Næturæfing

Já það kom að því! Ég mætti á næturæfingu kl. 6.30 í nótt. Var meira að segja mætt rétt fyrir hálf en þegar ég hoppaði út úr bílnum fattaði ég að ég var skólaus, þe. íþróttaskólaus! Lítið að annað í stöðunni en að bruna til baka og sækja kvikindin. Elín Edda var vöknuð og komin á fætur og fylgdi móður sinni til dyra þegar ég kvaddi hana lagði ég frá mér skóna svo þess vegna lenti ég í þessum hremmingjum! Nú þegar ég loksins kom 8 mínútum of seint var helvítið að hefjast. Fjórar æfingar hver í átta lotum 20 sek og hvíld í 10 sek. Æfingarnar voru súperfroska-armbeygjur, fótalyftur, bekkpressa m. 30 kg og hoppa jafnfætis upp á 3 æfingapalla (sem ná mér yfir hné). Reyndar gat ég ekki tekið þetta í einum rykk þar sem stóð á oddatölu og æfingin gerð tveir saman. Svo ég gerði fyrstu þrjár og svo varð ég að bíða yfir meðan fótalyfturnar voru gerðar þar sem aðeins ein grind er á staðnum sem hægt er að hanga í.

Þetta var verulega erfitt og þá sérstaklega þar sem það var enn nótt! Þegar heim var komið biðu mín brosandi andlit sem biðu eftir morgunmatnum sínum. En svona rétt til þess að ég héldi meðvitund ákvað ég að skella í mig morgunmat áður en ég byrjaði að mata ungann!

Nú verður hvílt fram á laugardag.........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ maður verður bara þreyttur á að lesa þetta... sér í lagi þar sem æfingar hafa verið 0 síðustu vikurnar á þessum bæ! Þú ert hins vegar alltaf sama hetjan að standa í þessu. Vonandi runnu páskaeggin ekki svo vel niður að þú hafir ekki komist á æfingu síðan?

knús Ásta

Ásta (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 20:31

2 identicon

Ekki einn súkkulaðibiti af páskaeggi inn fyrir mínar varir! Þó smakkaði ég 3-4 karamellur úr einhverju egginu....

Edda (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Edda Sveinsdóttir

Höfundur

Edda Sveinsdóttir
Edda Sveinsdóttir

Ég er eiginkona og móðir fjögurra stelpna. Ég er líka hjúkka, kokkur, þvottakona, hreingerningarkona, barnapía, baðari og klæðari og síðast en ekki síst einkabílstjóri!

Hef leynda ástríðu af skák og stefni á glæsta framtíð þar sem og í líkamsræktinni

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • DSC01825
  • DSC01751
  • DSC01829
  • DSC01808
  • DSC01703

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband