við þurftum að hlaupa um salinn milli tækja sem þarf ekki að gera í sjálfri keppninni þar sem öll tækinn eru staðsett hlið við hlið. Meðan ég fylgdist með krökkunum keyra þetta svona súper vel þá fylltist ég svolitlum kvíða og varð eiginlega bara hrædd við þetta allt saman. Hugsaði meira að segja hvort ég væri biluð! Kannski ekki ný hugsun en átti svo sannarlega vel við í morgun.
Svo kom röðin að frú Eddu! Fyrsta æfingin var hjólið 1,5 km og svo strax á eftir róður 500 m. Gekk bæði nokkuð vel en fann þó fyrir mæði enda þolið einn veikasti hlekkurinn. Þriðja æfingin var niðurtog 25 kg x 50 og hlaupið þaðan beint í fótalyfturnar 60. Þegar þarna var komið var frúin orðin býsna móð og þreytt en tók samt armbeygjurnar með einni stuttri pásu. Svo voru það uppstigin og þá var verulega farið að halla undan fæti!!! Eftir 40 uppstig var mér allri lokið. Hugsanir farnar að ganga út á það að gefast upp, hvort ég væri geðveik að ætla mér þetta helvíti og svo framvegis. Svo leit ég í augun á stelpunum sem hvöttu mig með ráðum og dáðum. Pásan varð helst til löng en ég keyrði í gang aftur og klárað 100 ógeðsleg uppstig með blóðbragð í munninum og stutt í tárin. Þá voru aðeins þrjár æfingar eftir, hver annarri erfiðari en ég vissi að ef ég þraukaði magaæfinguna þe. uppseturnar þá myndi ég lifa þetta af. Ég tók fyrstu tuttugu magaæfingarnar alla leið en þó með öndina í hálsinum. Síðustu 40 voru lélegar og náðu fæstar þeirra upp að læri en með pásu náði ég þó að klára æfinguna og skreið nánast yfir salinn á hlaupabrettið sem var stillt í 10% halla sem heitir á íslenskri tungu brekkuhlaup! Þar voru 800 m sem biðu mín og ég átti ekkert eftir af orku né þoli. Ég drattaðist áfram á afar hægri stillingu fyrstu 300m svo smá jók ég ferðina og endaði í röskri göngu í stillingu 6,5. Ég er ekki viss hvort þessir 800m tóku 11 mínútur eða 13 mínútur en ég lauk þeim og þambaði úr brúsanum. Þá var bekkpressan ein eftir. Ég hef nú aldrei verið í vandræðum með þyngdirnar þar en þessi 25kg voru líkt og 300kg í þetta skiptið. Tók samt fyrstu 25 lyfturnar með sóma, pásaði aðeins og hristi armana (sem höfðu ekkert lengst við upplyfturnar með lóðum!) tók næstu 10, dróg andann og kláraði síðustu 5. Þar með var hringnum lokið á löngum 38,32 mínútum. En ég lifði og er svakalega ánægð að hafa klárað enda voru nokkur móment þar sem ég var við það að játa mig sigraða!
Í dag er ég reynslunni ríkari og veit hvað ég þarf að þjálfa betur. Það er fyrst og fremst þetta lélega þol sem hefur fylgt mér alla tíð. Kannski hef ég verið of góð við mig í gegnum árin - ég veit ekki! En ég veit þó að ég er með margfallt betra þol í dag en fyrir hálfu ári svo ég get verið stolt af því! Nú veit ég líka að ég á eitthvað til að stefna að og er viss um að ég get bætt mig svo um munar. Það er því draumur minn núna að ná niður í 30 mínútur í næsta rennsli.
Að lokum vil ég þakka stelpunum þennan frábæra stuðning meðan ég var að hamast. Ef þið hefðuð ekki verið þarna til að hvetja mig áfram hefði ég mögulega gefist upp. Já og Guðrún, þú náðir algjörlega til mín þarna á brettinu á lokasprettinum. Takk fyrir mig!
Það var nánast örgmagna frú Edda sem skrölti út í bíl og fór á skákstað þar sem við tók samlokugrillun og vöfflugerð!
Um bloggið
Edda Sveinsdóttir
Tenglar
Skáktenglar
- Skákfréttir
- Skáksamband Íslands Heimasíða Skáksambands Íslands
- Taflfélagið Hellir Heimasíða Taflfélagsins Hellis
- Salaskólaskák Heimasíða Salaskóla
- Taflfélag Garðabæjar Heimasíða Taflfélags Garðabæjar
- Skákdeild Fjölnis Heimasíða Skákdeildar Fjölnis
- Skákskóli Íslands Heimasíða Skákskóla Íslands
- FIDE Heimasíða Alþjóðaskáksambandsins
- The week in chess
- Heimasíða heimsmeistaramótsins
Líkamsræktin
- Crossfitþjálfun crossfit.com
- CrossFit í Sporthúsinu CrossFit
- Þjálfun.is Þjálfun.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta var frábært hjá þér!!! Sýndir mikinn karakter og vilja með því að klára helv... brautina.... einhverjir hefðu nú gefist upp
Soffía (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 12:39
Þú ert hetja Edda. Þetta er svo ógeðslega miklu erfiðara heldur en maður getur nokkurntíman ímyndað sér, en maður lærir svo margt við það að keyra æfinguna í gegn. Haltu áfram að lyfta þungt og gerðu þriðjudags og fimmtudagshlaupaæfingarnar, þolið rýkur upp við að pína sig á brettinu. Svo má ekki gleyma að það eru tveir og hálfur mánuður til stefnu... Hárrétt hugarfar hjá þér stelpa! Kveðja Guðrún Helga
Guðrún Helga (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 16:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.