Lokamarkmiðið......

Það sagði engin að það væri auðvelt að vera frábær! Þetta er bara heljarinnar vinna. Maður er bókstaflega svo upptekin af vellíðan að maður má varla vera að því að sinna börnum og búi! Það hefur þó ekki verið kvartað eftir ísinn í gær og svo ... já smá meira svindl, pizzuna sem við mæðgur fengum okkur í gærkvöldi. Ég var bara alltof ánægð og þreytt til þess að standa í einhverri eldamennsku! Hvað sem pizzunni leið þá svaf ég eins og engill í nótt og varð ekki einu sinni vör við bóndann þegar hann kom heim úr þessari langþráðu vélsleðaferð. Sjúklingurinn svaf líka en er alls ekki orðin góð. Hún vaknaði þó býsna spræk í morgun en það entist stutt. Fljótlega gaf hún í skyn að meiri innivera væri ekki í boði og sótti hún skóna sína, úlpu, húfu og bíllyklana. Kallaði á mömmuna og gekk að útidyrunum - við fórum í smá bíltúr!

Þar sem ég átti akkúrat ekkert erindi út fyrir hússins dyr og bókstaflega ráfaði eftir götunum úr hverfinu fékk ég þá snilldar hugmynd að kíkja í Distica - EAS og athuga hvort ekki væru einhver fæðubótaefni sem gætu nýst mér á lokasprettinum. Afgreiðslumaðurinn er sjálfur á leið í keppnina og var því afar hjálpsamur (þótt honum hafi fundist ég helst til órólegW00t) sýndi mér eitt og annað en hvatti mig fyrst og fremst til þess að drekka kolvetni á æfingunum. Að minnsta kosti fór ég út með semi fullan poka af dóti og spenning. Satt að segja er ég orðin hrikalega spennt fyrir þessu og get nú varla beðið eftir keppninni þó mér veitti svo sem ekkert af 2-3 vikum í viðbót til þess að bæta þolið.

Eftir að hafa setið yfir millitímunum mínum hef ég fundið út að ég er nú bara mjög góð í mörgu eins og t.d. niðurtoginu, armbeygjunum, axlarpressunni og bekknum. Ég verð mjög sátt við að halda þeim tímum óbreyttum (bæting er þó alltaf í boði) ef ég get nælt mér í tvær extra mínútur niður! Þessar tvær mínútur þarf ég að klípa af uppstíginu og hlaupinu. Næstu dagar verða tiltölulega rólegir æfingadagar (hvíldi með sjúklinginum í dag) en vonandi get ég unnið áfram í þolinu fram að keppni og ef það er fræðilegur möguleiki að bæta þolið enn frekar á þessum tólf dögum sem eftir eru þá get ég sett mér markmiðið 26:00. Nú vil ég endilega fá viðbrögð frá æfingarfélögunum um raunhæfi þessa markmiðs Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert frábær og ég hef fulla trú á að þú náir þessu markmiði

Já, skynsamlegt að taka kolvetni á æfingum en það er óþarfi nema æfingarnar séu lengri en 2 klst.... en strax eftir æfingar á maður að borða kolvetni (t.d. banana) og fínt að fá sér prótein (skyr).  Sykrað skyr er líka ágætt eftir æfingu.  Kolvetnin fylla á glýkógenbirgðirnar og varna niðurbroti vöðva.  Líka gott að vera með góðar birgðir fyrir æfingu, fínt að borða létt ca 2 tímum fyrir æfingu... en annars verður maður líka að finna út hvað hentar best :)

Soffía æfingafélagi (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 18:51

2 identicon

ÞÚ ERT FRÁBÆR!!!!

Nú kíki ég hér á hverjum degi eftir þetta ég var svo lengi að lesa það sem þú hefur skrifað.  Frábær árangur hjá þér FRÁBÆR!!! Gangi þér vel dúlla og ég trúi því líka vel að markmiðið náist um að stytta tímann um eina og tuttugu.  Knús Ásta

Ásta (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 23:05

3 Smámynd: Edda Sveinsdóttir

Þetta er svolítið vandmeðfarið þetta með matinn og næringuna fyrir og eftir æfingu. Sjaldnast næ ég að borða 2 tímum fyrir æfingu því ég fer annað hvort ógeð snemma eða um 9 og þá er bara liðin klukkustund. þá verður maður að passa að borða ekki of mikið og ekki of lítið en eiga samt nóg! Prufaði ISO Drive drykk á æfingunni í dag sem var reyndar nokkuð róleg og mér leið bara nokkuð vel. Vöðvarnir mínir eru soddan kökklar að ég verð greinilega að passa glýkógenbirgðirnar en án þess þó að næringarinntakan valdi ógleði eða einhverskonar vanlíðan á æfingunni

Edda Sveinsdóttir, 8.4.2008 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Edda Sveinsdóttir

Höfundur

Edda Sveinsdóttir
Edda Sveinsdóttir

Ég er eiginkona og móðir fjögurra stelpna. Ég er líka hjúkka, kokkur, þvottakona, hreingerningarkona, barnapía, baðari og klæðari og síðast en ekki síst einkabílstjóri!

Hef leynda ástríðu af skák og stefni á glæsta framtíð þar sem og í líkamsræktinni

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • DSC01825
  • DSC01751
  • DSC01829
  • DSC01808
  • DSC01703

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband