13.3.2008 | 12:59
Heimilisþrif í nýju ljósi
Þá er æfing dagsins búin og ég líka! Það er alveg ljóst að heimilið rekur lestina þessa dagana því eftir æfingarnar sem eru á planinu á þessum síðustu vikum fyrir keppni þá er ekkert eftir nema smá orka til þess að lyfta skeið (svo ég nærist eitthvað smá) og svo þarf ég bara að pína mig til þess að geta sinnt dætrunum. Ég reyni að æfa fimm daga vikunnar og næ því nú oftast en ef vel á að vera þá verð ég að bæta inn eftirfarandi æfingu:
A) Upphitun: þrif á tveimur baðherbergjum
B)
1. Taka saman dót í herbergi 1
2. Ryksuga herbergið
3. Þurrka af hillum, borðum og gluggum í herberginu
4. Skúra svo yfir gólfið
C) Teygja svo vel meðan gengið er frá áhöldum (ryksugu, tusku og þess háttar!)
Þetta er gert í 5 lotum þar sem herbergin eru fimm og að sjálfsögðu í tímatöku.
Stofan, borðstofan og eldhúsið eru svo gerð í sérstakri refsilotu ef ég næ hinu ekki innan 60 mínútna! Svo þetta geti orðið þarf maður helst að vera barnlaus og eiga góðar græjur, bæði til að þrífa með og til þess að spila góða tónlist
Annars er þetta er æfing sem ég þyrfti að ná amk aðra hverja viku. Svo er það dagleg heimilisstörf eins og þvottavélin (þe. þessar 3-4 sem fara í gang á dag), eldamennska og frágangur og svo þetta nauðsynlega eins og að halda húsinu í horfinu svo ég missi ekki vitið. Börnin þurfa sitt og eiginmaðurinn sitt þannig að ljóst er að ég þarf að nálgast eitthvað extra Annars er svo hrikalega stutt eftir að ég get bara ekki gefið neitt eftir. Ég er amk farin að sjá fram á að bæta tímann minn mun meira og því orðin afar spennt. Æfingin í morgun tók vel á þolið enda hef ég aldrei á lífsleiðinni hlaupið jafnlanga vegalengd í einum rykk. Jafnvel ekki þótt ég hafi trítlað verzló-háaleitishringinn í fjögur ár!
1. Hlaup 5km í 1% halla á nýju brettunum (og ég lifði það af...)
2. 200 uppstig með 5kg í hvorri hendi (planið var víst 2,5 kg. en ég tók bara ekki eftir því og las 5kg)
3. 50 kviðæfingar - Reynisæfingar á bolta og set hendur í gólf fyrir aftan mig sitt á hvað (þarna breytti ég til svo ég gæti hlíft öxlinni en skv. plani átti að hanga í lykkjum og setja hné í olnboga)
4. Teygjur og skríða heim....
Komst í gegnum æfinguna en gleymdi að tímataka heildina. Hlaupin voru í 45,5 mín en síðast fór ég 3,550 á 30 mínútum.
Því miður eru heimilisstörf næst á dagskrá þótt ég gæti óneitanlega legið í leti fram að kvöldmat!
Um bloggið
Edda Sveinsdóttir
Tenglar
Skáktenglar
- Skákfréttir
- Skáksamband Íslands Heimasíða Skáksambands Íslands
- Taflfélagið Hellir Heimasíða Taflfélagsins Hellis
- Salaskólaskák Heimasíða Salaskóla
- Taflfélag Garðabæjar Heimasíða Taflfélags Garðabæjar
- Skákdeild Fjölnis Heimasíða Skákdeildar Fjölnis
- Skákskóli Íslands Heimasíða Skákskóla Íslands
- FIDE Heimasíða Alþjóðaskáksambandsins
- The week in chess
- Heimasíða heimsmeistaramótsins
Líkamsræktin
- Crossfitþjálfun crossfit.com
- CrossFit í Sporthúsinu CrossFit
- Þjálfun.is Þjálfun.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ - þú stendur þig vel :o) - mér heyrist á þér að þú hafir nú alveg smá orku og koma og þrífa heima hjá mér (í einni lotu sko barasta!!!)
Hildur klappstýra :o) (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 15:22
Darling! Það er sko engin ein lota að þrífa heima hjá þér. Ein lota er aðeins eitt herbergi og síðast þegar ég vissi þá voru þau aðeins fleiri. Hrædd um að þetta séu nokkrar lotur jafnvel þó ég sleppi gullklóinu
Edda Sveinsdóttir, 13.3.2008 kl. 17:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.