Skákin

Jæja það er komin tími til að taka saman smá pistil um gengi dætranna sl. vikur í skákinni. Þær fóru til Osló 18.-21. mars og tóku þátt í norðurlandamóti stúlkna sem var haldið í annað sinn. Jóhanna átti afar fínt mót sem hún lauk með 3 vinninga af fimm og endaði í 5. sæti í flokknum 13-16 ára. Þar af var aðeins eitt tap en tvö jafntefli. Samkvæmt lærimeistaranum tefldi hún vel en gleymdi sér aðeins á miðju móti og tefldi aðeins of hratt en það er hennar helsti veikleiki. Hildur Berglind 8 ára tefldi í flokkinum yngri en 13 ára og var lang yngsti keppandinn á mótinu. Hún tefldi ágætlega og gerði tvö jafntefli við mun sterkari andstæðinga. Hildur vakti mikla athygli á mótinu fyrst og fremst fyrir að vera mjög ung og tefla vel en líka fyrir það hversu mikil skvísa hún er! Kannski ekki ýkja erfitt innan um skandinavann en við erum jú að tala um Hildi skvísu. Pabbanum og dætrunum tveimur fannst afar dýrt að vera í Osló og áttu bágt með að skilja hvað útlendingum finnst dýrt að vera á Íslandi enda hafi þau borgað 6500 isk fyrir þrjár litlar pizzur og kók á skyndibitastað. Ekki nóg með það þurftu þau einnig að borga fyrir að fá að nota klósettið inni á veitingastaðnum sem og á öðrum stöðum í borginni. OG það var sko alls ekki ódýrt - heilar 150isk á hvert piss!

Strax degi eftir heimkomu var haldið Kjördæmamót Reykjaneskjördæmis í Salaskóla. Sá sem hampar efsta sæti á því móti fær sæti á Landsmóti. Tveir efstu úr mótum sveitafélaganna innan kjördæmisins (í flokkunum 1.-7. og 8.-10. bekkur) öðlast þátttökurétt á Kjördæmamóti. Jóhanna sem er krýndur Kópavogsmeistari tók þetta mót algjörlega í nösina þegar hún vann alla andstæðinga sína hvern á fætur öðrum í hörku einbeitingu enda hafði hún meðtekið allt sem Helgi lærimeistari hamraði á í Oslóarferðinni. Með þetta að leiðarljósi vann hún sér inn rétt á Landsmót sem fór fram á Bolungarvík sl. helgi. Þar tefldi hún ágætlega en náði ekki eins langt og hún hafði vonast eftir. Hún hefur reyndar einu sinni náð þriðja sæti á þessu móti en hingað til hefur engin stelpa unnið þetta mót. Það var Patrekur bekkjarbróðir hennar sem vann mótið af miklu öryggi enda vann hann allar skákirnar sínar 11 og geri aðrir betur. Hallgerður kom á eftir honum í 2. sæti og Svanberg í því þriðja. Jóhanna endaði í 5. sæti með 6,5 vinninga. Meðan á þessu stóð tók Hildur Berglind þátt í sumarskákmóti Fjölnis í Rimaskóla á sumardaginn fyrsta. Þar landaði hún þremur vinningum af fimm og endaði í öðru sæti stúlkna á eftir Hrund Hauksdóttur.

Framundan er ágætis skákhvíld - svona sirka fram að meistaramóti skákskóla Íslands sem er trúlega í lok maí, byrjun júní. Þangað til verður bara lært og lært enda stefnir stúlkan á samræmt próf í stærðfræði þann 8. maí. Hún hefði gjarnan viljað taka íslenskuprófið líka en eitthvað virtist skorta á upplýsingaflæði milli kennara því íslenskukennarinn stóð föst á því að 9. bekkingar mættu ekki þreyta samræmt próf í íslensku. Þegar þetta var loksins komið á hreint voru rétt tæpar 3 vikur til stefnu og tók Jóhanna þá ákvörðun að segja sig úr prófinu enda verði hún að hafa eitthvað að gera í skólanum næsta vetur Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Edda Sveinsdóttir

Höfundur

Edda Sveinsdóttir
Edda Sveinsdóttir

Ég er eiginkona og móðir fjögurra stelpna. Ég er líka hjúkka, kokkur, þvottakona, hreingerningarkona, barnapía, baðari og klæðari og síðast en ekki síst einkabílstjóri!

Hef leynda ástríðu af skák og stefni á glæsta framtíð þar sem og í líkamsræktinni

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • DSC01825
  • DSC01751
  • DSC01829
  • DSC01808
  • DSC01703

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband