Þreikmeistaranum 2008 lauk í dag

Jæja nú er þessu bara lokið og gekk nú alls ekki þrautarlaust! Við mæðgur keyrðum inn í höfuðborg norðurhjarans rétt um kl. 18 á fimmtudagskvöld eftir frekar þægilega bílferð með pissustoppi á Blönduósi og akút í spreng pásu við Silfrarstaði í Skagafirðinum. Fórum beint í Bónus og keyptum vistir og komum okkur svo fyrir í Hrafnagilsstrætinu. Það var einmitt þá sem frú Edda fór að finna fyrir óþægindum í hálsi og andþyngslum sem ágerðust þegar líða tók á kvöldið. Laufey akureyrarmey kom til hjálpar hjúkkunni með töfradrykk sem hún blandaði og fyllt mig af alls kyns sólhöttum og engiferi. Föstudagurinn var afar dapurlegur í sólinni þar sem öll fyrirheit um sundlaugarferðir með börnunum og rölt í bænum voru rofin með veikindum mínum. Ég hélt mig að mestu heimafyrir í tedrykkju og sólhattaáti. Milli þess reyndi ég að borða kolvetni svona bara til öryggis ef ég gæti tekið þátt. Þegar líða tók á kvöld var ég orðin afar döpur og leið yfir að vera komin alla þessa leið, ein með tvo unga og í toppformi og geta svo ekki tekið þátt. Ég verð líka að viðurkenna það að ég réði ekki við þessa tilfinningu og leyfði mér bara að syrgja það. Kl. 21 mætti ég svo ásamt Ásgeiri á undirbúningsfundinn í Höllinni og sá alla stemmninguna. Það gerði bara illt verra og leið mér í raun enn ver. Sporthúsfélagarnir sögðu mig líta ansi veiklega út enda náföl sem dauðinn - afar upplífgandi Frown. Það var því afar slöpp og leið hjúkka sem fór að sofa í gærkvöldi og hún var ekki á leið í keppni dauðans AKA Þrekmeistarann!

Eftir þokkalegan svefn vaknaði ég fyrir sjö í morgun og leið nú ögn skárr. Eftir samtal við heimilislækninn minn í gær þá hafði ég tekið þá ákvörðun að ef ég væri með hita í morgun myndi ég ekki taka þátt enda hafði hann þrívegis ráðlagt mér eindregið frá því! Það var því ekki annað að gera en að mæla frúna og taka ákvörðun eftir það. Engin hiti svo ég var því ekki að svíkja lækninn! Þar sem líðanin var ágæt undirbjó ég mig eins og ég myndi taka þátt og kl. níu var ég lögð af stað niður í íþróttahús. Þar sem fæstir bjuggust við að sjá mig var vel tekið á móti mér og ég ágætlega stemmd þrátt fyrir augljós veikindi og þunga öndun. Svo ég ákvað að taka þátt! Ég var í 14 umferð og varð þetta lokarennsli einstök upplifun dauðans! Ég tók strax þá ákvörðun að hugsa ekki um markmiðin mín og keyra þetta á mun hægara tempói enda væri engin skynsemi í öðru eins og ástatt var fyrir mér. Hjólið varð mér fáránlega erfitt en það hef ég aldrei upplifað áður. Hvort það var vegna veikindanna eða hjólið bara vitlaust stillt or something þá tók það alltof mikið frá mér. Róðurinn var öruggur og niðurtogið líka. Fótalyfturnar voru frekar erfiðar þar sem grindin sem maður hangir í var miklu breiðari en ég er vön svo ég átti mjög erfitt með að halda stöðunni. Pásaði þar að ég held tvisvar frekar en einu sinni. Svo komu armbeygjurnar í einum rykk eins og alltaf!!! en svo kom æfingin frá helvíti - uppstigin. Það var langerfiðasta æfing dagsins enda dómaraskottið afar ósanngjarnt að mínu mati og ég gerði minnst 120 því ekkert var nógu gott fyrir hana. Eftir á sögðu allir áhangendur mínir að þeir hefðu verið vissir um að þarna myndi ég gefast upp enda hef ég ekki tölu á pásunum. Hreint helvíti á jörðu en uppgjöf er ekki til í orðaforða fjögurra barna móður - það þykir ekki góð fyrirmynd þótt einhverjir hefðu sjálfsagt skilið mig.....  Þegar þessu lauk var komið að æfingunni sem ég hélt að ég gæti ekki hérna í janúar og ætlaði því ekki að taka þátt í keppninni. 60 uppsetur gerði ég prýðilega vel með tveimur stuttum pásum. Þarna var frábær dómari sem var bæði leiðbeinandi og hvetjandi. Held ég hafði svo klárað axlarpressuna í einum rykk án þess þó að vera viss en dómarinn var sífellt að segja mér að fara neðar sem var gjörsamlega ómögulegt þar sem tækið komst aldrei neðar. Hún gerði sér sjálfsagt ekki grein fyrir því að ég væri ekki jafn hávaxin og Cameron DiazGrin. Og svo var komið að hlaupabrettinu sem að þessu sinni var ekki erfiðast bara ógeðslega löng æfing. Ég tók brettið frekar hægt enda átti ég mjög lítið eftir af orku og ætlaði mér að klára þetta og lifa! Náði aldrei að hlaupa enda vissi ég að ég yrði að eiga eitthvað eftir fyrir bekkinn. Ég var eiginlega mjög ánægði þegar þangað kom því þá vissi ég að þetta myndi taka enda - þið vitið eins og þegar maður er óléttur og líður hræðilega illa þá er öruggt að það mun taka enda á ákveðnum degi! Já það var einmitt þetta sem ég hugsaði þegar kom að bekknum. 25 kg eru ekkert mál jafnvel í 40 lyftum. En í þetta skiptið tók ég bekkinn í þremur pásum og þurfti að arga á drengstaulann sem var dómari því hann var aðallega að horfa út í loftið en ekki að fylgjast með! Ég lauk keppni í dag á 32:5++++ Man ekki nákvæmlega og ég er svakalega ánægð af því að ég bjóst hreinlega ekki við að geta tekið þátt í dag. Svo var ég ekki í neðsta sæti heldur því næst neðsta svo ég er mjög hamingjusöm í dag.

Ég vil þakka mínu frábæra klappliði sem keyrði mig í gegnum þetta í dag. Öskrin og hvatningin var mér mikils virði og hefði ég sjálfsagt náð botnsætinu ef þeirra hefði ekki notið við. Í mínu einkaklappstýruliði var fyrirliðin Frú Hildur Vernudóttir sem hefur stutt við bakið á mér á erfiðu æfingartímabili en henni til fulltingis voru eftirtaldir:
Elín Edda Jóhannsdóttir
Þórdís Agla Jóhannsdóttir
Sigurlaug Jóhannsdóttir
Ásgeir Jóhannsson
Jóhanna Freyja Ásgeirsdóttir
Katrín Ósk Ásgeirsdóttir
Laufey Gunnarsdóttir
og svo að sjálfsögðu Sporthúsfólkið mitt og nokkrir aðrir dyggir stuðningsmenn.

Í kvöld hittist svo Sporthúshópurinn á Greifanum og áttum við saman yndislega stund yfir góðum mat og frábærri súkkulaðiköku með fullt af próteinríkum rjóma.

Nú svo til að kóróna allt saman veiktist Þórdís Agla líka í dag og var hún með 39,4°c þegar hún fór að sofa og sömu andþyngsl og ég hef haft. Hún er reyndar mun veikari en ég hef verið enda töluvert yngri og viðkvæmari en hugsanlega verðum við að kíkja til læknis á morgun áður en við höldum í bæinn. Heimferð ein með veikann stubb er ekki spennandi tilhugsun en heim vil ég komast!

Að ári liðnu mun ég án efa taka þátt að nýju og stefna þá að mun betri tíma enda hef ég nú þegar tekið þá ákvörðun að veikindi eru ekki í boði (frekar en þau voru núna!).
Svo gleymdist snúran úr myndavélinni í tölvuna heima svo ég get ekki sett inn myndir strax en mun gera það við fyrsta tækifæri.

Takk enn og aftur fyrir allan stuðninginn og hvatningun......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarney Bjarnadóttir

Datt inná bloggið þitt fyrir tilviljun, en innilega til hamingju með þetta! Enginn smá nagli bara að komast í gegnum þetta, ég hefði sennilega dáið á miðri leið þó að ég væri ekki einu sinni veik!

 En ég er búin að vera að horfa á ykkur með mikilli aðdáun í Sporthúsinu að æfa fyrir þetta, þið eruð ekkert smá dugleg! En þú massar þetta pottþétt á næsta ári

kv.Bjarney, einkaþjálfari í Sporthúsinu

Bjarney Bjarnadóttir, 19.4.2008 kl. 22:50

2 identicon

Úffff mér finnst alltof svolítið erfitt að þurfa að reikna áður en ég fer að "koma með athugasemd" en það er víst nauðsynlegur þáttur í "ruslpóstvörninni".... því ég er komin í algjört reiknistuð eftir þetta eina reikningsdæmi og fæ ekki fleiri............jæja hætta þessu bulli...

Þú stóðst þig frábærlega í dag og vorum við hriiiiiiikalega stolt af þér að klára þetta.... ég hélt sömuleiðis að uppstigin myndu aldrei klárast og ég var ekki einu sinni að framkvæma þetta helvíti! Bara að segja "áfram edda, taktu Reynir á þetta..." (vísun í hettuþjálfarann) - hehe.

Armbeygjurnar voru hriiiiiikalega flottar hjá þér og þú rumpaðir þeim fljótt af og bekkpressan var flott líka. Þú stóðst þig vel og núna er einn Þrekmeistari af ??? búinn ;o)

Dóttir þín Elín var voðalega stolt af þér og sagði í lokin "mamma vann" - hehe - sko barasta, maður þarf bara að klára til að vinna! Elskan mín, farðu vel með þig í flensunni og vonandi rjátlar þetta fljótt af Þórdísi svo þið skvísurnar komist fljótlega í Sporthúsið til að halda forminu við... svo heyrist mér á síðunni þinni að þú þurfir að fara að koma fleiri vinkonum þínum og systrum í form...!

Hildur klappstýra :o) (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 23:33

3 identicon

Frábært Edda!

 Til hamingju með að hafa klárað þrátt fyrir veikindi.  Veit þú getur betur, en svona er að vera með flensu, ferlega fúlt!  Gangi ykkur vel á heimleiðinni, vona að ykkur batni fljótt. 

Ólöf húsmóðir (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 00:06

4 identicon

Frábært hjá þér, og það veik! Gengur betur næst. Þú ert mitt Idol. knús og góðan bata mæðgur!

Ásta (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Edda Sveinsdóttir

Höfundur

Edda Sveinsdóttir
Edda Sveinsdóttir

Ég er eiginkona og móðir fjögurra stelpna. Ég er líka hjúkka, kokkur, þvottakona, hreingerningarkona, barnapía, baðari og klæðari og síðast en ekki síst einkabílstjóri!

Hef leynda ástríðu af skák og stefni á glæsta framtíð þar sem og í líkamsræktinni

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • DSC01825
  • DSC01751
  • DSC01829
  • DSC01808
  • DSC01703

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband