Og þvílík sæla....

Alsæl Edda með litlu strumpana tvoLoksins komnar heim eftir nokkuð góð bílferð frá Akureyri. Markmiðið var að komast sem lengst meðan Þórdís svæfi enda sárlasin. Og viti menn, hún rumskaði í Hreðavatnsskála þar sem við mæðgur tókum pissustopp og héldum strax aftur heim á leið. Meðan þær systur sváfu í bílnum var ég strax komin á flug. Þrátt fyrir að vera í raun enn sárlasin þá var ég byrjuð að plana það hvernig ég gæti platað Tomma með mér á mótið í nóvember. Hann þarf jú hvort eð er að þjálfa sig upp fyrir rjúpugöngurnar auk þess sem það er bara helvíti þungt að bera hreindýr á öxlinni niður heiðarnar fyrir austan! Jebb verð að nýta sannfæringakraftinn minn til þess að draga hann með mér fyrr en seinna í næstu keppni. Sumir staldra kannski við hér og telja mig endanlega geðveika - eðlilega enda á ég fjögur börn! Kannski er ég bara enn með óráði eða í sigurvímu yfir þessu öllu saman. Það er ljóst að ég lagði á mig eld og brennistein til þess að ná þessum árangri og þó ég hafi ekki náð settu markmiði þá er víst að ég geri það næst. Ég gerði ekki ráð fyrir neinum frávikum í þetta skiptið og mun ekki gera það næst heldur. Ég gefst heldur ekki upp fyrr en ég verð komin undir 20 mínúturnar svo líklega verða akureyringar að venja sig við komur mínar til bæjarins. Ekki svo að skilja að það þurfi mörg skipti til þess að ég nái settu marki!

Auk Tomma og dætranna sem hafa veitt mér óbyljandi stuðning frá fyrsta degi þá eru tveir einstakir menn sem hafa líka átt sinn þátt í þessum árangri. Þeir eru Leifur Geir sem bauð mér á stefnumót einn laugardagsmorgun í Sporthúsinu og vildi sjá hvernig ég gerði þessar uppsetur sem ollu því að ég gat ekki tekið þátt! TÆKNILEG mistök voru þar að verki og kenndi hann mér að þetta gæti ég vel gert. Þann dag gat ég að vísu ekki gert EINA en núna get ég ENDALAUST jafnvel þótt búið sé að skera magavöðvana mína FIMM sinnum í sundur! Leifur kenndi mér líka að nota róðravélina og síðast en ekki síst að hlaupa. Og það er bara svolítið gaman. Þolið var og er það sem ég þarf helst að vinna í og hef ég nógan tíma til þess fram að næstu keppni. Hinn maðurinn í þessu öllu er sjálfur Hettumaðurinn Reynir sem hefur með ótrúlegri tækni og lagni náð tökum á mér hvað varðar allar æfingar og viðmót. Hann hefur tekið mig og allan hópinn rækilega í gegn, bæði líkamlega og andlega. Öll viðhorf eru allt önnur og reyni ég markvisst að hugsa aldrei um takmörk mín heldur fyrst og fremst markmið mín! Reynir hefur sett mér fyrir ótrúlegustu æfingar og svo hefur hann líka kennt mér á klukku. Nú er ég orðin hrikalega lagin á að taka tímann á öllu sem ég geri jafnvel hve langan tíma tekur að stytta sippuband með stálvír - 27 sekúndur! Jebb hann kenndi mér líka að sippa - sippa tvöfallt, það er alveg að koma Reynir!
Ég má nú samt ekki gleyma honum Kristjáni mínum Jónssyni einkaþjálfara hjá Þjálfun.is sem er einn af mínum bestu vinum og á óneitanlega hlut í árangri mínum. Takk enn og aftur fyrir allt sem þið hafið gert fyrir mig - og munið gera fyrir mig í framtíðinni Wink

Svo er ég búin að setja inn nýtt myndaalbúm sem sýnir aðallega sjálfa mig í Þrekmeistarakeppni helgarinnar. Þrátt fyrir að vera himinlifandi og alsæl með keppnina þá er það ekki ástæðan fyrir því að allar myndirnar eru af mér sjálfri heldur var það klappliðið mitt sem var með myndavélina allan tímann og því eiginlega engar myndir teknar af öðrum en mér.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Edda Sveinsdóttir

Höfundur

Edda Sveinsdóttir
Edda Sveinsdóttir

Ég er eiginkona og móðir fjögurra stelpna. Ég er líka hjúkka, kokkur, þvottakona, hreingerningarkona, barnapía, baðari og klæðari og síðast en ekki síst einkabílstjóri!

Hef leynda ástríðu af skák og stefni á glæsta framtíð þar sem og í líkamsræktinni

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • DSC01825
  • DSC01751
  • DSC01829
  • DSC01808
  • DSC01703

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband