Með púlsinn í 300...

... eða hér um bil! Eftir alltof löng veikindi í síðustu viku er ég að sjálfsögðu byrjuð að æfa aftur. Það hefur alls ekki verið auðvelt því ég er greinilega ekki orðin nógu þrekmikil ennþá. Mánudagsæfingin var tekin samkvæmt plani en ég fann strax að ég gat ekki sett allt í botn. Fór í gegnum prógramið og þegar kom að uppsetunum ógurlegu fékk ég ónotstilfinningu og hálfgert panickast sem endaði í 60 magaæfingum. Þolið hefur ekki verið sérlega gott svo ég þurfti aðeins að pása á milli en góðu fréttirnar eru þær að af þessum 60 voru amk 40 sem náðu alla leið. Það er framför!!

Í dag gerði ég ráð fyrir að vera orðin miklu betri en í gær og mætti eldhress til þolþjálfunar og nú átti sko að taka á því. Fyrst hljóp ég 1,5 km í 3% halla - gekk fínt. Skottaðist svo yfir á þrekstigann og tók þar 10 mínútur sem urðu eitthvað óvenjuerfiðar og mæðin gerði vart við sig Frown. Mér fannst ég samt verða að halda áfram svo ég ákvað að taka 500m róður. Það tók reyndar aðeins 2:08 sem er ekki alslæmt en ég var svo móð að ég stóð ekki upp alveg strax. Var reyndar með púlsmælinn á mér og ef ég hefði staulast að næsta Technogym tæki hefði mælirinn án efa sýnt amk 300 slög/mín. Eða þannig leið mér amk. Crying  Þegar mig hætti að svima og púlsin komin niður í 130 tók ég fótalyftur og maga. Teygði vel úr öllum limum og fór heim í fýlu!

Eftir svona æfingu dettur maður úr öllu stuði og langar að gefa skít í Þrekmeistarann! En ég á tvo góða mánuði eftir og get án efa bætt mig töluvert á þeim tíma....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir

Áfram með þig kelling, ánægð með þig!!!  Ásgeir ætlar í þrekmeistarann, sjáumst á Akureyri ég skal skála við þig þegar þessu er lokið

Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, 13.2.2008 kl. 22:12

2 Smámynd: Edda Sveinsdóttir

Brill!!!  Við verðum bara í megastuði á Akureyri þessa helgi. Það verður sko örugglega skálað enda markmiðið að komast lifandi í gegnum þrautirnar

Edda Sveinsdóttir, 14.2.2008 kl. 09:59

3 identicon

go Edda go!!!

Ekki hætta þetta verður svoooo sætt þegar á hólminn er komið einmitt vegna þess að þetta er erfitt!  Gangi þér vel sendi þér alla mína umfram orku.... uuu eða jákvæðar hugsanir í það minnsta!!!!

kv. Ásta

Ásta Kristín Svav (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Edda Sveinsdóttir

Höfundur

Edda Sveinsdóttir
Edda Sveinsdóttir

Ég er eiginkona og móðir fjögurra stelpna. Ég er líka hjúkka, kokkur, þvottakona, hreingerningarkona, barnapía, baðari og klæðari og síðast en ekki síst einkabílstjóri!

Hef leynda ástríðu af skák og stefni á glæsta framtíð þar sem og í líkamsræktinni

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • DSC01825
  • DSC01751
  • DSC01829
  • DSC01808
  • DSC01703

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband