Alþjóðlegt unglingamót Hellis 2008

Um helgina fór fram alþjóðlegt unglingamót Hellis í húsnæði Skáksambandsins. Við mættum sprækar til leiks á föstudagsmorgni. Vigfús var búin að leggja á borð fyrir krakkana sem streymdu á skákstað ásamt níu erlendum keppendum. Einn dönsku keppendanna náði ekki flugi fyrir fyrstu umferðina og fékk því skottu. En í annarri umferð var Hildi Berglindi boðin þátttaka og tefldi hún á mótinu sem lifandi skotta! Jóhanna tefldi fyrst við Daða Ómars. Hún var með hvítt en náði sér ekki á strik og tapaði fyrstu umferð. Í annarri umferð paraðist Jóhanna með svart á móti Hildi Berglindi og varð sú skák býsna hressileg fyrir þær sakir að Jóhanna misreiknaði sig stórlega og hóf þessa skák örugg um að vinna systur sína. Það leið ekki á löngu þar til Hildur var komin með yfirburða stöðu og Jóhanna orðin frekar stressuð. Skákstjórar höfðu mikin áhuga á skákinni sem var vel tefld hjá þeirri yngri en Jóhanna gerði sér mun erfiðara fyrir. En Jóhanna veit hvernig Hildur teflir og hvernig hún hugsar. Lauk skákinni með sigri Jóhönnu, henni til mikils léttis! Í þriðju umferð tefldi Hildur við Gumma Lee sem heimaskítsmátaði hana í 9 leikjum. Hildur var nú ekki hress með það en viðurkenndi að hafa misreiknað sig svolítið. Jóhanna tefldi við Paul og lauk þeirri skák með jafntefli. Í fjórðu umferð tefldu systurnar við Dagana báða. Jóhanna gerði jafntefli við Dag Andra en Hildur tapaði fyrir Degi Kjartans. Í fimmtu umferð tefldi Hildur við "unglinginn Gest" sem var "gestur" frá Akureyri! tapaði! En Jóhanna átti frábæra skák gegn dananum Mads Hansen (1924 stig). Að lokum lét Jóhanna í minni pokann fyrir Bjarna Jens en Hildur átti prýðilega vel teflda skák gegn öðrum akureyring Mikael Jóhanni sem sat eldrauður í framan gegn litlu lifandi skottunni. Svo kom að því að litla lifandi skottan lék af sér og akureyringurinn náði sér á strik. Hann hafði orð á því eftir skákina hve lúmsk hún væri og þetta hefði verið erfið staða hjá honum en varð svo heppinn!

Í gær kom ég á skákstað eftir rennslið í Sporthúsinu og sá glorsoltin börnin mín narta í súkkulaðikökur. Áður en ég vissi af var ég búin að grilla samlokur ofan í haug af krökkum og byrjuð að baka vöfflur. Eftir tveggja tíma pásu mættum við Hjördís á staðinn og settum á 100 rjómabollur sem voru étnar með bestu lyst.

Jóhanna lauk þessu vel heppnaða og flotta móti Hellis með 50% vinningshlutfall eða 3 vinninga og hækkar um 25,5 stig sem er verulega gott. Hún er greinilega á góðu róli núna enda annað mótið í röð sem hún er að hækka töluvert á stigum. Skeljungsmótið gaf henni 33,8 stig.

Um næstu helgi eru svo tvö stúlknamót. Á laugardaginn er Íslandsmót grunnskólastúlknsveita og fer Salaskólim með 3-4 sveitir en þær systur skipa fyrsta og þriðja borð A-sveitar. Á sunnudaginn verður svo íslandsmót grunnskólastúlkna fæddar 1992 og síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Edda Sveinsdóttir

Höfundur

Edda Sveinsdóttir
Edda Sveinsdóttir

Ég er eiginkona og móðir fjögurra stelpna. Ég er líka hjúkka, kokkur, þvottakona, hreingerningarkona, barnapía, baðari og klæðari og síðast en ekki síst einkabílstjóri!

Hef leynda ástríðu af skák og stefni á glæsta framtíð þar sem og í líkamsræktinni

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • DSC01825
  • DSC01751
  • DSC01829
  • DSC01808
  • DSC01703

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband