Aðeins fimm dagar....

Jæja nú var mætt á æfingu í morgun eftir helgarhvíld. Er reyndar ferlega slæm í fótunum og eru mjaðmirnar farnar að kvarta hástöfum síðasta sólarhring. Í morgun hitti ég Reyni, Leif og Annas í crossfit horninu og fékk ég smá aukabúst frá þeim þótt drusluleg hafi verið. Ákvað að taka ekki alltof stífa æfingu þar sem ég þarf eiginlega bara að safna kröftum fyrir laugardaginn. Tók því hluta úr Þrekmeistarnum en ekki á fullum hraða.

Hjól 2km á level 7
Þrekstiginn á level 10 í 10 mínútur
Niðurtog 25 kg x 50
Fótalyftur x 60
Armbeygjur x 30 
Uppstig 5kg í hvorri x 100 (ákvað að taka tímann 3:50)
Uppsetur x 60 (án pásu og alla leið - jibbý)

 Teygði svo geðveikt vel og fór heim að olíubera eldhúsborðplöturnar Alien
Nú markmiðið hjá mér er að stytta uppstigstímann um ca 1 mínútu sem ég hlýt að geta þegar ég næ þeim á 3:50 núna semiþreytt en á 5:40 í rennslinu síðast. Ég ætla að taka 20 og 20 á hvorn fót helst tvisvar sinnum og pása fyrir síðustu 10 og 10. Hlaupið þarf ég að stytta líka um tæpa mínútu. En hvernig sem ég fer að því þá ætla ég að bæta mig um 2:22 og fara þar af leiðandi niður í 24:58 lifa það af og fagna LoL

Þetta er sem sagt ofurdraumamarkmiðið og nú er vissara fyrir ykkur öll sem lesið þessa síðu en skrifið ekkert að senda mér hvatningu og kveðju svona síðustu dagana fyrir keppni!  Hér kemur svo sundurliðun og ofurdraumamarkmiðinu:

Hjól:          2:55
Róður:       2:40
Niðurtog:   1:18
Fótalyftur: 1:20
Armbeygjur: 0:30
Uppstig:    4:40
Uppsetur: 1:30
Axlarpressa: 0:30
Hlaup:           7:40
Bekkur:         1:50
Heildartími: 24:58

Allar áskoranir, áheit eða veðmál Bandit gera þetta bara skemmtilegra Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ferð létt með þetta Edda. Ég myndi a.m.k. ekki veðja gegn þér!

Sjáumst fljótt.
LG

Leifur Geir (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 21:29

2 identicon

hæ Edda  vonandi ertu búin að finna út úr hraðanum á brettinu sem ég ætlaði að finna út fyrir þig   Hvernig tekurðu uppstigin?  stígurðu með lausa fætinum fram eða aftur (skilurðu hvað ég á við?) Ég hef alltaf sett hann fyrir framan fótinn sem ég stend í en eftir tilraun í gær (sem endaði með því að pallurinn hrundi) held ég að það sé betra að setja tánna aftur fyrir... sjáumst við ekki í fyrramálið? 

Guðrún Helga (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 14:38

3 identicon

Nei ég er sko ekki búin að finna út úr hraðanum en set málið í hendur verkfræðingsins . Uppstigin hef ég tekið á báða vegu. Síðustu skiptin sem ég hef verið að taka þau og í rennslinu síðast setti ég tánna aftur fyrir. Þetta er ágæt nema ég er farin að finna til í mjöðminni og hef ég grun um að það sé vegna þess að stykkin tvö sem kallast fætur og ganga niður frá mjöðmunum eru frekar stutt og eftir að hafa stúderað þetta með Annasi í gærmorgun þá virðist ég setja einhvern snúning á mjöðmina þegar ég set tánna aftur fyrir...  Uppstigin í gær tók ég beint fram og það gekk ágætlega en þá er meiri hætta á að hællinn lendi á línunni. En ef ég á annað borð fer upp á pallinn á hlið þá finnst mér betra að setja tánna aftur fyrir.

Of course mæti ég í fyrramálið eldsnemma og ofurspræk  Hlakka til að sjá ykkur með stírurnar í augunum....

Edda (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 16:53

4 identicon

Hæ súper mom, þetta er alveg geðveikt hjá þér, ég verð nú eiginlega bara uppgefin við að lesa þetta...... en bíð spennt e. að þú takir mig í æfingu þegar þetta púl verður búið hjá þér .....

Gangi þér vel með framhaldi..... hin súpermomið með öll börnin....

 p.s var að spá í hver væri orðin pjakkur.....???

Berghildur (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 17:10

5 identicon

Pjakkur Púkason er nýyrði. Notað yfir óþekkasta barnið í fjölskyldunni sem ég var svo viss um að yrði strákur. AKA Þórdís Agla

Edda (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 19:00

6 identicon

ÁÁÁÁÁÁfram Edda klappklapp klapp klapp klapp!!!

Er með í anda gangi þér vel snúllan mín! kv. Ásta vanvirka og með kveðju frá Árna ofvirka

Ásta Kristín Svavarsdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 22:06

7 identicon

hæ - ég mætti í morgun - allt of seint þar sem þú varst löngu farin en samt mætti ég (með stýrurnar í augunum) klukkan hálftíu... frétti svo af næturæfingunni...

gott að heyra að pollýanna er life and well.

þú er klárust að geta þetta ....!

Hildur klappstýra :o) (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 13:07

8 identicon

Hlakka til að fylgjast með þér á laugardaginn og dáist af þér að hafa skellt þér í þessi læti - kannski að bókin mín á náttborðinu þinu hafi e-ð með þetta að gera  ??

 Good luch og við sjáumst sveittar og þreyttar !

kk

Sprellan

sprellan (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Edda Sveinsdóttir

Höfundur

Edda Sveinsdóttir
Edda Sveinsdóttir

Ég er eiginkona og móðir fjögurra stelpna. Ég er líka hjúkka, kokkur, þvottakona, hreingerningarkona, barnapía, baðari og klæðari og síðast en ekki síst einkabílstjóri!

Hef leynda ástríðu af skák og stefni á glæsta framtíð þar sem og í líkamsræktinni

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • DSC01825
  • DSC01751
  • DSC01829
  • DSC01808
  • DSC01703

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband