Er næturæfing orðin morgunæfing þegar vorar?

Skrítið hvað sumir hlutir geta breyst án fyrirvara! Vegna þess hve vorið á Íslandi er skrýtið þá er varla hægt að segja með góðri samvisku að ég hafi farið á næturæfingu í morgun þrátt fyrir kalt loft. Um hálfsjö er farið að birta töluvert og reyndar var verið að slökkva á ljósastaurunum þegar ég kom í Sporthúsið í morgun. Þetta var sum sé allra síðasta næturæfingin mín en verið fleiri slíkar í næstu viku þá neyðist ég til þess að kalla þær morgunæfingar Errm

Annars var planið við Sporthúsið þéttsetið í morgun og dívan afar illa sofin eftir langa og heita nótt. Örverpið sem hafði fengið öll hjúkrunaráð í gærkveldi, parasupp, nezeril og alles kom fljótlega upp í og umlaði í mömmunni á svona 40 mín fresti þar til ég stakk af úr rúminu um kl. 6. Fjölmennt var í hópnum okkar og var Reynir í saman morgunstuðinu og flesta morgna og skellti okkur í sömu Tabata æfinguna og við tókum held ég í síðustu viku. Tveir og tveir saman 4x4 mín (ein mínúta á hverri stöð) æft í 20 sek (talið) og hvílt í 10 sek. Æfingarnar voru Burpess (froskaarmbeygjur niður í gólf), sipp (aðeins talið þegar bandinu er sveiflað tvisvar í einu hoppi, eða það reynt), bekkur m. 30kg (konur) og hné í olnboga. Þetta gekk bara vel þrátt fyrir þreytu en nú ætla ég að hvíla á morgun eða svona eins og maður gerir með barnastóð og svo er rennsli á sunnudaginn. Ég verð snögg að flytja ykkur fréttirnar um það hvernig það fer en ég hef hrikalega væntingar til sjálfrar mín og sett mér það markmið að klára þetta á undir 30 mín.

Nú þegar unglingurinn er komin heim úr skólanum ætla ég að semja um smá pössun og skjótast eftir sushi í kvöldmatinn fyrir okkur hjónin. Jummý, veit bara ekki hvað ég ætla að gefa börnunum sjálfum - hvað með bara að poppa Halo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Edda Sveinsdóttir

Höfundur

Edda Sveinsdóttir
Edda Sveinsdóttir

Ég er eiginkona og móðir fjögurra stelpna. Ég er líka hjúkka, kokkur, þvottakona, hreingerningarkona, barnapía, baðari og klæðari og síðast en ekki síst einkabílstjóri!

Hef leynda ástríðu af skák og stefni á glæsta framtíð þar sem og í líkamsræktinni

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • DSC01825
  • DSC01751
  • DSC01829
  • DSC01808
  • DSC01703

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband