Fyrirgefðu fröken en við erum að loka fjallinu í dag!

Jebb ég er komin aftur eftir 5 daga dvöl í skíðaparadís norðurlandsins. Eftir að hafa eitt heilum degi í að pakka niður fyrir þessa skíðaferð komum við að Hrafnagilsstrætinu rétt um kl. 01:30 á aðfaranótt fimmtudags. Það tók nú ekki langan tíma að koma liðinu á sína staði svo flestir náðu ágætum svefn þótt örverpin séu vissulega morgunhanar. Við fórum upp í Hlíðarfjall rétt eftir hádegi í glampandi sól og blíðviðri. Fáir í fjallinu svo við, sem ætluðum bara að láta millistykkin á skíði á þessum fyrsta degi, vorum fljótlega búin að festa á okkur búnaðinn og komin af stað. Þess má geta að ég hef ekki snert skíðin mín síðan 2002 þegar ég var á sama stað og Stína tengdó kenndi mér svo ágætlega að skíða. Eitthvað var nú búnaðurinn slappur fyrir utan skíðin sem voru þó nýjust (2001). Ég var í úlpu af frumburðinum en buxunum af gamla gallanum sem var keyptur vel fyrir þremur börnum síðan! Millistykkin svifu upp og niður barnabrekkuna (á töfrateppinu) og stóðu sig frábærlega og fljótlega kom að því að fröken Hildur Berglind vildi komast í diskinn. Það er skemmst frá því að segja að hún skíðaði frábærlega og þurfti að draga hana úr brekkunum á hverjum degi. Elín Edda sem var í sitt annað skipti að stíga á skíðin nú fjögurra ára gömul, var orðin hörkufín eftir ferðina og farin að renna sér niður úr diskalyftunni - með fylgd.

Frú Edda var pínulítið stressuð þegar hún drógst upp með diskalyftunni og þjáðist verulega í skónum. Þegar upp var komið var lítið annað í stöðunni en að láta sig gossa niður. Andskoti hrikalega gaman. Komst heil niður og það bara ágætlega. Í hverri ferð var ég svo upptekin að rifja upp tæknina að ég næstum því gleymdi sársaukanum í helv.... skónum sem bókstaflega voru að drepa mig. Það var alsæl Edda sem hrökklaðist inn í bílinn eftir fjóra tíma í fjallinu og fann ekkert fyrir því. Örverpið svaf líka í bílnum fjóra tíma á hverjum degi sem við skíðuðum og skiptumst við elstu þrjú á að fylgjast með henni og vera með Elínu en hægt var að leggja bílnum rétt við barnabrekkuna. Ég sem bjóst við því að skíða lítið og þurfa að fara með örverpið á líkamsræktarstöð til þess að gera sem mest úr helginni tók Hlíðarfjall með stæl og það eina sem rann í gegnum huga minn var hættan á að fótbrotna og geta ekki tekið þátt í Þrekmeistaranum - þvílíkt rugl!! Auðvitað fótbrotna ég ekki neitt og sveif með fjarkanum hátt upp að strýtulyftunni og skíðaði örugg og þræl fótasterk niður. Á föstudagskvöldið komu svo tengdaforeldrarnir ásamt Gunna og Jón Friðrik og stefnan tekin á Greifann eins og vant er. Laugardagsmorgun fór í undirbúning og heimstókn í Skíðaþjónustuna þar sem eiginmanninum fannst ég standa mig svo vel að ég ætti skilið að fá ný skíðagleraugu. Eftir að hafa mátað öll gleraugun í búðinni var ljóst að dívan varð að fá þau flottustu og að sjálfsögðu dýrustu gleraugun á Akureyri. Lúkkið bara verður að vera í lagi! Þónokkur snjóblinda var í fjallinu á laugardaginn og þá komu nýju brillurnar að notum og hver var flottust?

Það er líka hefð í þessari árlegu fjölskylduferð að grilla nautalund með bernaise á laugardagskvöldinu og á því varð engin undantekning! Klikkar aldrei! Eftir kvöldmatinn var ákveðið að bruna á sunnudegi til Dalvíkur og prufa skíðasvæðið þar. Þegar þangað var komið byrjuðum við á því að skoða "hús" sem einhverntímann var á tveimur hæðum en mátti muna sinn fífil fegurri. Draumur skíðafólksins er að eignast hús í skíðaparadísinni og því var sá möguleiki kannaður. Eitt er víst að það þurfti að taka út skíðasvæðið sem leit nú alls ekkert spennandi út og bjóst ég bara við að vera í barnahorninu þann daginn. Eftir um það bil klukkustund renndi Stína tengdó sér að mér og sagði: þú verður að prufa - þú átt eftir að fíla þetta í ræmur. Færið er frábært en það er aðeins bratt þarna efst. Það var ekki annað að gera en að hlýða tengdó -eða hvað? Ég var ekki lengi að skipta um hlutverk (enda þarf hún að æfa sig með dætur mínar fyrir apríl....) og komin í lyftuna innan fárra mínútna. Egill tengdapabbi kom á eftir mér enda frábær skíðamaður sem hafði það hlutverk að lóðsa mig niður þessa nýju brekku. Mikið hrikalega var efsti hlutinn ógeð brattur Blush. Við svifum þetta rólega í fyrstu tveimur ferðunum (reyndar frekar há brekka) og síðan var ekki aftur snúið. Þetta var geðveikt. Þegar klukkan var farin að nálgast fimm sá ég að það var eitthvað orðið fámennt í fjallinu fyrir utan okkar tíumanna hóp. Svo fór að síast úr honum líka. Þar kom að því að ég var orðin ein eftir í fjallinu og gat ekki stoppað!!! Fyrirgefðu fröken en við erum að loka. E: Já en má ég fara eina ferð í viðbót??? Plís?? Ég hef ekki skíðað í fimm ár. Ég er alltaf ólétt eða með barn á brjósti..... OK en bara eina ferð í viðbót og svo lokaði brekkan Grin.

Ég kom sjálfri mér mest á óvart hvað ég var orðin virkilega góð á skíðunum, fann ekkert fyrir neinu á kvöldin og greinilegt að ég hafði nægan styrk í aðra fjóra daga á skíðum.

Þrekmeistari ? JÁ TAKK.  Ég mun taka þátt í Þrekmeistarnum og leyfa öðrum að fara með dæturnar á norðurlandamótið í skák 18. -20. apríl. Í morgun mætti ég á æfingu þar sem var hitað vel upp og svo var prógrammið:
400 m. hlaup í 10% halla
10 súper froskahopp með armbeygjum (brjóst í gólfið)
20 hopp jafnfætis upp á tvo palla
30 uppstig með 5kg lóð í hvorri hendi
40 hnébeygur
4 lotur í tímatöku!

Var ansi móð í lokin en lauk þessu með stakri prýði. Er ég masókisti Hildur? Já sennilega.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ skvís

 Gaman að lesa ferðasöguna :o)  hefði verið gaman að skíða með þér þótt læris-styrkur minn sé ekki í hálfkvisti á við þinn.... hehehe en þú stóðst þig glimrandi vel í morgun - ég var mjög stolt af þér!!! 

Hildur klappstýra :o) (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 19:17

2 Smámynd: Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir

Það er naumast kraftur í minni!!  Við verðum þá líka að taka eina bunu saman á Akureyri þegar við erum búnar að skála fyrir þrekmeistaranum

Til hamingju með bóndann

Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, 7.3.2008 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Edda Sveinsdóttir

Höfundur

Edda Sveinsdóttir
Edda Sveinsdóttir

Ég er eiginkona og móðir fjögurra stelpna. Ég er líka hjúkka, kokkur, þvottakona, hreingerningarkona, barnapía, baðari og klæðari og síðast en ekki síst einkabílstjóri!

Hef leynda ástríðu af skák og stefni á glæsta framtíð þar sem og í líkamsræktinni

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • DSC01825
  • DSC01751
  • DSC01829
  • DSC01808
  • DSC01703

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband