Vor í garðinum

Í morgun mætti ég sæl og kát í Sporthúsið kl. 9 með litla Pjakk Púkason sem var reyndar ekki alveg jafn sæl og kát og ég sjálf. Hún er orðin frísk og allt það en bara svolítið geðstirð og vill helst láta halda á sér. Hún var reyndar afar hamingjusöm yfir því einu að fá að fara út og titraði af ánægju þegar ég var að losa hana úr stólnum við Sporthúsið. Brosti sínu blíðasta til Freyju en vildi svo bara vera í fanginu á henni allan tímann. Ég sá fram á frekar stutta æfingu eða svona klukkutíma.

Upphitun á hlaupabrettinu og í crossfit horninu svo tók ég þungar efripartsæfingar. Náði þessu á góðum tíma svo ég átti smá tíma eftir í uppstigsæfingar og bar undir Sensei Reyni hvernig best væri að taka lærin svona á lokasprettinum. Hann horfði á mig með þessum drápsaugum sem við erum nú farin að þekkja býsna vel og svo kom glottið! Dró mig inn í stóra sal og sagði: Þú færð nú reyndar harðsperrur eftir þessa æfingu en hún er góð! Svo verða uppstígin eins og fyrir aumingja ef þú gerir þetta vel (eða eitthvað svoleiðis Devil). Og æfingin var: einhverskonar dauðaganga yfir allan salinn, stór skref og hnén niður í hverju skrefi. Hendur mega ekkert snerta og horfa beint fram. Að sjálfsögðu var þetta í tímatöku og ferðirnar voru ekki 2 -4 heldur 10 já 10. Kláraði dæmið en gleymdi að taka tímann þar sem ég var ekki með skeiðklukkuna á mér aldrei slíku vant. En harðsperrurnar sem ég fæ verða ógeð......

Annars er bara að vora hér í Skjólsölunum því fyrstu tvær kryddjurtirnar eru farnar að skríða upp úr moldinni. Graslaukurinn sem er algjörlega ódrepandi með öllu og því tilvaldinn í garðinn minn, var fyrst sýnilegur fyrir um það bil viku. Þegar ég fór út um helgina og hreinsaði frá nýju stönglunum sá ég að steinseljan er líka að skríða úr hýðinu. Nú þarf kannski ekki nema svona mánuð og þá get ég farið að stinga niður því sem ekki vex aftur eftir veturinn og verður fyrst farið í það að setja niður salat og spínat. Ekki svo að skilja að hann Tommi minn sé búinn að smíða kerin undir matjurtirnar ennþá en ég bjarga mér þar til það kraftaverk gerist. Þegar ég kom svo heim eftir æfinguna fórum við Þórdís út í dúkkuhúsið í garðinum og tókum aðeins til þar. Sópuðum gólfið og tókum allt sem hægt var að setja í þvottavélina og komum því í þvott. Ég er bara að verða nokkuð spennt fyrir vorverkunum og þarf greinilega að fara fljótlega í Byko og kaupa timbur í restina af því sem þarf að gera....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja þú hefur ekki hlaupið í vorverkin í dag? Annars aldrei að vita þegar þú ert annars vegar.  Gangi þér vel í þrekmeistara æfingunum. Ásta

Ásta (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 12:59

2 identicon

Mér líst vel á þessa þrek keppni hjá þér !
Ég háma í mig gómsætar kartöfluflögur og fylgist með þessu hjá þér !
hehe
Kveðja Júlli.

Júlli (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Edda Sveinsdóttir

Höfundur

Edda Sveinsdóttir
Edda Sveinsdóttir

Ég er eiginkona og móðir fjögurra stelpna. Ég er líka hjúkka, kokkur, þvottakona, hreingerningarkona, barnapía, baðari og klæðari og síðast en ekki síst einkabílstjóri!

Hef leynda ástríðu af skák og stefni á glæsta framtíð þar sem og í líkamsræktinni

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • DSC01825
  • DSC01751
  • DSC01829
  • DSC01808
  • DSC01703

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband