7.3.2008 | 22:52
Fimm mínútur farnar
Þessi vika hefur verið nokkuð góð. Ég hef mætt í ræktina á hverjum degi síðan við komum heim frá Akureyri með viðkomu á Siglufirði (eða norðurpólnum). Á þriðjudaginn tók ég afar öfluga æfingu eins og ég hef skýrt frá og er óhætt að segja að lærin á mér séu enn að súpa seiðið af þeirri athöfn. Á miðvikudag stakk Reynir hettumaður upp á róðri og þar sem ég var í tímaþröng tók ég 4 km á 20 mínútum og verð að viðurkenna að þetta var drepleiðinlegt! Um kvöldið var ég farin að fá enn meiri óþægindi í læri og rassinn farin að segja til sín líka. Hvar endar þetta? Í gær ákvað ég að taka þolið og hélt á brettið þar sem markmiðið var að hlaupa í 30 mínútur og taka kviðæfingar eftir það. Interval hlaupaæfing þar sem ég tók 4 all hressilega spretti á level 11,5 í 2 mínútur hvert sinn og hljóp hægar eða gekk rösklega þess á milli. Þarna var ég óneitanlega að reyna mig meira en ég hef gert áður en hljóp þó ekki nema 3,550 km. Lengsta hlaup sem ég hef hlaupið en ekki gleyma því að lappirnar mínar eru líklega ekki alveg jafnlangar og þínar
Í morgun höfðum við Ingunn mælt okkur mót kl. 10 þar sem við ætluðum að taka þrekmeistarahringinn með þyngri þyngdir og lengri vegalengdir en í sjálfri keppninni. Eitthvað stóð vekjaraklukkan hennar Ingunnar á sér svo ég var bara ein á svæðinu. Var eitthvað að ræflast á hjólinu og ákvað að setja klukkuna í gang og taka tímann. Ég verð nú eiginlega að taka það fram að þetta er sennilega gleðilegasta æfing vikunnar því þarna var ég í brautinni, með U2 í eyrunum og ekkert að keyra á límingunum enda enn með hóflegar harðsperrur sem ekkert virðast ætla að gefa eftir. Einhver taugaklemma í hægri öxlinni gerði vart við sig í upphituninni og vonast ég til að hún jafni sig yfir helgina. Nú eftir hjólið og róðurinn sem ég tók á meðalhraða var niðurtogið sem ég tók heldur ekkert of hratt þar sem klemman sagði til sín. Fótalyfturnar voru frekar slappar eða reyndar slappari en nokkru sinni áður en svo kom hitt sem mér hefur áður þótt helvíti. 30 armbeygjur eins og ekkert var! Uppstigin voru reyndar trufluð eftir 9 stig þar sem frumburðurinn hringdi í mig af Meistaramóti Salaskóla og vildi halda mér upplýstri um gang mála þeirra systra! En svo var bara klárað í einni bunu með örstuttu hléi eftir 66 stig. Mun léttara en alltaf áður! Skaust ég yfir salinn og fann til kassann og dýnu og byrjaði kviðæfingarnar/uppseturnar og hvað haldið þið?????? 50 uppsetur alla leið, 4 djúpir andadrættir og síðustu 10 kláraðar alla leið. Þetta er ekki kraftaverk heldur afleiðing þrotlausra æfinga undanfarið. Ég sem sagt get augljóstlega tekið þátt í mótinu. Gleðin var svo yfirþyrmandi að ég hélt aftur af sársaukanum þegar ég tók axlarpressuna á mettíma og fór svo í brekkuhlaupið sem virðist vera minn helsti veikleiki. Meira að segja missti aðeins móðinn og fór að svima svolítið svo ég fipaðist á brettinu en hugsaði svo til hvatningar hennar Guðrúnar úr fyrsta rennslinu og kláraði dæmið. Réðst á ungan mann við bekkpressuna, skipti um lóð og fékk hann til að vera við bekkinn. Kláraði allar 40 lyfturnar og nýr tími 33 mínútur sléttar. 5,32 mín niður og var ekki búin að undirbúa neitt svo ég varð að stilla öll tæki á þessum tíma líka. Tóm hamingja.
Nú verður hvílt um helgina þar sem ég verð á Íslansmóti grunnskólasveita 1. - 7. bekkur í skák enda Hildur Berglind á 3. borði í A-sveit. Af meistaramóti Salaskóla í dag er það að frétta að Hildur Berglind vann í flokki 1.-4. bekkjar og Jóhanna og Palli eru jöfn í flokki 8. - 10. bekkjar og munu tefla einvíki um Salaskólameistaratitilinn á mánudaginn. Það er einstaklega ánægjulegt að Hildur hafi unnið sinn flokk því Jóhanna er sú fyrsta sem vann þann farandsbikar þegar hún var í 4. bekk og fyrsta meistaramótið var haldið. Nú eru þær báðar systurnar komnar á bikarinn!
Um bloggið
Edda Sveinsdóttir
Tenglar
Skáktenglar
- Skákfréttir
- Skáksamband Íslands Heimasíða Skáksambands Íslands
- Taflfélagið Hellir Heimasíða Taflfélagsins Hellis
- Salaskólaskák Heimasíða Salaskóla
- Taflfélag Garðabæjar Heimasíða Taflfélags Garðabæjar
- Skákdeild Fjölnis Heimasíða Skákdeildar Fjölnis
- Skákskóli Íslands Heimasíða Skákskóla Íslands
- FIDE Heimasíða Alþjóðaskáksambandsins
- The week in chess
- Heimasíða heimsmeistaramótsins
Líkamsræktin
- Crossfitþjálfun crossfit.com
- CrossFit í Sporthúsinu CrossFit
- Þjálfun.is Þjálfun.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert flott Edda! Til hamingju, frábærar framfarir sem þú átt svo sannarlega skildar. Sjáumst kannski í fyrramálið, ég stefni á kl. 9:00.
LG
Leifur Geir (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 22:43
Sorry, engin æfing í dag! Er reyndar enn á náttfötunum og kófsveitt við heimilisþrif
. Nú tekur maður öðruvísi á tiltektinni og þrifunum. Tekur þetta ca svona:
A) Upphitun: þrif á tveimur baðherbergjum
B)
1. Taka saman dót í herbergi 1
2. Ryksuga herbergið
3. Þurrka af hillum, borðum og gluggum í herberginu
4. Skúra svo yfir gólfið
C) Teygja svo vel meðan gengið er frá áhöldum (ryksugu, tusku og þess háttar!)
Þetta er gert í 5 lotum þar sem herbergin eru fimm og að sjálfsögðu í tímatöku.
Stofan, borðstofan og eldhúsið eru svo gerð í sérstakri refsilotu ef ég næ hinu ekki innan 60 mínútna!
Edda (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 12:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.