Svona gerir brjálaða fólkið ........

Í morgun var tekin æfing að hætti brjálaðra! Eða svo gott sem enda var þessi æfing sérstaklega nefnd eftir mér!! Þeir sem "tóku" Edduna í morgun hófu daginn á upphitun og svo var hlaupið: 200m, 400m, 600m, 800m og síðast en ekki síst 1000m. Að sjálfsögðu var hlaupið í 10% halla þessar vegalengdir en á milli voru hlaupnir 200m í 0%. Hlaupið eitt og sér var hrikalega erfitt og voru lappirnar við það að gefa sig á síðustu metrunum. Ég get þó stolt sagt að ég hafi tekið þetta á 38 mínútum en þegar strákarnir í hópnum fóru að metast um það á hvaða tíma þeir tóku Edduna í morgun þá taldi ég það þeim ekki til framdráttar að ná þessu á 20+ mínútum! Nú eru meðlimir hópsins farnir að keppast um meira en tímann á hringnum. Nú vill hver og einn fá æfingu með sínu nafni! Nú eftir hlaupin þá var ekki í boði að leggja sig eða hvíla heldur tóku við kviðæfingar ein 50 stk á skábekk (uppsetur) og svona til þess að sem flestir fái að þjást aðeins var tilvalið að taka 50 fótalyftur í 90°með beinar fætur. Lovely.....

En ég lifi til frásagnar eða bara næstum því. Fæturnir eru bókstaflega að drepa mig enda hef ég aldrei hlaupið svona mikið í halla. Það má nú líka skjóta því að að ég er aðeins búin að sofa um 3 tíma í nótt og náði svo ca 40 mínútum í morgunsárið. Þurfti að koma frumburðinum á flugvöllinn þar sem hún var á leiðinni á skandivískt kvennaskákmót yfir páskana. Ég er þreytt og verulega lúin en ætla nú samt að taka þeirri áskorun að mæta að nóttu til á æfingu eða klukkan 6.30 í fyrramálið og taka hrottalegt púl. Kosturinn við þetta - ef ég lifi -  er sá að ég verð þá búin með æfinguna og komin heim fyrir átta! Þá hef ég nógan tíma til þess að laga til, þrífa og jafnvel skúra áður en ég fer í strípurnar í hádeginu. Síðan tekur við kistulagning og fjölskylduboð. Eitt er víst að fimmtudag og föstudag ætla ég að HVÍLA!!!!!

Í gær tók ég skemmtilega 5x5 æfingu sem byrjaði með upphitun. Þetta eru tilvaldar æfingar þegar þreytan segir til sín þar sem hamagangurinn er nánast enginn. Mestu þyngdir sem ég tók í gær voru:
Flug á skábekk 5x9kg (9kg í hvorri hendi)
Niðurtog 5x45kg
Axlarpressan 5x40kg
Upphýfingar 5x?
Hnébeygjur með stöng/lóð 5x? (svo rosalega þungt að minnið gaf sig)
Bekkpressan 5x45kg (þurfti smá stuðning í restina)
Kviðæfingar, uppsetur á skábekk 50 stk
Armbeygjur alveg niður í gólf 30 stk

Ætli ég verði ekki að stíga í lappirnar og skella mér í eldhúsið, baka aðra marenstertu og elda dýrindiskvöldverð úr hreindýrahakkinu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Edda Sveinsdóttir

Höfundur

Edda Sveinsdóttir
Edda Sveinsdóttir

Ég er eiginkona og móðir fjögurra stelpna. Ég er líka hjúkka, kokkur, þvottakona, hreingerningarkona, barnapía, baðari og klæðari og síðast en ekki síst einkabílstjóri!

Hef leynda ástríðu af skák og stefni á glæsta framtíð þar sem og í líkamsræktinni

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • DSC01825
  • DSC01751
  • DSC01829
  • DSC01808
  • DSC01703

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband