Fullt baðker af mönnum

Um helgina var búið að plana hvíld fyrir þreyttan þrekmeistarakroppinn. Hvort ég náði þeirri slökun eða ekki þá var helgin ljómandi fín og tókum við frábæran sprett í Bláfjöllum á sunnudaginn í glampandi sól, gusti og -6°. Ég á oft mjög erfitt með að hætta þegar það er gaman og því varð Tommi að skikka mig niður úr fjallinu á þeim forsendum að börnin væru svöng, köld og þreytt! Færið var mjög gott og svo renndi maður beint í stólinn - hver vill hætta??

Þreyttir fætur frá fyrri viku voru frekar lúnir þegar bíllinn renndi í hlaðið í Skjólsölunum og óskaði ég mér þess að það væri komin heitur pottur í garðinn. Mér varð ekki að ósk minni en dætrum mínum var boðið í pottinn í næsta garði sem þær þáðu og ég sat ein uppi með litla grísinn sem var í miklu stuði meðan Tommi skolaði af bílnum. Þó ég lumi ekki á heitum potti í garðinum á ég afar rúmgott og notalegt baðkar. Það var því ekki annað að gera en að dæla í það mjög heitu vatni og gera tilraun til þess að mýkja vöðvana í fótunum. Þórdís Agla er sérstakur baðáhugamaður og stóð því vaktina yfir móður sinni ef hún skildi líða út af sökum hita. Komst reyndar fljótlega að því að hún var bara að bíða eftir tækifæri til þess að komast ofan í! Þegar hún var búin að rífa sig úr þeim fötum sem hún réði við og bera í mig hitt og þetta leikfangið var vatnið orðið nægilega volgt fyrir hana og lítið annað í stöðunni en að bjóða henni ofan í. Ég áttaði mig fljótlega á því hversu afdrifarík mistök ég gerði þegar fór að fjölga í baðikerinu. Innan stundar voru menn af ýmsum sortum farnir að vappa um milli mín og Þórdísar. Meðal þeirra leyndust tveir höfrungar og nokkrar endur. Taldi ég amk 17 karlmenn þegar mest var og þess má geta að meðal þeirra leyndust prinsar, verkamenn, riddari, íssölumaður, blökkumaður, já og ein kona og síðast en ekki síst jólasveinn án húfu! Allir komu þeir þó frá sama landinu Playmolandi sem hefur skotið út nýlendum víða um heim. Þegar ég loksins var orðin laus við þetta fjölmenni komu tvær ískaldar stelpur úr garðinum. Alþaktar líflausu grasi og skjálfandi undir handklæðum litu þær vonaraugum á aftur orðið notalega baðið mitt..... Þar með lauk sunnudagsslökuninni þegar ég laumaðist upp úr og inn í sturtunaBlush

Það var með mikilli tillhlökkun sem ég mætti með nýju skóna mína á æfingu í gærmorgun. Eitthvað var ég þó lúin þrátt fyrir heiðarlega tilraun til slökunar um helgina og ákvað að hafa hóflega æfingu. Skellti mér á brettið og ætlaði mér að hlaupa til nýju fjárfestinguna. En eymslin sögðu fljótlega til sín og ákvað ég að stoppa hlaupið eftir 3km og snéri mér að öðrum æfingum. Hildur var að sjálfsögðu mætt með svipuna og pískraði mér gegnum uppsetur, bekkpressu og armbeygjur Devil. Því miður þá enduðu fæturnir enn verri eftir þessa fyrstu æfingu á Benzanum. Ég reyndi að slaka vel á í gærkvöldi meðan ég kom öllu bókhaldi síðasta árs fyrir í möppum enda á síðustu stundu með það eins og svo margt sem er síður skemmtilegt Halo

Í morgun vöknuðu svo fúlir fætur sem voru með ömurlegan þrota um allt. Utan á sköflungi og innan á miðjum sköflungi og svo kom endalaust kvart og kvein frá iljunum utanverðum. Hvur andskotinn! Fór á æfingu og entist aðeins 1,5 km á brettinu og skellti mér í skaplegri æfingar eins og hné í olnboga x35, Reyniskviður og bekkpressa. Kallaði það gott og dreif mig heim. Tók mér hvíld í hádeginu og dreif mig svo með nýju skóna, gömlu skóna og eldgömlu skóna í Orkuhúsið þar sem var tekið á móti mér eins og prinsessu. Ég bar upp eymd mína og skýrði mál mitt. Sagði hvað væri framundan og óskaði eftir aðstoð þó ekki væri nema bara ást og alúð...... Og það fékk ég. Göngugreiningarmaðurinn sem ég held að heiti Grani bauð mér á brettið eftir að hafa fært mig úr skóm og sokkum og rúllað upp um mig brókinni. Síðan bauð hann mér sæti og saman horfðum við á reglulega rómantískt göngulag mitt í sjónvarpinu. Mikið hef ég sterklega kálfa! Júbb nýju skórnir voru hárrétt fjárfesting og sjálfsagt vandfundnir heppilegri skór fyrir dívuna. Það sem var hins vegar að eru eldri skórnir mínir sem eru með innan á styrk sem eru algjört eitur fyrir mínar fögru fætur. Þar hófst því vandinn sem ég er að súpa seyðið af núna. Þessa eldri skó er ég búin að nota síðan í október eða nóvember svo ég hef verið að keyra af miklum krafti á kolröngum skóm sem eru búnir að setja mark sitt á vöðvana. En Grani átti ýmis ráð uppi í erminni önnur en að skella stelpunni í hvíld sem er alls ekki optionalt þessa dagana. Eftir viðkomu í lyfjaverslun Salahverfis er ég nú komin með Voltaren í bólgueyðandi skömmtum til tveggja vikna, laxerolíu - já laxerolíu til þess að bera á vöðvana - allra meina bót segir Berghildur ef borið er volgt á svæðið. Nú svo er bara að nota nýju skóna áfram og henda þeim gömlu. Ekki hlaupa neitt á brettinu næstu daga en beita mér að öðrum hartaörvandi æfingu svo sem hjólinu. Vona svo innilega að þessi frábæru ráð dugi því ég ætla mér stóra hluti á næstu dögum.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Edda Sveinsdóttir

Höfundur

Edda Sveinsdóttir
Edda Sveinsdóttir

Ég er eiginkona og móðir fjögurra stelpna. Ég er líka hjúkka, kokkur, þvottakona, hreingerningarkona, barnapía, baðari og klæðari og síðast en ekki síst einkabílstjóri!

Hef leynda ástríðu af skák og stefni á glæsta framtíð þar sem og í líkamsræktinni

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • DSC01825
  • DSC01751
  • DSC01829
  • DSC01808
  • DSC01703

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband