...og svo var hlaupið.

Í gær á sjálfan konudaginn var skoppað á fætur kl. 9 enda fór bóndinn framúr og horfði á Dóru og Latabæ með litlu strumpunum! Var komin í Sporthúsið rétt rúmlega 10 og þar var hópurinn í góðum gír að fylgja fyrirmælum Reynis hettumanns. Við tókum vel á því í nýju upphitunaræfingunum sem mörgum þætti vera allt annað en upphitunaræfingar. Síðan vorum rekinn inn í stóra salinn þar sem við púluðum stanslaust í 20 mínútur í sömu þremur æfingunum sem saman stóðu af magaæfingu, armbeygjum og hnébeygjum. Þetta var geðveikt kikk sem fékk mig til að nötra bókstaflega. Þolið er minn helsti veikleiki svo ég varð nokkuð móð við þetta en kom sjálfri mér svo hrikalega á óvart, þá sérstaklega í magaæfingunum að ég sé fram á að ná þessum 60 uppsetum áður en að vikan er liðin.

Þegar heim var komið tók við smá undirbúningur fyrir afmælisbrönsinn hennar Jóhönnu sem varð 15 ára í gær. Fengum fjölskylduna í notalegt boð þar sem möguleikar á Þrekameistaraferðinni voru ræddir. Það er ljóst að í fyrsta skipti á ævinni líður mér þannig að ég er ekki tilbúin til þess að fórna öllu mínu fyrir börnin mín. Ég geri mér líka fullkomlega grein fyrir því að aðrir geta svo sannarlega sinnt þeim ljómandi vel og eru okkar nánustu svo sannarlega fullkomlega treystandi til þess að fylgja elstu dætrunum mínum til Noregs í nokkra daga. Jebb þátttaka mín er ekki vandamál heldur verkefni til þess að leysa!!!

Í morgun mætti ég galvösk á æfingu og arka beint í fangið á hinum eina og sanna. Ég innti hann eftir hugmyndum hvernig best væri að haga hverri æfingu. Það stóð ekki á svarinu! Ég segi þér það bara í hvert skipti sem þú mætir. Það er meira spennandi að hafa ekki hugmynd um hvað þú átt að gera fyrr en þú ert komin. Ég sem gerði mér ekki grein fyrir því að hann ætlaði að eyða tíma í mig á hverjum degi (ég er líkla bara svona heppin að vera alltaf að æfa á þeim tímum sem hann er á staðnum) brosti bara út að eyrum og sagði JÁ! Byrjaði á upphýfingum og þessum frábæru þrekupphitunaræfingum og svo var hlaupið. 800 m. hlaupið og stoppað í tvær mínútur. Hljóp 4x800 metra og hvíldi 3x2 mínútur. Í fyrsta lagi hef ég aldrei hlaupið mikið yfir 2 km svo þessir 3,2 km voru framför. Í öðru lagi þá hljóp ég mest allan tímann í öll skiptin og fór meira að segja upp í hraða 10 sem er meira en nokkru sinni áður. Hlaupatíminn minn var 24,51 sem telst víst ekkert spes en ég veit að þetta er betra en ég hef gert áður og ég mun gera betur næst. Vá hvað ég á eftir að standa mig vel í keppninni! Ég verð kannski að fara að endurskoða markmiðin.....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ skvís. Mér finnst hafa orðið frábær breyting á þér síðustu vikuna enda er Reynir alveg að "reyna á þolmörk þín". GO GO GO GIRL!!! Enda er svitalyktin þín "ilmvatni" líkust ;o)

kv. þinn kæri skuggi

Hildur... (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 17:32

2 identicon

Ó takk elskan! Það er ánægjulegt að einhver kunni að meta útgufun eiturefnanna sem ég innbyrgði  

Edda (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Edda Sveinsdóttir

Höfundur

Edda Sveinsdóttir
Edda Sveinsdóttir

Ég er eiginkona og móðir fjögurra stelpna. Ég er líka hjúkka, kokkur, þvottakona, hreingerningarkona, barnapía, baðari og klæðari og síðast en ekki síst einkabílstjóri!

Hef leynda ástríðu af skák og stefni á glæsta framtíð þar sem og í líkamsræktinni

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • DSC01825
  • DSC01751
  • DSC01829
  • DSC01808
  • DSC01703

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband