Berlín, Skáksamband Íslands og handstöðuarmbeygjur!

Það er óhætt að segja að Berlín sé nútímaborg með einstökum nútímaarkitektúr sem er algjörlega framúrskarandi. Magnað að sjá eina alls ekki svo stóra borg breytast á svona ótrúlega skömmum tíma. Síðast kom ég til Berlínar 2002 og fannst mikið til hennar koma. Að þessu sinni naut ég borgarinnar enn betur enda hafði ég rýmri tíma til þess að spóka mig um í borginni og drekkja mér í byggingarlist og menningu. Það er líka óhætt að segja að sennilega hafi margur burðarþolsfræðingurinn fengið að svitna yfir teikniborðinu þegar beðið var eftir teikningum af hinum ýmsu glerhöllum og skyggnum sem virtust engar undirstöður hafa! Þegar múrinn féll hér um árið var ég enn óharnaður unglingur í 5. bekk í Versló. Eiginmaðurinn var ennþá bara kærastinn minn og saman höfðum við stærðfræðikennarann Lúðvík sem áttir rætur sínar að rekja til austur hluta Berlínar. Daginn eftir þennan stórviðburð flaug Lúðvik heim á leið í fyrsta sinn frá því hann yfirgaf heimaslóðirnar. Tveimur vikum síðar fengum við stærðfræðikennsluna aftur og með fylgdu tugir múrbrota sem kennarinn sýndi okkur afar stoltur. Ég get fúslega viðurkennt það að ég kann mun betur að meta og skilja þetta í dag en þá! En öll fengum við brot úr veggnum ógurlega sem enn stendur í einhverri mynd á víð og dreif um borgina.

Meðan dvöl minni í Berlínarborg stóð fór fram í Faxafeninu aðalfundur Skáksambands Íslands þar sem nýr formaður var kjörinn. Björn Þorfinnsson eðalskákmaður og að sjálfsögðu Hellismaður náðir þar ótvíræðu kjöri. Í stjórn var líka valin Edda nokkur Sveinsdóttir sem fékk titilinn gjaldkeri SÍ. Þetta fynnst mér afar ánægjulegt enda hef ég endalausar hugmyndir um ýmsa þætti er snúa að skák á Íslandi. Eðlilega eru mér efst í huga málefni barna og unglingaskákar en það er að sjálfsöfðu mjög mikilvægur þáttur í starfssemi SÍ. Er því viss um að koma að gagni enda hafi einn helsti áhugamaður Íslands um skák og Skáksambandið mikla trú á því að ég sem eina konan í stjórninni geti starfaði til jafns við þær fjórar sem áður voru!!! -eða eitthvað svoleiðis..... Engu að síður er ég bara mjög spennt fyrir þessu og hlakka mikið til þess að vinna með þeim frábæru einstaklingum sem þarna eru.

Nú ég hef að sjálfsögðu verið dugleg í ræktinni síðan ég kom frá Berlín enda þörf á því þar sem matarmenningin var líka einkar skemmtileg! Átti ég til dæmis skemmtilega æfingu á dögunum með Leifi og Reyni þar sem við æfðum handstöðu. Ég átti reyndar ekki í vandræðum með handstöðuna heldur fékk ég þann heiður að kenna Leifi að standa á höndum. Það hafði hann ekki gert síðan hann var í barnaskóla og hafði lent í einhverskonar hremmingum í leikfimi. Ekki vorum við að æfa handstöðu til þess að sjá veröldina á hvolfi heldur til þess að geta tekið Crossfit æfingu sem inniheldur 21-15-9 handstöðuarmbeygjur - og hverjum finnst það ekki spennandi! Ég get það en mikið helvíti erfitt sem það er! Þarf örugglega svolítin tíma til þess að ljúka þessum lotum en ég er viss um að í lok sumars verður þetta auðveldara en hjá sjálfum Íþróttaálfinum.

Þessa vikuna sit ég hins vegar heima og þá næstu líka. Nú er highly important að hvíla vöðvafesturnar í kálfunum enda ögraði ég þeim endanlega í síðustu viku þegar ég var úti á plani í sippukeppni við ungviði götunnar og börnin mín að sjálfsögðu. Ég vann! En fæturnir þoldu ekki hoppið á stéttinni í þunnbotna Pumaskvísuskónum.  Skynsemin segir mér að hvíla núna á vordögum og eiga allt sumarið í góða þjálfun enda séu aðeins rétt tæpir 6 mánuðir í næstu keppni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Edda Sveinsdóttir

Höfundur

Edda Sveinsdóttir
Edda Sveinsdóttir

Ég er eiginkona og móðir fjögurra stelpna. Ég er líka hjúkka, kokkur, þvottakona, hreingerningarkona, barnapía, baðari og klæðari og síðast en ekki síst einkabílstjóri!

Hef leynda ástríðu af skák og stefni á glæsta framtíð þar sem og í líkamsræktinni

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • DSC01825
  • DSC01751
  • DSC01829
  • DSC01808
  • DSC01703

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband