16.5.2008 | 17:30
Uppskeruhátið þrekmeistara
Glæsilegur hópur þrekmeistara úr Sporthúsinu sem tóku þátt í apríl 2008. Á myndina vantar aðeins eina Sporthúskonu, Hrund Scheving sem var að keppa í liðabúning wc stelpna meðan myndin var tekin
. Annars eru þessir á myndinni: Kristín, Alda, Jóna, Guðrún Helga, Soffía, Eddan, María og Ingunn og strákarnir: Kolbeinn, Hilmar, Leifur Geir og Annas.
Í kvöld ætlar hópurinn að hittast ásamt hettumanninum í tilefni þess hve dugleg við erum. Við ætlum ekki að hoppa og skoppa að þessu sinni heldur ætlum við að borða mishollan mat og fullt af eftirréttum! Einhverjir munu að sjálfsögðu skála í gosdrykkjum - jafnvel sykruðum og skola þannig niður súkkulaðikökum og ís! Þrautseygja, keppnisskap og frábært viðhorf er einkenni fólksins sem er á öllum aldri og stefna allir á þátttöku í nóvember nk. Það eru sumsé fleiri en ég sem eru létt bilaðir og hafa ánægju af því að þenja vöðvana til hins ítrasta á degi hverjum.
Annars hef ég samviskusamlega hvílt nú í viku samkvæmt læknisráði og mun gera það áfram næstu viku. Eftir það get ég nú fljótlega farið að æfa rólega aftur. Reyndur hlaupari sem hefur lent í samskonar áverka á fótum sagði mér að ef vel ætti að vera þýddi það hvíld í þrjá til fjóra mánuði - WELL þeir sem þekkja mig myndu segja þá þarf að sækja ólarnar! Nú ég ætla að bæta tímann minn djöfullega mikið í næstu keppni, hef reyndar ekki sett markmiðið á Ingunni en ætla að ná einhverri hinna .
Um bloggið
Edda Sveinsdóttir
Tenglar
Skáktenglar
- Skákfréttir
- Skáksamband Íslands Heimasíða Skáksambands Íslands
- Taflfélagið Hellir Heimasíða Taflfélagsins Hellis
- Salaskólaskák Heimasíða Salaskóla
- Taflfélag Garðabæjar Heimasíða Taflfélags Garðabæjar
- Skákdeild Fjölnis Heimasíða Skákdeildar Fjölnis
- Skákskóli Íslands Heimasíða Skákskóla Íslands
- FIDE Heimasíða Alþjóðaskáksambandsins
- The week in chess
- Heimasíða heimsmeistaramótsins
Líkamsræktin
- Crossfitþjálfun crossfit.com
- CrossFit í Sporthúsinu CrossFit
- Þjálfun.is Þjálfun.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.