16.4.2008 | 16:54
Jarðgöng til Vestmannaeyja!
Vá hvað þetta er fljótt að líða. Bara ein æfing eftir og svo keppnin. Í morgun mætti ég fyrir hálf sjö og tók nokkuð létta æfingu með hópnum. Svona klassískur Reynir sem var þar á ferðinni en þó tiltölulega dempraður þannig að ég geri ekki ráð fyrir harðsperrum eða nokkru slíku enda tók æfingin bara 9:09 mínútur! Eftir það voru línurnar settar og allir komnir í hörku keppnisfíling. Ég er ekki frá því að fæturnir séu aðeins betri enda fór hún Rut mín mjúkum en aflmiklum höndum sínum yfir skankana og aðra vöðva í gærkvöldi. Ég er því bara nokkuð vel stemmd og hlakka bara mikið til. Í dag hef ég verið að pakka eldri dætrunum niður enda þær að fara í flug með eiginmanninum í fyrramálið. Ég, Elín Edda og Þórdís erum líka að verða ferðafærar enda ætlum við að leggja í hann fljótlega eftir lokaæfinguna. Þetta er allt orðið svo vel planað að jafnvel þó eitthvað klikki þá er plan B og C algjörlega á hreinu!
Á eftir förum við hjónin á Jazzballettsýningu hjá dansskóla Birnu Björns þar sem hún Hildur okkar ætlar að taka sporið í gellufötunum sem hún vældi út úr móður sinni í Benetton um daginn. Þetta eru svakalega flottar sýningar og ekki laust við að ég hlakki til. Í framhaldi af sýningunni er svo ferðafundur og myndatökur af NM stúlkunum sem eru á leið til Noregs þar af leiðandi kemur það sér vel að vera langt komin í ferðatöskurnar enda verður klukkan orðin ansi margt þegar við komum heim í kvöld til að klára að pakka niður.
Pollýanna sem ég leitaði af og fann er hjá mér svo sterk á þessari stundu. Þarf þó reyndar ekki alveg að treysta á hana 100% því ég hef mikla trú á sjálfri mér fyrir þessa keppni. Það er deginum ljósara að jákvætt hugarfar hefur komið mér þangað sem ég er í dag en þeir sem mig þekkja vita fyrir víst að ég trúi hvorki á bölsýni né annars konar neikvæðni. Ég er þó mannleg eins og allir og á mínar vonleysistilfinningar en sem betur fer hefur mér lærst með árunum að ég er fær um að flytja fjöll ef ég set viljann í verkið. Stundum þarf ég klettinn minn til þess að hjálpa mér að taka stórar ákvarðanir sérstaklega ef þær geta haft áhrif á fjölskylduna eins og þessi þátttaka mín óneitanlega gerir. Ég tala ekki um annað, hugsa ekki um annað og geri lítið annað en að stúdera og æfa fyrir Þrekmeistarann. Ég veit hvaða árangri ég er búin að ná. Ég veit hvaða árangri mig langar að ná og ég veit hvaða tíma ég mun ná og það verður ekkert sem stöðvar mig.
Í fyrsta sinn á ævinni tek ég eitthvað jafn sjálfselskt verkefni fram yfir börnin mín (þe. dæturnar tvær sem eru á leið til Noregs og gerðu ráð fyrir mér þar). Þótt Tommi sé nú orðin svolítið þreyttur á pælingum um hlaupatíma og þyngdum í bekknum þá er hann hrikalega stoltur af mér og því sem mér hefur áunnist sl. vikur. Þrátt fyrir að þreytan hafi stundum náð yfirhöndinni er ég gríðalega ánægð með ákvörðunina, árangurinn og nýja líkamann. Ég mun taka þátt aftur að ári liðnu og þá verð ég búin að vinna upp mjög gott grunnþol svo ég mun brjóta 20 mínútna múrinn með svo miklum stæl að íþróttahöll Akureyrar myndar sjálfkrafa jarðgöng til Vestmannaeyja
Um bloggið
Edda Sveinsdóttir
Tenglar
Skáktenglar
- Skákfréttir
- Skáksamband Íslands Heimasíða Skáksambands Íslands
- Taflfélagið Hellir Heimasíða Taflfélagsins Hellis
- Salaskólaskák Heimasíða Salaskóla
- Taflfélag Garðabæjar Heimasíða Taflfélags Garðabæjar
- Skákdeild Fjölnis Heimasíða Skákdeildar Fjölnis
- Skákskóli Íslands Heimasíða Skákskóla Íslands
- FIDE Heimasíða Alþjóðaskáksambandsins
- The week in chess
- Heimasíða heimsmeistaramótsins
Líkamsræktin
- Crossfitþjálfun crossfit.com
- CrossFit í Sporthúsinu CrossFit
- Þjálfun.is Þjálfun.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ÞÚ ERT SVOOO FRÁBÆR!! Það verða þér allir íslendingar ævinlega þakklátir fyrir göngin til Eyja! Eiginlega verð ég samt að bæta á verkefnalistann hjá þér... Er það ekki í höndum veislustjóra að sjá um að brúðurin sé í fullkomnu formi fyrir áætlaðan dag??? Hún er hætt að æfa sefur ekki sökum skemmtunar yngsta sveinbarnsins á nóttunni og fær sér kók og suðusúkkulaði reglulega til að næla sér í skyndiorku
útkoman er frekar kringlótt
En ég á smá Pollýönnu líka fer út að hlaupa og sökum þess hve nærgætinn og tillitsamur maðurinn minn er og hugsar um flest annað en sjálfan sig... þá fæ ég líklega tíma til að fara út að hlaupa og kannski í tíma hjá íslensku vigtarráðgjöfunumá næstu 3 mánuðum .
En hér kemur STÖÐUG risaEINBEITINGARORKUSTRAUMUR til þín fram yfir keppni amk! Brjóttu fót kona, poj poj og tuh tuh
Ásta Kristín Svavarsdóttir (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 10:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.