19.2.2008 | 22:37
og áfram heldur puðið
Ég er enn að. Enn að hamast á brettinu, hjólinu og öllu hinu. Þolið er eitthvað aðeins að láta á sér standa nokkurn vegin sama hvað ég geri. Meðan ég hleyp með lafandi tunguna eins og örmagna hundsræksni læt ég mér dreyma um kraftaverk og síðustu lyftuna í bekkpressunni þann 19. apríl næst komandi. Ég veit að ég get þetta en er eitthvað óörugg því upplifunin er eins og mér miðið ekkert áfram. Ég er líka búin að komast að því að tíðarhringurinn getur haft veruleg áhrif á frammistöðuna og því mikilvægt að reyna að hliðra til eins og hægt er.
Það má segja að Leifur hafi hitt naglann á höfuðið í gær þegar hann sagði að stundum líði manni eins og kartöflupoka. Vandinn er bara sá að mér hefur fundist ég vera eins og fimm kartöflusekkir í tvær vikur. Kristján segir að ég sé alltof hörð við sjálfa mig! Ég veit ekki. Kannski er ég bara grjótharður kartöflupoki sem þarf ærlega soðningu. Á tíma hjá Rut næsta mánudag og hver veit nema ég mýkist eitthvað til og fari að taka framförum í lungunum . Maginn hefur látið ógurlega sl. sólarhring eftir að ég tók upp þessar tvær nýju magaæfingar sem Annas kenndi mér í gærmorgun. Þær eru dúndurfínar og gerði ég strax betur í morgun en í gær þrátt fyrir öflugar harðsperrur. Annars get ég ljóstrað því upp hér að harðsperrur í maganum eru þær langbestu því þá er ég alveg viss um að ég hef lagt verulega á mig
Að lokum vil ég vekja athygli á keppni milli fjögurra stúlkna um sæti á norðurlandamót stúlkna (sömu helgi og Þrekmeistarinn). Hildur Berglind, Hulda Rún, Sóley Lind og Sonja munu tefla allar við alla og 45 mínútur á mann. Þetta verður örugglega spennandi og hörð keppni milli stelpnanna sem allar vilja komast á norðurlandamótið. Hvet alla til að kíkja við í sal Skáksambandsins í Faxafeninu a laugardaginn kl. 13 og hvetja mína stelpu áfram - sko af því að ég held með henni þrátt fyrir að það geti kostað mig Þrekmeistaraþátttöku að þessu sinni..... ble ble ble hugsa um það þegar þar að kemur
Um bloggið
Edda Sveinsdóttir
Tenglar
Skáktenglar
- Skákfréttir
- Skáksamband Íslands Heimasíða Skáksambands Íslands
- Taflfélagið Hellir Heimasíða Taflfélagsins Hellis
- Salaskólaskák Heimasíða Salaskóla
- Taflfélag Garðabæjar Heimasíða Taflfélags Garðabæjar
- Skákdeild Fjölnis Heimasíða Skákdeildar Fjölnis
- Skákskóli Íslands Heimasíða Skákskóla Íslands
- FIDE Heimasíða Alþjóðaskáksambandsins
- The week in chess
- Heimasíða heimsmeistaramótsins
Líkamsræktin
- Crossfitþjálfun crossfit.com
- CrossFit í Sporthúsinu CrossFit
- Þjálfun.is Þjálfun.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.