10.4.2008 | 12:59
Og nú verður ekki aftur snúið!
Í gærkvöldi skráði ég mig og borgaði þátttökugjaldið. Nú verður ekki aftur snúið!
Æfingarbrjálæðið sem ég hef verið með undanfarnar vikur er óneitanlega farið að skila sér í góðu formi, auknum styrk, meira þoli, betri líðan og líka sterkari sjálfsmynd . Fötin passa öðruvísi og betur á mig og elstu æfingarbuxurnar leka niður á hné þegar ég hleyp og svo stíg ég í skálmarnar og dett. Sama má segja um brjóstin sem virðast leka álíka langt niður en þau er ekki hægt að setja í saumavélina og þrengja eða lyfta....
. Hins vegar eru þessar æfingar líka farnar að taka sinn toll og er ég frekar þreytt þessa dagana. Að einhverju leiti þó vegna veikinda Dísunnar en æfingarálagið er þá aðalástæðan. Ég er líka býsna utan við mig og er nú farin að velta því fyrir mér hvort ég sé farin að brenna gráu sellunum samhliða þessum hvítu sem eru mun dreifðari um kroppinn en þær gráu. Gallinn við það að tapa þessum gráu er sá að þær koma aldrei aftur! Þessar hvítu sem nærast fyrst og fremst á kaloríum úr fitu þær bara minnka en hverfa ekki - mikil synd
. Til marks um það að viðkvæmni mín er líka í hámarki verð ég að opinbera að bæði í gær og í dag lagðist ég í rúmið mitt við hliðina á barnarúminu rétt fyrir hádegið þegar Dísin átti að fara að sofa. Þreytan í skrokknum gerði mig svo þunga að ég gat engan vegin hreyft búkinn svo ég kveikti á hljóðlausu sjónvarpinu meðan hún var að sofna og ég að ná úr mér sleninu. Báða dagana var þátturinn Extreme makeover - home edition á dagskrá og náði ég að horfa á lokasenurnar þegar fjölskyldurnar voru að koma heim. Í gær horfði ég á dansarann, tiltölulega unga einstæða móður tveggja drengja sem var orðin illa haldin af MS og gat því ekki dansað lengur. Tilfinningaflóð hennar og sonanna var svo magnað að þreytta húsmóðirinn og þrekmeistarinn í Skjólsölum gat ekki annað en tárast yfir herlegheitunum. OG ég er EKKI ólétt..... Já og sama var upp á teningnum í dag, prestsekkja og móðir fimm barna sem hafði nýlega misst húsbóndann og aftur brutust tárin fram hjá Skjólsalafrúnni. Hættum nú alveg! Ég kveiki ekki á sjónvarpinu á morgun þegar strumpurinn fer að sofa - ég hef bara ekki orku í þessa tilfinningabombu!
Á morgun er ég að hugsa um að skella mér á eina svona eldsnemma morgunæfingu og vera komin heim fyrir skóla hjá genginu. Heimilsverkin þau vinna sig nefnilega ekki sjálf og tel ég að heimilisstörf séu stórlega vanmetin verkefni. Þegar ég var þriggja barna móðir og vann 300% vinnu ef með eru talin öll ferðalögin innan lands og utan þá hafði ég konu í vinnu við einmitt þessa iðju. Að þrífa heimilið. Við svoleiðis aðstæður er mun auðveldara að þrífa. Kvöldið fyrir komu hreingerningarkonunnar er lagað til í öllum rýmum og svo kemur hún og hespar af þrifunum á ca 4 klst. Þetta getur húsmóðir ekki. Hún þarf að byrja á því að laga til og skapa hreingerningaraðstæður. Það getur reynst erfitt þegar eftirlitsmaðurinn er undir tveggja ára aldri. Mér þótti því afar vænt um konuna sem þreif hjá mér. Þegar prófessorinn á kvennadeildinni hótaði að leggja mig inn á síðustu meðgöngu til þess að hemja hjá mér hreingerningarþörfina lofaði ég því að ég skildi hringja í konuna mína góðu. Hún kom og sinnti sínu af mikilli natni. Svo mikilli natni að þegar ég var að bögglast við að skipta á rúmunum - svona til þess að vera að gera eitthvað meðan hún var á fullu (komst nefnilega ekki fyrir bakvið stýrið á bílnum og var því kyrrsett heima!), þá átti hún það til að taka af mér rúmfötin og reka mig í aumingjastólinn og segja: Edda þú átt hvíla þig, ég þrífa og gera allt þetta. Þú átt að passa þig ekki satt? Og ég hlýddi, hrundi í stólinn og oftar en ekki varð ég vör við það að hún breiddi yfir mig lakið áður en hún læddist út úr húsinu og skipaði dætrunum að hafa hljótt þegar þær voru að koma heim. Hún gerði svo miklu meira en var ætlast til af henni og er ég henni enn afar þakklát. Það var erfitt að taka við af henni aftur þegar ég hafði jafnað mig eftir keisarann og svo kviðslitsaðgerðina en nú er ég tekin við og er bara hreinlega að drukkna í heimilisverkum - kannski af því að ótrúlega orka fer í Þrekmeistarann! En aðeins vika þar til ég fer norður.
Já og ég fer ein norður með tvær yngri dæturnar með mér. Tommi fer með skákdrottningarnar á norðurlandamót stúlkna til Noregs þann 17. apríl en þann dag ætla ég að taka síðustu æfinguna fyrir mótið. Er jafnvel að hugsa um að bruna svo af stað norður fljótlega eftir æfinguna svo ég verði búin að koma mér vel fyrir og stelpurnar búnar að sofa eina nótt á nýjum stað svo þær sofi sem best nóttina fyrir keppni. Tvær klappstýrur ætla þó að fylgja og eru það heiðurshjónin Hildur og Siggi sem ætla að gista hjá mér og verða þau með sína unga tvo sem eru á sama aldri og strumparinir mínir. Þetta verður því frábær helgi hjá okkur og ég verð ekki alein með stelpurnar.
Um bloggið
Edda Sveinsdóttir
Tenglar
Skáktenglar
- Skákfréttir
- Skáksamband Íslands Heimasíða Skáksambands Íslands
- Taflfélagið Hellir Heimasíða Taflfélagsins Hellis
- Salaskólaskák Heimasíða Salaskóla
- Taflfélag Garðabæjar Heimasíða Taflfélags Garðabæjar
- Skákdeild Fjölnis Heimasíða Skákdeildar Fjölnis
- Skákskóli Íslands Heimasíða Skákskóla Íslands
- FIDE Heimasíða Alþjóðaskáksambandsins
- The week in chess
- Heimasíða heimsmeistaramótsins
Líkamsræktin
- Crossfitþjálfun crossfit.com
- CrossFit í Sporthúsinu CrossFit
- Þjálfun.is Þjálfun.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.