22.2.2008 | 20:29
Leitin af Pollýönnu
Hef haft það sterklega á tilfinningunni undanfarið að Pollýana hafi yfirgefið mig. Vona innilega að það sé algjörlega tímabundið því hún hefur verið besti vinur minn frá unga aldri. Lífið er svo miklu betra þegar hún er mér við hlið eins og hún hefur gert. Hvar skildi hún vera? Hefur einhver rekist á hana? Týnd! Vissulega hlýtur svo að vera þar sem ég hef ekki verið svona fúl eða neikvæð um langa hríð. Ég er í raun orðin verulega pirruð á eigin pirring!! Á æfingunni í gærmorgun, sem var reyndar alveg ágæt, flaug í huga mér hvort ég hafi ómeðvitað lagt Pollýönnu til hliðar vegna óvissunar um það hvort ég geti tekið þátt í Þrekmeistaranum vegna möguleika Hildar á að ná sæti á norðurlandamótið í Osló sem er jú einmitt sömu helgi. Augljóslega þarf ég að fylga henni þar sem ekki er hægt að setja þá ábyrgð á frumburðinn sem á jú töluvert meiri möguleika á þessu móti en Hildur færi í flokk 12 ára og yngri.
Kvöldinu eyddum við hjónin með nágrönnum okkar sem höfðu boðið okkur til hátíðarkvöldverðarfundar hjá KFUM og KFUK. Algjörlega yndisleg kvöldstund í góðum félagsskap. Ýmsar ræður voru fluttar og flutti séra Guðlaug hugvekju sem fékk mig til að líta í minn eigin "garð". Það er jú viðhorfið sem hefur verið að hrjá mig og það veit ég en það er langur vegur milli þess sem maður veit og þess sem maður gerir. Ég fór nokkuð sátt í svefnin og svaf ljómandi vel. Var mætt rúmlega níu í ræktina og bara nokkuð jákvæð og orkumikil. Tók prógramið að mestu leyti og var töluvert einbeitt á hlaupabrettinu í upphituninni. Ég var að sniglast við curlið með vel hlaðna stöngina þegar Reynir, þjálfari Annasar kallaði á mig og innti mig eftir magaæfingunum. Sagðist hafa séð mig gera þær í vikunni og hvernig mér líkaði. Áður en ég vissi af var hann búin kótsa mig í magaæfingum og búin að reka mig upp á pall þar sem hann hvatti mig til upphýfinga. Samtal okkar var eitthvað á þessa leið: E: sko ég hef ekki reynt þetta áður. R: og hvað með það? E: ég er ekki viss um að geta þetta, ég ble ble ble ble....... R: Þú talar bara um hvað þú er léleg í hinu og þessu og..... E: já en.... R: Þetta eru bara afsakanir, ætlaru að væla eða reyna? E: huu, já. Svo teygði ég mig í stöngina svo ég rétt snerti pallinn með tánum. Reyndi með engum árangri að hýfa mig upp. E: ég get þetta ekki. R: Nei ég sá strax að þú myndir ekki geta gert eina. Ég sá það í augunum á þér! Jebb það var eins og við manninn mælt. Hann sparkaði í rassinn á mér og ögraði mér þannig að Pollýana hrökk upp í heila aftur og ég kvæsti til baka: Stattu ekki bara, sæktu annan pall svo ég nái upp. Þá glotti þjálfarinn og sagði þarna er það sem ég var að reyna ná fram og benti ítrekað á kollinn á sér . Ég þeyttist upp eins og fjandinn væri á hælum mér með þokkalegum árangri
. Reynir snéri sér aftur að fórnalambinu sem var í tíma hjá honum og ég arkaði á hlaupabrettið. Jebb ég er komin aftur. Ég píndi mig mun meira og af meiri gleði á brettinu en ég hef gert sl. þrjár vikur. Varð litið öðru hverju út í hornið til Reynis og hljóp aðeins lengra og aðeins hraðar og aðeins meira áður en ég hægði á mér eða hætti að lokum. Já og þarna halda margir að æfingunni hafi verið lokið enda rúmur klukkutími liðinn. En aldeilis ekki! Þegar ég var við það að ganga út kom í ljós að Reynir var orðin laus og hljóp á eftir mér og spurði hvort við ættum ekki aðeins að kíkja á æfingarnar. Finna helstu veikleikana og vinna með þá. Ég hikaði ekki í sekúndu og treysti á að Freyja barnagæslukona hefði fullan skilning á þessu! Saman þræddum við salinn og fórum í hverja einustu æfingu og fínpússuðum. Einhversstaðar á miðri leið mætti Hildur stuðningskona nr. 1 í salinn og þá var ég einmitt aftur komin á stöngina og var að gera hnélyftur þar. Hún hafði orð á því að hún sæi í augum mínum eldmóðinn. Það gladdi mig óneitanlega þar sem það er það sem ég hafði glatað!
Reynir er frábær þjálfari sem hikar ekki við að ögra manni og er algjörlega óhræddur við að segja manni hvað maður getur gert betur - sem er jú eina leiðin til þess að geta bætt sig! Klukkan tuttugu mínútur í tólf sagðist hann þurfa að drífa sig og kvaddi ég alsæl, kófsveitt og illa lyktandi fyrir framan barnagæsluna þar sem ég fékk leyfi til þess að þrífa mig áður en ég tæki við örverpinu aftur.
Um helgina er svö úrslitamótið hennar Hildar Berglindar og á sunnudaginn verður litli frumburðurinn minn 15 ára.
Um bloggið
Edda Sveinsdóttir
Tenglar
Skáktenglar
- Skákfréttir
- Skáksamband Íslands Heimasíða Skáksambands Íslands
- Taflfélagið Hellir Heimasíða Taflfélagsins Hellis
- Salaskólaskák Heimasíða Salaskóla
- Taflfélag Garðabæjar Heimasíða Taflfélags Garðabæjar
- Skákdeild Fjölnis Heimasíða Skákdeildar Fjölnis
- Skákskóli Íslands Heimasíða Skákskóla Íslands
- FIDE Heimasíða Alþjóðaskáksambandsins
- The week in chess
- Heimasíða heimsmeistaramótsins
Líkamsræktin
- Crossfitþjálfun crossfit.com
- CrossFit í Sporthúsinu CrossFit
- Þjálfun.is Þjálfun.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skemmtileg færsla hjá þér
Go Edda!!!
Soffía (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 22:16
Pollyanna er fundin, sönnunargagn í pósthólfinu þínu!
Mamma (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 00:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.