26.2.2008 | 15:17
Ef ég væri ólétt....
Nú er ekkert gefið eftir og hver æfingin á fætur annarrar er tekin með trompi. Lærin hafa titrað sl. daga og hefur stiginn milli hæða á mínu eigin heimili verið hindrun sem um munar! Harðsperrur frá helv..... einkenna upplifun á eigin líkama. Eftir all svakalega æfingu í morgun sem í heild urður 1600m hlaup, 200 uppstig með 7,5kg og 200 magauppsetur sem gengu geggjað vel (í fjórum lotum) þá er ég bókstaflega örmagna! Kom hingað heim eftir smá snatt og nærðist. Svo komst ég ekki lengra en í "aumingjastólinn" sem er by the way til sölu. Þetta er jú stóllinn sem ég eyddi síðustu vikum meðgöngu fjögur í - jebb allan sólarhringinn! Þegar ég lá þarna eins og sannur aumingi fór ég að hugsa upphátt: Ef ég væri ólétt núna og komin svona 30 vikur þá myndu þið allar stökkva til við hverja stunu og færa mér ískalt kók með klaka og eitthvað rosalega gott að borða. Í þessum upphátt hugsuðu orðum stundi ég undan fótum sem ég finn ekki lengur fyrir og lungum sem minna helst á berklasjúkling - sem er náttúrulega ósanngjarnt þar sem ég hef aldrei snert nokkuð nikótín um ævina.... Þegar ég var í þessum ólétta heimi hváði frumburðurinn sem sat við borðstofuborðið og nam stærðfræði: Ef þú værir ólétt sætir þú upprétt í "aumingjastólnum" (tek fram að ég snéri á hvolfi í tilraun til þess að fá blóð í heilann) með lopapeysu á prjónunum og myndir ekkert kvarta enda hefðir þú ekki farið í leikfimi í morgun né hina dagana - að minnsta kosti ekki svona æfingu! Só trú!!! Ég var víst tekin út af dagskrá við 26 vikur, skikkuð í aumingjastólinn og fann fyrir litlu eftir það.....
Nei nú er bara harkan og ég í geðveikt góðum gír. Tilbúin til þess að takast á við þrekmeistarakvikindið með stæl. Er hins vegar nógu skynsöm til þess að hvíla á morgun og njóta þess að borða örlítin ís með dætrunum áður en akstursrallið hefst eftir 15 mínútur.....
Um bloggið
Edda Sveinsdóttir
Tenglar
Skáktenglar
- Skákfréttir
- Skáksamband Íslands Heimasíða Skáksambands Íslands
- Taflfélagið Hellir Heimasíða Taflfélagsins Hellis
- Salaskólaskák Heimasíða Salaskóla
- Taflfélag Garðabæjar Heimasíða Taflfélags Garðabæjar
- Skákdeild Fjölnis Heimasíða Skákdeildar Fjölnis
- Skákskóli Íslands Heimasíða Skákskóla Íslands
- FIDE Heimasíða Alþjóðaskáksambandsins
- The week in chess
- Heimasíða heimsmeistaramótsins
Líkamsræktin
- Crossfitþjálfun crossfit.com
- CrossFit í Sporthúsinu CrossFit
- Þjálfun.is Þjálfun.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flott hjá þér stelpa.... pollýanna er komin til að vera ;o)
Hildur... (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 17:58
Pollýana komin! Haltu áfram á þessari braut. Ég verð svo að koma einn daginn og fylgjast með þessu hver veit nema þetta sé bara skáldskapur það sem maður les hérna? Ég veit jú fyrir víst að þú ert mjög skapandi manneskja og lætur ekkert stöðva þig...
muhahahaaaa kv. Ásta
Ásta (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 10:48
Skáldskapur!!!!!!!!!! Ef ég segðist vera ólétt - þá væri ég skáld........
Djö... Ætli ég verði ekki bara að vinna þrekmeistarann?
Edda Sveinsdóttir, 27.2.2008 kl. 13:17
Get alveg staðfest það að Edda er ekkert að spinna þetta upp úr sér. Hef sjaldan séð manneskju með skemmtilegra hugarfar og keppnisskap enda er hún strax orðinn ómissandi hluti hópsins. Edda þú átt eftir að taka Þrekmeistarann í nefið...stendur þig hrikalega vel. Býst við að æfingin í morgun hafi ráðist á einhverja af þínum veikleikum :)
Leifur Geir (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 14:34
Hæ - hvernig er þetta með þig??? Er ekkert internetkaffihús á Akureyri til að blogga um skíðaæfinarnar??? Hef ekkert komist á æfingu þar sem börnin eru kannski að eiga sinn fyrsta "hrausta" dag í dag - hey ég sagði kannski! Vonandi kemst ég í fyrramálið eða til að hitta þig á þriðjudagsæfingunni. Ummmmmm það var frábært skíðaveður hér í gær.... en ég var að læra - búhúhúhú..!
Hildur... (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 08:28
Já þú leggur þrekmeistarann hef fulla trú á þér !! Kraftakona og Leifur Geir sér þig í réttu ljósi. Frábært hugarfar og keppnisskap mann þyrstir í að smitast af þér enda er ég aldrei duglegri en einmitt eftir að hafa lesið bloggið þitt. Ég verð nú að vera fín í ágúst er það ekki hehe! knús Ásta
Ásta (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.