14.3.2008 | 14:00
Ein létt um helgina.....
Það var lúin kella sem mætti á æfingu rétt fyrir 9 í morgun. Þreytt eftir gærdaginn og tiltölulega stuttan svefn. Hettumaðurinn var að sjálfsögðu á staðnum og var ég nú svolítið stressuð þegar ég gekk til móts við hann enda ætlunin að segjast stefna á létta lyftingaæfingu í dag. Engan hamagang né hlaup! Það lá við að henda fengi að fjúka en það var sennilega uppgerð því hann sagði enn og aftur að ég ætti að hlusta á líkamann og hvíla þegar skrokkurinn segir svo. Við vorum því sammála um létta æfingu ef ég tæki 5x5 bekkpressu þar sem ég reyndi við sem mesta þyngd. Ég byrjaði með 25 kg., svo 27,5 kg., 30kg., 35 kg. og að lokum 40kg. sem reyndust alveg bærileg en síðasta lyftan var býsna hægfara. Svo var að sjálfsögðu haldið áfram með kvikindislegar kviðæfingar þar til komin var tími til þess að halda heim á leið. Það verður að viðurkennast að það er ósköp gott að koma heim af æfingu og finna ekki til örmögnunar
Hettumaðurinn lét nú ekki þar við sitja heldur setti mér fyrir helgaræfingu ef ég kæmist ekki í Sporthúsið um helgina. Þá skellti hann á mig einni "LÉTTRI" sem ég get gert í stofunni heima. Jebb aðeins 16 mínútur. Fjórar æfingar í fjórar mínútur. Æfing í 20 sek og hvílt í 10. Svo er talið! Æfingarnar eru hnébeygjur, armbeygur, uppsetur og svo má ég velja þessa fjórðu sjálf. Spurning hvort það verði ekki bara tannburst!
Engin skákmót um helgina aðeins æfingar! Páskaeggjamót Hellis verður reyndar haldið á mánudaginn kl. 17 í Móddinni. Allir fæddir eftir 1992 eru velkomnir.
Um bloggið
Edda Sveinsdóttir
Tenglar
Skáktenglar
- Skákfréttir
- Skáksamband Íslands Heimasíða Skáksambands Íslands
- Taflfélagið Hellir Heimasíða Taflfélagsins Hellis
- Salaskólaskák Heimasíða Salaskóla
- Taflfélag Garðabæjar Heimasíða Taflfélags Garðabæjar
- Skákdeild Fjölnis Heimasíða Skákdeildar Fjölnis
- Skákskóli Íslands Heimasíða Skákskóla Íslands
- FIDE Heimasíða Alþjóðaskáksambandsins
- The week in chess
- Heimasíða heimsmeistaramótsins
Líkamsræktin
- Crossfitþjálfun crossfit.com
- CrossFit í Sporthúsinu CrossFit
- Þjálfun.is Þjálfun.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.