Ofþjálfunareinkenni á síðustu og verstu tímum!

Ætli maður verði nú ekki samt að láta sig hafa það! Það er nokkuð ljóst að ég er komin með ofþjálfunareinkenni sem lýsa sér fyrst og fremst í þrota í skrokknum, almenni þreytu og vökvasöfnun. En hvað með það. Meðan viðhorfið er í lagi þá held ég áfram. Það eru aðeins 5 vikur til stefnu og því ekki tímabært að fara að vorkenna sjálfri sér. Ég tóka létta æfingu á föstudaginn og ætlunin var reyndar að hvíla yfir helgina en við hjónin ákváðum að skella okkur á æfingu í gærmorgun. Ég taldi mig hafa sannfært eiginmanninn um ágæti þess að breyta til og taka eina crossfit æfingu með mér en þegar á staðinn var komið taldi hann skynsamlegast að lyfta eins og hann gerir alltaf enda hafi hann misst af æfingunni sinni á föstudaginn!!!  Devil Hvað er þetta með karlmenn og íhaldssemina?? Jú hann tók sína easy going pumpuæfingu án þess að svitna - eða svona um það bil. Ég er nefnilega orðin þeirrar skoðunar að slíkar æfingar séu bara heppilegar ef maður er þreyttur og vill taka létta æfingu!! Í gærmorgun var ég þreytt eins og áður sagði. Reynir var upptekin við önnur verkefni og gat því ekki sett mér fyrir einhverja hrikalega æfingu svo ég ákvað að finna upp á einhverju sem væri tiltölulega þægilegt, tæki á en þó ekki of mikið, kæmi við það helsta sem mér finnst leiðilegt og það mikilvægasta var að æfingin þurfti að þenja þolið. Svo úr varð eftirfarandi æfing í fjórum lotum:

1. 500m hlaup í 4% halla
2. 500m róður á level 6
3. 1 km hjól á level 6
4. 30 armbeygjur

Í fjórum lotum var þetta keyrt og verð ég að viðurkenna að ég setti ekki í botn því ég var bara of þreytt. Ég mæðist algjörlega um leið og ég byrja og skrokkurinn virtist ekki ná neinu tempói. Sennilega hefði ég átt að halda mig heima en fyrst ég var búin að sannfæra eiginmanninn um gæði þess að fara á æfingu varð ég nátturulega að taka þátt!

Gærdagurinn varð nammidagur. Borðað brauð í óhófi og kvöldmaturinn var ofnbakaður kjúklingur með ofnbökuðum frönskum og heitri heimagerðri kjúklingasósu. Klikkaði ekki frekar en áður. Tókum DVD og sett snakk í skál og hraunbitakassi hafði verið gripinn um leið og diskurinn. Aðeins tveir bitar rötuðu til mín og örfáar snakk flögur og þar með var minni allri lokið. Varð frekar óglatt af þessu öllu saman og steinsofnaði yfir annars mjög spennandi mynd þegar aðeins 24 mínútur voru liðnar. Það liggur alveg í augum uppi að dagurinn í dag hefur verið tekin í meiriháttar leti eða svona eins og fjögurra barna mæður geta leyft sér og nú er fermingarveisla framundan svo von er á öflugri orkulind fyrir morgundaginn.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Edda Sveinsdóttir

Höfundur

Edda Sveinsdóttir
Edda Sveinsdóttir

Ég er eiginkona og móðir fjögurra stelpna. Ég er líka hjúkka, kokkur, þvottakona, hreingerningarkona, barnapía, baðari og klæðari og síðast en ekki síst einkabílstjóri!

Hef leynda ástríðu af skák og stefni á glæsta framtíð þar sem og í líkamsræktinni

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • DSC01825
  • DSC01751
  • DSC01829
  • DSC01808
  • DSC01703

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband