1,5km hjól í staðinn fyrir 800m hlaup

Það má segja að öll ráð hjúkkunar hafi dugað í nótt enda svaf Pjakkur Púkason ágætlega þrátt fyrir hita og sjálfsagt önnur einkenni. Hún var ekkert fullkomin - en þó þannig að það náðist prýðilegur svefn hjá foreldrunum. Það var því ekkert annað í stöðunni en að mæta á æfingu um hálfsjö í morgun og taka vel á því. En það er bara svo miklu miklu miklu erfiðara á nóttunni en á daginn!

Engu að síður keyrði ég í gegnum æfinguna, skipti út 800m hlaupinu (x4) í 1,5km hjól (x4) og lauk þessu á 33:24. Tók svo milljón og eitthundrað kviðæfingar rétt áður en ég brunaði heim í hafragrautsframreiðslu. Pjakkurinn var afar druslulegur og vildi aðeins hanga á öxlinni, borðaði smá hafragraut með rjóma og drakk epladjús. Svo bara horfði hún á mig eins og hún þekkti mig ekki! Skildi ég hafa lagt svona mikið af síðan í gær???W00t  Nú sefur ræfillinn og móðirin fær tækifæri til áframhaldandi líkamsræktar í þvottahúsinu. Bíð spennt eftir föstudagsnæturæfingunni með skemmtilegu fólki.

Annars er ég ekki frá því að fæturnir séu að lagast aðeins. Skankarnir voru nuddaðir með laxerolíu fyrir nóttina og svo hefur kannski ekki komið að sök að ég hvíldi einn dag. Hver veit nema örlögin hafi gripið þar í taumana Alien

Og svona til þess að staðfesta það að ég hafi í raun og veru mætt á næturæfingu af sjálfsdáðun til þess að æfa ein þá hef ég fjölmörg vitni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Go girl...

Hildur klappstýra :o) (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Edda Sveinsdóttir

Höfundur

Edda Sveinsdóttir
Edda Sveinsdóttir

Ég er eiginkona og móðir fjögurra stelpna. Ég er líka hjúkka, kokkur, þvottakona, hreingerningarkona, barnapía, baðari og klæðari og síðast en ekki síst einkabílstjóri!

Hef leynda ástríðu af skák og stefni á glæsta framtíð þar sem og í líkamsræktinni

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • DSC01825
  • DSC01751
  • DSC01829
  • DSC01808
  • DSC01703

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband