4.4.2008 | 14:31
Er næturæfing orðin morgunæfing þegar vorar?
Skrítið hvað sumir hlutir geta breyst án fyrirvara! Vegna þess hve vorið á Íslandi er skrýtið þá er varla hægt að segja með góðri samvisku að ég hafi farið á næturæfingu í morgun þrátt fyrir kalt loft. Um hálfsjö er farið að birta töluvert og reyndar var verið að slökkva á ljósastaurunum þegar ég kom í Sporthúsið í morgun. Þetta var sum sé allra síðasta næturæfingin mín en verið fleiri slíkar í næstu viku þá neyðist ég til þess að kalla þær morgunæfingar
Annars var planið við Sporthúsið þéttsetið í morgun og dívan afar illa sofin eftir langa og heita nótt. Örverpið sem hafði fengið öll hjúkrunaráð í gærkveldi, parasupp, nezeril og alles kom fljótlega upp í og umlaði í mömmunni á svona 40 mín fresti þar til ég stakk af úr rúminu um kl. 6. Fjölmennt var í hópnum okkar og var Reynir í saman morgunstuðinu og flesta morgna og skellti okkur í sömu Tabata æfinguna og við tókum held ég í síðustu viku. Tveir og tveir saman 4x4 mín (ein mínúta á hverri stöð) æft í 20 sek (talið) og hvílt í 10 sek. Æfingarnar voru Burpess (froskaarmbeygjur niður í gólf), sipp (aðeins talið þegar bandinu er sveiflað tvisvar í einu hoppi, eða það reynt), bekkur m. 30kg (konur) og hné í olnboga. Þetta gekk bara vel þrátt fyrir þreytu en nú ætla ég að hvíla á morgun eða svona eins og maður gerir með barnastóð og svo er rennsli á sunnudaginn. Ég verð snögg að flytja ykkur fréttirnar um það hvernig það fer en ég hef hrikalega væntingar til sjálfrar mín og sett mér það markmið að klára þetta á undir 30 mín.
Nú þegar unglingurinn er komin heim úr skólanum ætla ég að semja um smá pössun og skjótast eftir sushi í kvöldmatinn fyrir okkur hjónin. Jummý, veit bara ekki hvað ég ætla að gefa börnunum sjálfum - hvað með bara að poppa
Um bloggið
Edda Sveinsdóttir
Tenglar
Skáktenglar
- Skákfréttir
- Skáksamband Íslands Heimasíða Skáksambands Íslands
- Taflfélagið Hellir Heimasíða Taflfélagsins Hellis
- Salaskólaskák Heimasíða Salaskóla
- Taflfélag Garðabæjar Heimasíða Taflfélags Garðabæjar
- Skákdeild Fjölnis Heimasíða Skákdeildar Fjölnis
- Skákskóli Íslands Heimasíða Skákskóla Íslands
- FIDE Heimasíða Alþjóðaskáksambandsins
- The week in chess
- Heimasíða heimsmeistaramótsins
Líkamsræktin
- Crossfitþjálfun crossfit.com
- CrossFit í Sporthúsinu CrossFit
- Þjálfun.is Þjálfun.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.