6.4.2008 | 15:31
"Því ég er frábær"
Nú þegar klukkan er orðin þrjú er ég búin að ná andanum ágætlega, búin að gera ýmsa nauðsynlega hluti fyrir börnin mín, þvo eina vél, ganga frá hér og þar í húsinu og svo síðast en alls ekki síst búin að búa til og borða heimalagaðan bragðaref með dætrunum. Já eimitt - til þess að fagna því ég á það svo skilið
Eftir bara nokkuð svefngóða nótt í Skjólsölum vaknaði frúin rétt fyrir níu sem telst nú bara býsna gott! Það var ekki annað að gera en að koma sér í gírinn og fá sér góðan morgunmat. Þrátt fyrir þennan góða svefn dreymdi ég ótrúlega mikið og var allur draumurinn í tímatöku enda einkenndist hann algjörlega af þrekmeistaraæfingunum 10. Eitthvað hef ég verið að hugsa um tímann minn áður en ég sofnaði en það var alveg sama hve mikið ég reyndi í draumum mínum ég náði bara aldrei niður fyrir 34 mínútur. Assskotinn! Ekki góð byrjun á rennslisdegi. Ég var því afar stressuð, spennt og upptjúnuð þegar ég staulaðist inn í Sporthúsið um 9:20 í morgun. Brautin tilbúin og allir í góðum fíling! Allt var ofur vel skipulagt af Leifi höfðingja og átti ég að hefja rennslið um 11. Eftir ágætis upphitun og hvatningu frá hópnum var lagt í hann. Komst ótrúlega vel frá byrjuninni þrátt fyrir að taka eina hvíldarpásu í fótalyftunum - sem kom sjálfri mér reyndar á óvart. Síðan tóku við armbeygjurnar í einum rikk og þá var komið að því sem ég hata næst mest - uppstigin hundrað. Ég var orðin lúin þar og þurfti örugglega að gera amk 105 uppstig þar sem nokkur töldust ekki með - læt það aldrei koma fyrir aftur! Svo skellti ég mér á bakið af stakri færni enda með reynslu! Tók uppseturnar 40 og 20 minnir mig - geggjað ánægð því engin var ógild! Axlarpressan með stæl og svo var það HELVÍTIS hlaupabrettis ógeðið. Þar var ég búin að áætla 8:30 mínútu sem stóðust upp á sekúndu. Ég átti alltof erfitt með brettið og það voru ekki fótaræflarnir heldur mæðin. Ég hafði reyndar tvo frábæra hvatningarmenn á bakinu sem komu mér lifandi í gegnum þetta, Takk Kristín og Reynir. Leifur gaf mér upp tímann minn þegar ég kom á brettið og það gaf mér vissulega búst en ég þarf að passa vel upp á þolið. Það var lítið hlaupið, aðeins skokkað en mest gengið rösklega. Þegar þetta HELV... var búið hljóp ég á bekkinn og tók hann með stæl 20-15-5 (minnir mig). OG TÍMINN VAR - já haldið ykkur og minnist markmiðisins undir 30 mín - 27:20. Og haldiði að ég sé ánægð og já ég er öskrandi ánægð og svo ég steli orðum hans Imma ananas (úr ávaxtakörfunni) ÞVÍ ÉG ER FRÁBÆR!
Er sem sagt enn að melta þessa frábæru frammistöðu sem kom sjálfri mér langmest á óvart. Nú hlakka ég bara til að sjá millitímana þegar Leifur gefur sér tíma til þess að birta þá svo ég geti sett mér markmið fyrir þann 19. apríl. Nú er ég líka viss um að Reynir er hrikalega stoltur af stelpunni og Leifur getur nú líka verið ánægður með mig því það var jú hann sem hvatti mig mest til þess að kýla á einstaklingskeppnina. svo þegar hjúkkan er búin að reikna út árangurinn þá telst mér til að ég hafði náð 29% tímabætingu frá fyrsta rennsli. ÞVÍ ÉG ER FRÁBÆR!
Um bloggið
Edda Sveinsdóttir
Tenglar
Skáktenglar
- Skákfréttir
- Skáksamband Íslands Heimasíða Skáksambands Íslands
- Taflfélagið Hellir Heimasíða Taflfélagsins Hellis
- Salaskólaskák Heimasíða Salaskóla
- Taflfélag Garðabæjar Heimasíða Taflfélags Garðabæjar
- Skákdeild Fjölnis Heimasíða Skákdeildar Fjölnis
- Skákskóli Íslands Heimasíða Skákskóla Íslands
- FIDE Heimasíða Alþjóðaskáksambandsins
- The week in chess
- Heimasíða heimsmeistaramótsins
Líkamsræktin
- Crossfitþjálfun crossfit.com
- CrossFit í Sporthúsinu CrossFit
- Þjálfun.is Þjálfun.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ hæ - það var gaman að sjá þig klára þetta í morgun!!! Mig langaði að hvetja þig áfram og "öskra" svolítið á þig á hlaupabrettinu en ég var hrædd um að eyðileggja fyrir þér því ég laumaðist inn "á fötunum" til að sjá þig og hafði verið svo hugsunarlaus að skella á mig smá ilmvatni (sem ég var sjálf að kafna af)... og var hrædd um að kæfa þig og meðkeppendurna úr "fýlu" enda svitalyktin sú eina leyfilega á svæðinu! Svo virtust vera skiptar skoðanir um hvort ætti að pína þig áfram eða leyfa þér að taka þetta á þínum tíma... var ekki viss í hvorn fótinn ég átti að stíga - þarf að ræða betur þetta klappastýruatriði við þig fyrir keppnina!!! Annars ertu búin að standa þig hriiiiikalega vel og ég er mjög stolt af þér... gaman að sjá myndirnar líka
ÞÚ ERT FRÁBÆR EDDA ANANAS 
Hildur klappstýra :o) (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 21:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.