Er laxerolían málið?

Það er ljóst að veikindi eru skollinn á og hefur hitinn hækkað jafnt og þétt í örverpinu í dag. Nú í kvöld þegar hún var á leið í háttinn mældist hún með 39,2°. Hjúkkan brá á öll ráð til þess að tryggja sér nætursvefn - eða amk. gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að eiga möguleika á nætursvefni. Barnið var því nært að því marki sem hægt var, fékk svo mjólk í pela, hreina bleiu og 250mg parasupp. Unginn færður í nátttreyju og sett berleggjuð í rúmið svo rjúki af henni svolítið. Nú svo er maður bara reddý með meira parasupp ef hún fer að vera óvær þegar líður á nóttina.

Ég er hins vegar búin að setja stefnuna á næturæfingu á morgun því það liggur í augum uppi að ekki geti ég farið á æfingu með Dísina eins og venjulega. Æfingarplanið er einfalt:

1. Upphitun
2. 800m hlaup í 0%
    10 upphýfingar - höku upp yfir stöng
    15 armbeygjur - brjóst í gólf og rétta alvegf
    30 uppstig með 10kg í hvorri hendi
  4 lotur í tímatöku
3. 100 kviðæfingar með frjálsri samsetningu s.s. Reyniskviður, hné í olnboga (Leifskviður) eða bara eitthvað annað spennandi

Ég reikna þó með að skipta út hlaupinu fyrir hjól þar sem göngugreiningarmaðurinn ráðlagði það í nokkra daga meðan mesti þrotinn rennur úr fótunum með laxerolíunni! En svo er bara að sjá til hvernig mér líður ef ég prufa að hlaupa.

Nú styttist óðum í keppnisdaginn og er ekki laust við að maður sé orðin svolítið spenntur fyrir því að þetta æfingarferli fari að taka enda. Hins vegar er þetta búið að vera hrikalega gaman og enn skemmtilegra að fá að kynnast öllu þessu skemmtilega fólki sem ætlar að keppa fyrir Sporthúsið. Óneitanlega skemmtilegur hópur. Fyrir mig hefur líka verið frábært að kynnast þessu nýja æfingarformi sem felst í Crossfit þjálfun og hef ég verið að læra eitthvað nýtt á hverri æfingu. Þetta er svo sannarlega það sem ég þurfti á að halda til þess að koma mér á annað stig og ná árangri.

Á sunnudaginn verður svo síðast rennsli sem hópurinn tekur fyrir keppnina sjálfa og hlakka ég bara ótrúlega mikið til að sjá hvort ég hafi ekki bætt mig "heimskulega mikið" eins og ónefndur hvatningamaður hefur nokkrum sinnum haft orð á. Ég er alveg sannfærð um eigið ágæti hvað það varðar og verð illa svikin ef ég fer ekki niður fyrir 30 mínúturnar. Amk ætla ég að opinbera lokamarkmiðið eftir rennslið á sunnudaginn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Edda Sveinsdóttir

Höfundur

Edda Sveinsdóttir
Edda Sveinsdóttir

Ég er eiginkona og móðir fjögurra stelpna. Ég er líka hjúkka, kokkur, þvottakona, hreingerningarkona, barnapía, baðari og klæðari og síðast en ekki síst einkabílstjóri!

Hef leynda ástríðu af skák og stefni á glæsta framtíð þar sem og í líkamsræktinni

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • DSC01825
  • DSC01751
  • DSC01829
  • DSC01808
  • DSC01703

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband