30.4.2008 | 21:44
Og áfram er æft!
Það er ljóst að ég verð að halda áfram að hamast eins og óð manneskja ef ég ætla að ná markmiðunum í haust. Ég er reyndar rétt nýbyrjuð að æfa aftur eftir veikindin og mæti fyrst á föstudaginn síðasta. Lagði nú ekkert gríðarlega á mig en mætti gallvösk í ástandmælingu á Leifsa á laugardagsmorgun kl. 8. Eftirtaldar æfingar voru gerðar eins oft og við gátum:
Bekkpressan 30kg: x24
Upphýfingar (haka uppfyrir stöng og engar pásur): x3
Hné upp að olnboga (hangandi á priki): x14
Axlarpressa (stöng m. 12,5 kg -of létt): x70
Á mánudag tók ég létta hlaupaæfingu og nokkrar styrkæfingar. Tók t.d. 2x50k í bekknum eftir að hafa tekið 45kg x5. Þarna var ég undir harðri hendi Reynis sem sagði að ef ég gæti gert 5 sinnum 45kg þá gæti ég alveg tekið 1-2 x 50kg. Nú er markið sett á eina og hálfa líkamsþyngd hehehehe!
Af einskærri leti mætti ég ekki á þriðjudag og tók þá upplýstu ákvörðun um að þrífa frekar heimilið mitt. Skúra og solleis! Það tekur líka á og brennir fullt af kaloríum. En hef nú ekki trú á því að það auki þolið! Í morgun staulaðist ég svo inn í Sporthúsið kl.10 þar sem ég átti stefnumót við Kristján þjálfara sem fékk að klípa í mig og mæla hlutföllin og get ég upplýst að það kom afar hagstætt út fyrir mig og gott að sjá það svart á hvítu að einhver árangur er á fituforðanum. Á einum og hálfum mánuði hef ég losað mig við amk 2kg af fitu og tel ég það nú býsna gott! En þegar ég kom í salinn var nú bara hlegið að mér enda finnst Reynsa ekki mikið til mælinga koma. Segir mig hugsa um ótrúlega fyndna hluti - jó en ekki hvað? Ég er ljóshærð hjúkka!!! Lagði Reynir svo til að ég myndi æfa mig upp í ólympiskar kraftlyftingar og stakk upp á 300 thursterum enda eigi ég ekki skilið að skála í kampavíni um helgina! Njah smá ýkjur. Baðst undan thrusterum og sagðist frekar vilja hamast því það er mun betri undirbúningur fyrir helgina en harðsperruæfingar. Og verkefni dagsins var:
Róður 1000m
hopp á kassa 25
Róður 750m
hopp á kassa 50
róður 500m
hopp á kassa 75
Tíminn 21:43
Á morgun á svo að skella sér í Bláa Lónið, fá sér huggulegan hádegisverð og skella sér svo á Leifsstöð enda stefnan tekin á Berlín þar sem ég ætla að eyða helginni með Tomma og 34 vinnufélögum hans og mökum. Frábært eins og ávallt því þessi hópur er einstaklega hress og skemmtilegur. Hvítvín og kampavín ásamt góðum mat - hvað getur klikkað? humm, annað en að seinka fluginu frá Íslandi um 8 tíma og láta mann ekki einu sinni vita......
Svona í restina er tilvalið að benda ykkur á að kíkja inn á síðu Þrekmeistarahópsins (hér til vinstri í tenglum) og skoða myndir úr keppninni. Þær eru einstaklega vel valdar þar sem allir í hópnum að einum aðila undanskildnum, eru afar einbeittir á svip.
Um bloggið
Edda Sveinsdóttir
Tenglar
Skáktenglar
- Skákfréttir
- Skáksamband Íslands Heimasíða Skáksambands Íslands
- Taflfélagið Hellir Heimasíða Taflfélagsins Hellis
- Salaskólaskák Heimasíða Salaskóla
- Taflfélag Garðabæjar Heimasíða Taflfélags Garðabæjar
- Skákdeild Fjölnis Heimasíða Skákdeildar Fjölnis
- Skákskóli Íslands Heimasíða Skákskóla Íslands
- FIDE Heimasíða Alþjóðaskáksambandsins
- The week in chess
- Heimasíða heimsmeistaramótsins
Líkamsræktin
- Crossfitþjálfun crossfit.com
- CrossFit í Sporthúsinu CrossFit
- Þjálfun.is Þjálfun.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ju en huggulegt auðvitað á maður að gera þetta áður en maður fer til útlanda Lónið og hádegismatur Stefni á það hér með Árni er nú alltaf að bjóða mér með sér til útlanda
(á maður ekki að láta sig dreyma?) Svo ef nýgiftu hjónakornin eru með ykkur í ferðinni þá bið ég kærlega að heilsa þeim :)
knúsen knúsen Ásta
Ásta (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 08:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.